Straumfjörður á Mýrum

14 júl 2008 15:55 #1 by SAS
Replied by SAS on topic Re:Straumfjörður á Mýrum
Við þessa annars ágætu lýsingu Sævars er við það að bæta að það var ekki vindur og alda sem seinkaði síðustu 4 bátunum, heldur smá bátaviðgerð. Stýrið á einum bátnum hafði fest í mikilli beygju, sem náðist ekki að laga í öldurótinu. Fórum því í land, þá hefði verið gott að hafa litla UHF talstöð til að láta vita af sér.

kveðja
Sveinn Axel h

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 júl 2008 00:31 #2 by Sævar H.
Gísli H.F. er ekki alveg sáttur við það lítillæti sem ég viðhef í stuttu spjalli um þennan ágæta róður út frá Straumfirði, þar sem ég tíunda ekki meira með gang mála:
Þegar við lögðum í róðurinn frá Straumfirði var alveg ágætis róðrarverður innan eyja . Við fórum fyrst að Skáley og með henni og nokkrum öðrum eyjum í alveg ágætis aðstæðum - spök rita með unga á bjargsillum- lundar stilltu sér upp í grastónni ofan bjargbrúnar. Mikil spekt var á fuglalífinu og hægt að róa alveg upp að þeim. Síðan var ákveðið að róa sundið þvert til lendingarinnar undan bænum á Knarrarnesi- 1.5 km róður og á lensi í smá öldu. Eftir gott kaffistopp á Knarrarnesi var ákveðið að róa styrstuleið til lands þar sem vind hafði hert og kröpp aldan aukist- þetta var um 1 km róður. Nýliðinn okkar ,hún Karen ,þáði toglínu frá reyndum ræðara - bara flott mál. Síðan var róið með landinu í fínu vari um 3 ja km leið - bara gaman.
Þegar við förum að nálgast Digranesoddann erum við skyndilega komin í verulegan sjó og hvassann vind. Þeir þrír fyrstu sem fara fyrir Digarnesoddann og þvert yfir þetta 750 metra sund í fjöruna í Straumfirði , lenda í kröppum dansi - síðan fer ég stuttu síðar - þá hafði vindur og sjór rokið mjög upp í regnskúri sem gekk yfir - hin fjögur sem á eftir voru biðu átekta. Það voru gríðarleg átök að róa þessa stuttu leið- en hafðist. Fljótlega varð ljóst með hin fjögur að þau höfðu tekið land á Digranesi og biðu færis. Um hálftima síðar renndu þau í fjöru í Straumfirði með glæsibrag. Nýliðinn , hún Karen, sem fór með okkur var orðin mjög reyndur kayakræðari í lok ferðar- glæsilega gert hjá henni.:P

Hér erum við komin í var af landinu og í stilltum sjó
<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2008/07/13 21:01
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 júl 2008 00:22 #3 by SAS
Replied by SAS on topic Re:Straumfjörður á Mýrum
Takk fyrir góðan róður á laugardaginn var. Myndir má finna á picasaweb.google.com/SveinnAxel/2008_07_...dStraumfjordurAMyrum

Í næstu ferð á vegum klúbbsins væri vert að taka með nokkrar UHF talstöðvar, þær hefðu komið sér vel á laugardaginn var. Þessar stöðvar kosta ekki mikið, eru oft notaðar við veiði ofl.

kveðja
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 júl 2008 23:32 #4 by Karen
Replied by Karen on topic Re:Straumfjörður á Mýrum
Ég tek undir með Stefáni og þakka fyrir daginn í gær. Sérstaklega þakka ég reyndari ræðurum hópsins sem pössuðu vel upp á nýliðann. Það væri gaman ef einhverjar myndir eru til að fá að líta þær augum. Sjálf hafði ég ekki rænu á því að taka myndir í slagviðrinu.
Bestu kveðjur, Karen

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 júl 2008 21:22 #5 by Gíslihf
Já hann Sævar er nú ekki með neinar málalengingar þegar hann segir ferðasöguna - og mætti alveg hafa hana lengri. Af þessum róðri eins og félagsróðrum undanfarið þegar vindur og alda hafa verið erfið, má læra að dráttarlínur um mitti reyndari ræðara eru mikilvægar sem öryggistæki og að samskiptatækni er nauðsynleg þegar fylgjast þarf með hluta hóps sem verður viðskila. Það er samt ekki svo auðvelt þar sem GSM samband er ekki gott.
Ég var á svæðinu í tjaldi með konu og dóttursyni og ætlaði að vera á sjó og láta þau prófa nýjan Point 65 \&quot;whisky\&quot; sem lipran og viðráðanlegan kayak við notalegar aðstæður í víkum við ljósa sandfjöru, en af því varð ekki. Það var í stuttu máli sagt slagviðri og þurfti vakt við tjaldið. Á leiðinni fyrir Hafnarfjall sáum við tvö mótorhjól sem höfðu fokið um koll, annar ökuþórinn farinn á spítala, hinn beið átekta þegar ég nam staðar og ræddi við hann.
Kveðja, GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 júl 2008 01:06 #6 by Sævar H.
Við vorum átta kayakræðarar sem hittumst í Straumfirði á Mýrum að morgni laugardagsins. Veður og sjólag var nokkuð frábrugðið því sem vænst var. Róið var frá Straumfirði að og með Skáley og síðan milli eyja og höfð kaffipása á höfuðbólinu i Knarrarnesi. Nokkuð hafði bætt í vindinn og sjólagið á bakaleiðinni. Þegar komið var að tanganum gengt Straumfirði var veðrið og sjólagið orðið vægast sagt erfitt. Allt gekk þetta vel og ánægðir kayakræðarar kvöddust í Straumfirði um þrjúleitið- velheppnuð ferð.

Áning í Knarrarnesi
<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2008/07/13 10:33
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 júl 2008 01:01 #7 by Stefán_Már
Takk fyrir góðan róður í dag, þótt veðrið hafi ekki verið sem best. Við verðum bara að fara aftur seinna í betra veðri til að njóta þessa fagra róðrarsvæðis.

Kveðja
Stefán

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 júl 2008 03:14 #8 by Reynir Tómas
Bara að árétta að við stefnum á að vera komin í Straumfjörðinn um eða upp úr kl. 10, tekur 1 og hálfa:) nn tíma að keyra, reiknum með 3-5 klst róðri eftir veðri og vindum sem verða mildir en það gæti rignt aðeins á okkur.........

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 júl 2008 03:14 #9 by Reynir Tómas
Bara að árétta að við stefnum á að vera komin í Straumfjörðinn um eða upp úr kl. 10, tekur 1 og hálfa:) nn tíma að keyra, reiknum með 3-5 klst róðri eftir veðri og vindum sem verða mildir en það gæti rignt aðeins á okkur.........

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 júl 2008 01:39 #10 by Sævar H.
Mér lýst vel á að hefja róðurinn kl 10- Spáin er fremur hægur SSA en fer að auka í vindinn undir kl 15- og orðið nokkuð hvasst með rigningu undir kvöldið.
Vegna vindáttar sýnist heppilegt að róa um eyjarnar að Knarrarnesi og jafnvel í Hjörsey - meira skjól af Alftanesinu þar. Þetta er útlitið núna að kvöldi fimmtudags...:P

<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2008/07/10 21:48
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 júl 2008 00:15 #11 by Reynir Tómas
Veðurútlitið á belgingi.is sýnir að það bætir í úrkomu og eitthvað í vind á laugardag eftir hádegi. Það væri því gott að byrja aðeins fyrr eða um kl. 10 á svæðinu, hvað segja menn um það?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 júl 2008 02:45 #12 by Reynir Tómas
Straumfjörður er bær á Mýrunum, frægur fyrir það að franska rannsóknaskipið Pourqui Pas? strandaði þar á fyrri hluta 20. aldar. Gaman að heyra af áhuga manna, ég mæti sennilega við annan mann. Veðurútlit er ágætt og það er sérlega skemmtilegt að sigla á þessu svæði. Sævar hefur gefið góða leiðarlýsingu, en hér er hún aftur:
Farið er fyrst í Borgarnes og þaðan tekinn vegurinn upp á Mýrar (þjóðvegur 54), ekið yfir brúna á Langá og þar beygt niður á veg 533 (merktur Álftanes), ekið framhjá Álftanes-afleggjaranum og að bænum Sveinsstöðum (sem er ofan vegar) og þar beygt til vinstri niður að sjónum á Straumfjarðarafleggjarann. Ein og hálf klst. í akstri frá Rvk.. Akið varlega vegna fugla og unga sem þar eru á hverju strái og heim að bænum.
Hjónin Steinar og Sigrún eru í hvíta nýja húsinu og við erum velkomin. Ef einhverjir vilja vera yfir nótt á tjaldsvæðinu (sem er ekki almennt opið) þá hafa þau tekið 1000 kr./nótt og það er hreinlætisaðstaða. Háfjara er kl. 09.30 og því gott að vera kominn á svæðið um kl. 11 f.h., sem er þægilegur tími. :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 júl 2008 03:21 #13 by Stefán_Már
Ég ætla að mæta.

Kv.
Stefán Már

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 júl 2008 03:18 #14 by Sævar H.
Kort af Álftanesi á Mýrum en róðrarleiðin gæti legið um þetta skemmtilega svæði þar sem skiptast á fjölmargar eyjar og drifhvítar strendur
<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2008/07/07 23:23
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 júl 2008 03:10 #15 by Sævar H.
<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2008/07/07 23:15
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum