Uppskeruhátíð

26 sep 2008 19:04 #1 by palli
Svona fyrir þá sem lesa alltaf bara korkinn en ekki fréttasíðuna er þetta endurtekið efni þaðan:

Íslandsmeistarar 2008 í kayakróðri, karla og kvenna, straum og sjó, verða krýndir á uppskeruhátíðinni laugardagskvöldið 27. sept í Kafarahúsinu Nauthólsvík.

Íslandsmeistari kvenna, sjókayak: Elín Marta Eiríksdóttir

Íslandsmeistari karla, sjókayak: Ólafur Einarsson

Íslandsmeistari kvenna, straumkayak: Tinna Sigurðardóttir

Íslandsmeistari karla, straumkayak: Stefán Karl Sævarsson

Allt kayakfólk er hvatt til að mæta á uppskeruhátíðina á laugardagskvöldinu, mæting um áttaleytið. Fyrir utan verðlaunaafhendinguna verður boðið upp á kayakvideosýningu og jafnvel eitthvað fleira fram eftir kvöldi. Um að gera að grípa með sér einhver drykkjarföng og ná upp smá uppskerustemningu ...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 sep 2008 21:16 #2 by palli
Mæting í bláa kafarahúsið svona milli 20 og 20:30, Rúnar krýnir Íslandsmeistara sjómanna og kvenna og Anna Lára sér um afhendinguna fyrir straumfólk. Planið er að halda upp á daginn með því að róa og heimsækja Tryggva í nýja aðstöðu Kayakklúbbsins Sviða á Álftanesi og mun hann taka þar á móti okkur með a.m.k. kaffi og aðstaðan verður tekin út. Planið er eins og er að leggja í hann kl. 15 úr Nauthólsvíkinni, vera hjá Tryggva kl. 17 og svo róa til baka til að mæta beint á uppskeruhátíðina. Þetta eru ca. 8km aðra leiðina stysta leið. Endilega látið þetta berast ... Því fleiri því betra - veðurspá er fín, vestangola og þurrt.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 sep 2008 17:51 #3 by Steini
Uppskeruhátíð was created by Steini
Uppskeruhátíð. Haldin í Kafarahúsinu í Nauthólsvík næstu helgi. Íslandsmeistaratitlar afhentir og allir gleðjast :)


Ætla menn ekki að mæta ??

Skora sérstaklega á Old Boys, kjörin vetvangur til að fara yfir afrek sumarsins og leggja á ráðin fyrir næsta sumar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum