Sóðar

22 ágú 2008 00:33 #1 by Reynir Tómas
Replied by Reynir Tómas on topic Re:Sóðar
Nú er komið skilti: Öll losun bönnuð, og það hefur verið tekið bókstaflega því á planinu eru nú um 30 ólosaðir plastpokar með einhverri byggingamöl, lítur úrgangslega út og enginn úr húsnæðisnefnd hefur tilkynnt um væntanlegar framkvæmdir á staðnum, en það er svo sem ljóst að ekki hefur verið losað úr pokunum.......:(

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 ágú 2008 00:31 #2 by Reynir Tómas
Replied by Reynir Tómas on topic Re:Sóðar
Nú er komið skilti: Öll losun bönnuð, og það hefur verið tekið bókstaflega því á planinu eru nú um 30 ólosaðir plastpokar með einhverri byggingamöl, lítur úrgangslega út og enginn úr húsnæðisnefnd hefur tilkynnt um væntanlegar framkvæmdir á staðnum, en það er svo sem ljóst að ekki hefur verið losað úr pokunum.......:(

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 ágú 2008 13:00 #3 by SAS
Replied by SAS on topic Re:Sóðar
Sælir

Tók Viðeyjarhring í gærkvöldi og þá var skiltið komið upp, er staðsett í brekkunni fyrir ofan gámana.

Annað hvort hefur hreinsunardeildin skilið eftir einn haug sunnan megin við gámana eða einhver ósvífinn \"utanbæjarmaður\" losað sig við garðúrganginn sinn enn og aftur.

kveðja
Sveinn Axel<br><br>Post edited by: SAS, at: 2008/08/19 09:01

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 ágú 2008 01:26 #4 by Reynir Tómas
Replied by Reynir Tómas on topic Re:Sóðar
Fór í gærkvöldi til að líta á hrúguna og þessa 12 plastpoka með garðaúrgangi sem voru á svæðinu, með það í huga að ná mér í kerru að láni eitthvert næstu kvölda, en hálf féllust hendur við að skoða magnið. Hringdi í borgina um hádegið í dag og bað um aðstoð fyrir hönd klúbbsins, fékk samband við ágætan mann á hverfisstöðinni sem sgði mér glaður í bragði :) að þetta hefi verið tekið í morgun samkvæmt ósk einhvers annars góðs félaga, - frábært :cheer: , og gott að vita að við erum mörg með áhuga á að hafa snyrtilegt á svæðinu. Nú stendur upp á okkur, þ.e.a.s. húsnæðisnefndina að ég held, að setja merki klúbbsins og nafn utan á gámana. Þeir hjá borginni ætla að setja skilti þar sem á stendur að bannað sé að losa úrgang þarna, allt hið besta framfaramál.......

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 ágú 2008 15:39 #5 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Sóðar
Það er mikilvægt að hrinda þessari ábendingu Örlygs í framkvæmd og helst í dag. Veður er gott og hepplegt að tengja þetta allt saman . Barátta við þessa sóða er víða háð- Síðan er ágætt að minnst sé á hundaskítinn sem maður á til að stíga í á leið úr eða í róður- hvimleiður þó hann sé mjúkur undir fæti.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 ágú 2008 15:13 #6 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:Sóðar
Hvimleitt vandamál. Og merkingar væru sannarlega til bóta. Þó ekki víst að það myndi stoppa alla.


Ein ábending: Ef boða á blaðaljósmyndara á staðinn, verður að drífa 1-2 báta út úr geymslu og stilla þeim upp við hlið ruslahrúgunnar og helst viðmælanda í róðrarbúningi. Þá skilur fólk hverskonar starfsemi það er að skaða. Það er ekki nóg að láta taka mynd af ruslabing. Það verður að hafa táknmynd þolandans líka. Það vekur samúð og fær fólk til að hugsa sinn gang.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 ágú 2008 01:35 #7 by ingim
Replied by ingim on topic Re:Sóðar
Sammála síðasta ræðumanni, ótrúlegt tillitsleysi af fólki að geta ekki losað sig við þetta í Sorpu. Kom aðeins inná þetta í eldri þræði:

ingim wrote:

Ég var að velta því fyrir mér hvernig stæði á því að aðstaðan okkar við Geldinganes væri ekkert merkt. Það hafa örugglega fleiri en ég lent í því að fólk á leið þarna framhjá stoppar og spyr hvaða eða hvort einhver starfsemi sé í þessari gámaþyrpingu okkar, og verður svo áhugasamt þegar það heyrir um kayakklúbbinn.

Ég hefði einmitt haldið að með því að merkja aðstöðuna og hafa jafnvel uppl. um námskeið gerði það okkur sýnilegri og auðveldaði okkur að efla klúbbinn. Og kannski losna við nokkrar kerrur af garðaúrgangi i leiðinni ... ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 ágú 2008 00:36 #8 by Reynir Tómas
Sóðar was created by Reynir Tómas
Fyrir helgina tók ég eftir því að einhver hefur sturtað niður allstóru kerruhlassi af garðaúrgangi rétt framan við aðstöðuna okkar í Geldinganesi :( og nú eftir helgina voru komnir 5-6 plastpokar frá einhverjum öðrum rudda við hliðina :angry: . Niðri í fjörunni var einhver í bílnum að leyfa hundi sínum að hlaupa í fjörunni og ég efast um að þeir sem það gera hlaupi með plastpoka eftir hundunum til að hirða skítinn undan skepnunum. Munum úrganginn sem sturtað var á planið í fyrra. Ég leyfði mér að hafa samband við 24 stundir í dag og kannski kemur eitthvað um þennan sóðaskap í það blað.
En, - við þurfum sjálf að merkja staðinn betur með merki og nafni klúbbsins á gámunum (og ganga betur um þar), og fá borgina til að setja upp skilti þar sem fólk er beðið um að henda ekki úrgangi á eiðinu, í Geldinganesi og þar í kring og láta hundana skíta þar sem við erum að sinna íþrótt okkar í fjörunni. Borgin mætti líka laga betur til þarna í kring með litlum tilkostnaði, að ég tali nú ekki um að fara að huga að varanlegri aðstöðu og skipulagi fyrir klúbbinn. Það er greinilega munur á Reykjavík og Álftanesi í þessu tilliti......<br><br>Post edited by: Reynir Tómas, at: 2008/08/12 20:38

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum