Maraþonið

09 sep 2008 13:17 #1 by Rúnar
Replied by Rúnar on topic Re:Maraþonið
Ég las vitlaust af tímaskráningu í markinu. Þar hafði brautarvörður skrifað 4:38,08 en síðan leiðrétt og skrifað 4:32,08. Síðan gleymdi ég auðvitað að draga frá 10 mínútur fyrir stoppin hjá öllum keppendum. Samkvæmt því var tíminn 4:22,08. Leiðréttur tími allra keppenda mun birtast á heimasíðunni innan skamms.

Þar að auki víxluðust millitími þinn á 2. legg og millitími Örlygs Steins. Ussummsvei. Eins gott að maður fái aðhald.

Formaður keppnisnefndar biðst velvirðingar á þessum mistökum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 sep 2008 12:46 #2 by olafure
Replied by olafure on topic Re:Maraþonið
Það eru eitthvað undarlegir tímarnir úr marathoninu, ekki að það skipti neinu máli. Á öðrum legg var Örlygur töluvert hraðari en ég, hann lagði af stað á eftir mér frá fyrsta stoppi og kláraði nokkrum mínútum á undan mér en tíminn hans var verri. Tíminn sem var lesinn upp við verðlaunaafhendingu var 4:22 sem stemmdi við GPS tækið hjá mér. Svo veit ég ekki af hverju þessi gamli póstur kemur upp með hverju einasta sem ég skrifa inn á korkinn?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 sep 2008 02:17 #3 by Hilmar E
Replied by Hilmar E on topic Re:Maraþonið
Ég tek undir með þeim Ólafi og Örlygi, bestu þakkir til þeirra sem komu að þessari keppni (Þó sérstaklega henni Dagbjörtu sem stóð sig frábærlega í veitingunum á leiðinni!). Þetta var minn fyrsti maraþonróður en vonandi ekki sá síðasti. Ég var eins og Örlygur á lánsbát þar sem ég hafði skemmt minn, og þakka ég þeim Sportbúðarmönnum kærlega fyrir lánið.

Bestu kveðjur
Hilmar

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 sep 2008 22:27 #4 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:Maraþonið
Stórfín keppni þetta. Það var áhugavert að sjá framúrkeyrslur í gangi nánast alla keppnina og niðurröðun í efstu 3 sætin voru í algerri óvissu lengi vel. Tíminn 4:22 slefar í að vera boðlegur sem 1. sætis tími en hefði verið glerfínn 2. sætis tími. Ég sá fyrir mér að Óli myndi ná mjög góðum 1. sætis tíma ef hann hefði ekki lent í töfum út af þessum leiðindaverkjum. En svona fór þetta. Menn voru að bæta tímana sína eftir sem áður. Þakka skipuleggjendum fyrir sitt starf.

-Það var hörkustuð að keppa á Inúk. Þetta er nú meiri andskotans rakettan. Þakka Gumma B. fyrir lánið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 sep 2008 01:12 #5 by olafure
Replied by olafure on topic Re:Maraþonið
Þakka öllum sem komu að keppninni í dag kærlega fyrir skemmtilegan og eftirminnilegan dag. Keppnin var eftirminnileg fyrir þær sakir að þetta var 10 keppnin, ný nöfn birtust í verðlaunasætum og tveir voru jafnir í fyrsta sæti. Frá mínum bæjardyrum séð var keppni mjög svo kaflaskipt og fjölbreytileg. Þegar lagt var af stað frá Geldinganesinu voru aðstæður hinar bestu, bæði meðvindur og meðstraumur þannig að meðalhraði fyrstu km var 11 km/klst. Gamanið kárnaði hins vegar þegar nálgaðist Kjalarnesið en þar tók við mjög krefjandi öldulag sem leiddi m.a. til þess að ég gat ekki fengið mér að drekka sem átti eftir að koma í bakið á mér síðar meir. Þegar að fyrsta stoppi var komið var sjóveiki og sinadrættir að hrjá mann eftir öldurótið. Á öðrum legg tók við ágætis lens með mótstraum og sinadrættir farnir að segja verulega til sín sem leiddi m.a. til þess ég varð að stoppa með aðstoð Örlygs til að fá mér að drekka. Mér smá tókst að jafna mig og þegar síðasti leggur tók við var ég orðinn nokkuð góður. Síðasti leggur var alveg sléttur og nánast logn en töluverður mótstraumur. Ég var kominn í þriðja sæti á eftir Ásgeir og Örlyg en leikar enduðu þannig að við Örlygur vorum jafnir í fyrsta sæti, svo kom Hilmar og loks Ásgeir í 4 sæti. Mér tóks að bæta tímann minn um 2 mín þrátt fyrir allt vesenið þannig að ég er sáttur. Kjötsúpan klikkaði ekki frekar en fyrri daginn hjá Pétri, takk fyrir mig.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 sep 2008 17:48 #6 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:Maraþonið
Hraustr maðr ertu Ólafr. Mætumsk þá mjök úr því þér viljið hrinda skipi. Ég keppi ekki á hraðfleygustu truntunni frekar en endranær en lofa að hotta á helvítið. Þetta er nú einu sinni 10 ára afmæli Maraþonsins.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 sep 2008 20:00 #7 by olafure
Replied by olafure on topic Re:Maraþonið
Sammála Örlygi að það er kominn spenna í mann. Veðurspáin lítur vel út en það er spurning hvort ræst yrði frá Geldinganesinu ef þessi veðurspá heldur sér. Ég er eins og er með 3 báta en ég vil ekki lána þessa tvo aukabáta sem ég er með af öryggisástæðum. Annar er parkettið sem er kominn með snúningssæti og hinn er Nelo Viper bátur sem er óstöðugasti bátur sem ég hef prófað og er þar að auki ólöglegur til sjókeppna. Vonast hins vegar til að sjá sem flesta á Laugardaginn brenna nokkrum kaloríum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 sep 2008 14:59 #8 by Orsi
Maraþonið was created by Orsi
Fúslega viðurkennist að maður er að spennast upp vegna maraþonsins. Þetta er að bresta á og gæti orðið hraður sprettingur ef sunnanspá gengur eftir. Hvað um það, Ísfirðingar, ef það skyldi vanta lánsbát, þá er einn Qbátur á lausu hjá mér.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum