Félagsróður 20. og 27. september.

29 sep 2008 14:55 #1 by GUMMIB
Sæl

Þetta var skemmtileg hugmynd að heimsækja Sviða á þennan hátt. Mér líst mjög vel á framtak þeirra Tryggva og ráðamanna á Álftanesi að búa til svona flotta aðstöðu.

En róðurinn til baka var stórfínn. Vindur hafði gengið mikið niður og sjólag tekið
að róast. Það ásamt birtunni gerði heimferðina mjög ánægjulega.

Í heildina séð bauð þessi túr uppá flest það sem góður kayakróður þarf að innihalda.

Krefjandi og fjölbreytt veður og sjólag, kaffi kleinur, rólegan endasprett sturta og át.

Guðmundur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 sep 2008 21:06 #2 by olafure
Já þetta var skemmtilegt í alla staði. Ég var með GPS tækið með mér og hraðinn var ekki mikill upp á Álftanes á móti þessum vindi og með öldurnar eins og þær voru. Mesti hraði var 8,5 en ekki er hægt að tala um meðalhraða því við vorum að bíða eftir Örlyg og Palla. Þetta með lögguna og sjúkrabílinn rataði inn í fréttablaðið þannig að einhverjum hefur brugðið við að sjá kayakmanninn á sundi og gott er að viðbrögðin eru svona fljót þegar á reynir. Ég skil ekki af hverju það var ekki hringt þegar við lentum á Álftanesinu, það voru ekki áferðarfallegar lendingar nema helst hjá Gumma B. Ég er allavega sáttur við að báturinn minn er heill eftir barninginn og þessar skemmtilegu mótttökur á Álftanesinu. Fjórir bátar réru til baka í þægilegum róðri og með kaffipásuni voru þetta alls rúmir 3 klukkutímar sem tók að fara 16 km sem segir eitthvað um aðstæður. Við tók skemmtileg lokahátíð klúbbsins og var Steini X náttúrulega tilbúinn með bíó með myndum frá lendingunni á Álftanesinu. Takk fyrir mig, sjáumst á floti.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 sep 2008 04:34 #3 by SAS
Hundasýningin gekk vel Gísli, hvuttinn náði í íslandsmeistarstig, vara-alþjóðlegt meistarastig og vann ræktunarhópinn ásamt systkinum. Hvuttinn stóð fyrir sínu í dag, annað en kallinn sem blés eins og versti fýsibelgur.

Mætti rétt fyrir 15:00 í Nautólfsvíkina. Við vorum sex (SAS, Orsi, Palli, Lárus, Guðm.Breiðdal og Óli íslmeistari) sem fórum á stað í miklum mótvindi, tókum stefnuna á Seltjarnanesið þar sem einn ætlaði að bætast við hópinn en hætti við. Væntanlega heyrum við meira af því í fjölmiðlum, því umhyggjusamir nágrannar á Ægisíðunni kölluðu á löggumanninn til hjálpar.

Rérum svo suður í Álftanesið, í krefjandi sjólagi, amk kláraði ég orkuna og þáði far með Cruser bensínhák til baka. High brace kom vel að notum, þegar vestan aldan flengdi okkur, skellti mér einu sinni flötum og Örlygur afgreiddi eina með hreinni snilld.

Tryggvi og félagar tóku einstaklega vel á móti okkur með heitu kakó, kaffi, kleinum og bakkelsi. Kayakklubburinn Sviði hefur komið sér upp flottri aðstöðu, eitthvað sem við getur tekið til fyrirmyndar á Geldinganesinu..

Fjórir réru til baka, á flottu lensi sem þeir vonandi segja frá.

Takk fyrir mig.
kveðja
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 sep 2008 20:15 #4 by Gíslihf
Fyrir viku, þann 20. sept. var veður bjart og stillt þegar árrisulir gáðu til veðurs, en spáin var SV hryðjur, eins og verið hefur algengt undanfarið. Átta réru en sá níundi, sem hefur eitt námskeið frá Sæþóri í CV-inu sínu, sá sig um hönd og sneri við skammt frá eiðinu þegar fyrsta hryðjan brast á og vottaði fyrir hagli í henni. Annars vorum við Páll, Hörður, Örlygur, Lárus og einn enn (?) vanir, en auk þess tvö óvön.
Stefnt var á Kollafjörðinn í lensi, en við sporð Þerneyjar ályktaði Örlygur að snúa skyldi við vegna nýliðanna. Páll fékk það hlutverk að toga annan þeirra til baka í hvössum mótvindi.

Í dag þann 27. sept. vorum við fjórir á ferð, Páll, Sveinn Axel, Ágúst Ingi og undirritaður. Enn var það sv-áttin sem réð sjólagi og skýjafari. Þetta var náttúrulega kostulegur hópur, Ingi búinn að vera á Grænlandi í sumar og að vísu búinn að míga í saltan sjó en ekki úr kayak og þar að auki á klúbbbát með biluðu stýri - einu fótstigi í lagi og sjó í framlestinni, Sveinn nýstiginn upp úr veikindum fremur andstuttur þegar hann var berja móti vindinum og við Palli komnir á efri ár eins og allir vita. Þrátt fyrir þetta var skotgangur á hópnum og ekki tekið neitt kaffistopp enda lá sjúklingnum mikið á í dag, ætlaði á hundasýningu með fjölskylduna og í annan róður við Álftanes. Vegna fenginnar reynslu fórum við þó gætilega fyrir vesturendann á Viðey, þar var undiraldan nokkuð þung og blindsker sem við þekkjum og aldan rífur sig upp á af og til.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum