Skáleyjar og Sviðnur 8.-10. ágúst

07 ágú 2008 14:47 #16 by valdiharðar
Mín reynsla af eyjahoppi á Breiðafirði er sú að þar sem vatn finnst er það oftast lítið spennandi nema kannski í súpu. Mæli með því að menn hafi með sé vatn. Eflaust er hægt að komast í krana hjá ábúendum í Skáleyjum og Hvallátrum. Ég hitti þá Skáleyjabræður fyrir nokkrum árum í einni af kajakferðum mínum um svæðið og önnur eins gestrisni er fáfundin. Veit reyndar ekki hvort þeir búa enn í eynni.

Góða ferð.
Valdi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 ágú 2008 11:23 #17 by maggi
Hvernig er með vassbúskap þarna í eyjunum ?
þurfum við að taka allt vatn með okkur eða er hægt að fá vatn í báðum náttstöðum ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 ágú 2008 02:14 #18 by Reynir Tómas
Sæl öll, sem stendur erum við að verða á bilinu 22-24 í ferðinni, tveir af þeim koma í hópinn út í Skáleyjar á laugardagsmorgun. Það verður kerra frá klúbbnum Sviða með í för fyrir báta, ef þarf. Einn vantar flutning og gott ef einhver er til með að taka félaga með sér, með eða án báts, hringið í mig í s. 824 5444.
Við erum velkomin, bæði í Skáleyjar og Sviðnur, þar eru tún á báðum stöðum og í Sviðnum er meira að segja salerni sem stendur til boða. Það var auðvelt að hringja þangað með GSM símakerfinu. Þá veit fólkið á Stað að við erum að koma og allt í góðu lagi með það. Sama gildir um Hvallátur ef þar yrði viðkoma á laugardag. Sem sagt; allt stefnir í ágæta ferð:) .

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 ágú 2008 17:08 #19 by maggi
Flott Svenni við getum verið á 48 hjá 4x4 eða 1 til 2
Anners væri best ef þú hringir í mig eftir 6 í kvöld þá getum við borið saman hvaða rásir við höfum og prufað þær OK.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 ágú 2008 16:46 #20 by Stefán_Már
Ég mæti. Vonandi verðum við heppin með veður. En hvernig sem veðrið verður er ég sannfærður um að þetta verður góð ferð eins og alltaf hingað til.

Kveðja
Stefán

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 ágú 2008 14:52 #21 by SAS
Ég verð með 2 VHF stöðvar og get jafnvel reddað tveimur til viðbótar. Hvaða rás viltu nota?

kveðja
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 ágú 2008 11:13 #22 by maggi
já það er flott spá fyrir þessa ferð , við Gísli ætlum að hittast við Hreiðavasskála um 7 á laugardags morgun þannig að við ættum að vera komnir á sjó um kl 10
Það væri gaman að vita ef enhver í hópnum væri með VHF talstöð þannig að við getum verið í sambandi á meðan við erum að ná hópnum veit ekki hvernig GSM samband er þarna.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 ágú 2008 00:15 #23 by Reynir Tómas
Það er útlit fyrir gott Breiðafjarðarveður, og nú eru 14 tilkynntir á föstdagskvöldið frá Stað og tveir ætla snemma af stað frá Hreðavatnsskála á laugardagsmorgun og hitta okkur hin á hádegi í Skáleyjum......

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 ágú 2008 00:14 #24 by Reynir Tómas
Það er útlit fyrir gott Breiðafjarðarveður, og nú eru 14 tilkynntir á föstdagskvöldið frá Stað og tveir ætla snemma af stað frá Hreðavatnsskála á laugardagsmorgun og hitta okkur hin á hádegi í Skáleyjum......

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 ágú 2008 00:16 #25 by Reynir Tómas
:) Nú er komið að ágústferðinni, föstudag 8. til sunnudags 10. ágúst, frá Stað í Reykhólasveit í Skáleyjar og Sviðnur. Þessi sjóbátaferð klúbbsins hefur notið vinsælda sl. ár, sem einskonar raðróður um Breiðafjarðareyjar. Róður sem er meðalerfiður og krefst meðalmikillar reynslu og hefur verið frábær útivist í góðum félagsskap. Áformað er að hittast á föstudagi 8. ágúst undir kvöld, um og upp úr kl. 18 við höfnina í Klauf neðan við Stað á Reykjanesi í Reykhólasveit. Farið er neðan við bæinn og svo til vinstri ágætan veg að höfninni. Lagt af stað á flóðinu út í kvöldkyrrðina um kvöldið, ekki seinna en kl. 20 og róið á tveim klst. út í Skáleyjar, þar sem verður tjaldað. Næsta morgun er gengið um Skáleyjar og svo róið allan daginn suður Skáleyjalönd og Látralönd, etv. í Hvallátur og svo yfir Sviðnasund í Sviðnur, fáfarinn stað með talsverðu af minjum frá eldri tíma. Þar verður tjaldað og gist næstu nótt en farið svo þaðan norður að Skutlaskeri og í Suðurlönd við Stað og aftur í Klaufarhöfn. Ferð í sögufrægar eyjar, með tilheyrandi söguupprifjun, fugla- og landslagsskoðun, varðeldi og góðum kvöldstundum. Sundlaugin á Reykhólum bíður svo í lok róðurs :cheer: . Sjá nánar á Breiðafjarðarkorti: www.breidafjordur.is/Breidafjardarnefnd/Verndarsvaedid/kort.htm

Sjókajaka og allt sem þeim fylgir þarf að hafa, þ.m.t. tjöld, svefnpoka, prímusa, nesti, nestisdrykki, skemmtiefni, brennikubba, sjónauka, landakort, GPS og myndavélar. Umsjón: Reynir Tómas, s.824 5444, reynir.steinunnhjainternet.is, og vinsamlega látið vita um þátttöku, m.a. til að geta gert landeigendum, sem hafa gefið góðfúsleg leyfi sín, viðvart og etv. má samnýta flutningsmöguleika. Nánari fregnir af veðri og öðrum undirbúningi verða hér á þessum korkþræði.

Post edited by: Reynir Tómas, at: 2008/08/01 20:20<br><br>Post edited by: Reynir Tómas, at: 2008/08/01 21:20
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum