Félagsróður 13. september

16 sep 2008 18:58 #1 by Rúnar
Í félagsróðrinum á laugardag var óvenju fámennt en að sama skapi venju fremur góðmennt, m.a. vegna þess að þetta var fyrsti róður minn í háa herrans tíð. Allhvöss A og SA-átt um nóttina vakti vonir um að það yrði a.m.k. eitthvað smávegis pus en eins og venjulega í og eftir austanáttir var aldan meinleysisleg.

Við Páll Reynisson rerum frá Geldinganesi að Lundey og þaðan var lensið tekið út fyrir Viðey og var þetta hinn dægilegasti róður. Við Geldinganes kom síðan í ljós að ég hafði gleymt hvernig ætti að skulla því um leið og ég gerði tilraun til svoleiðis æfingar rúllaði ég beinustu leið á rangan kjöl ... mætingar í laugina eru á döfinni.

Við Geldinganes rerum við fram á tvo syfjaða sjókayakræðara, þá Ásgeir Pál og Veigar, sem virtust hafa sofið rækilega yfir sig og þar af leiðandi misst af félagsróðri.

Hvernig er það með ykkur sjóhunda - er einhver áhugi fyrir brimferð í Þorló í vikunni? Fylgjumst með spánni.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum