öryggisstefnan

02 des 2008 05:14 #1 by Gíslihf
Tilefni þess að stefna um öryggi í félagsróðrum var sett á blað var róður fimmtudaginn 12 júní s.l. norður fyrir og umhverfis Viðey. Textinn er þannig til orðinn úr sjóróðrum, sem Steini Ex-formaður segir reyndar að séu miklu fremur lífshættulegir en straumurinn. Sjálfsagt þarf að setja inn önnur atriði til þess að textinn passi betur fyrir strauminn.
Það vill svo vel til að ég á um þetta örstutta dagbókarfærslu og er ekki úr vegi að rifja þennan róður upp til skemmtunar í skammdeginu.
Fjórtán ræðarar fóru á sjó en Maggi sneri tveimur, sem drógust aftur úr, við áður en þeir komust að Fjósaklettum (við Áburðarverksmiðjuna fyrrverandi). Vindur var vestan stinningskaldi og aldan brotnaði á grynningum og blindskerjum. Maggi kom nokkuð geyst á eftir okkur og náði okkur neðan við gamla útgerðarplássið á austurenda Viðeyjar og lét okkur heyra það umbúðalaust að svona ætti ekki að hegða sér í félagsróðri, að stinga þá óvönu af, sem einmitt þyrfti að fylgjast með og aðstoða. Ljóst var að þarna talað kennari í kayaklistinni og BCU-maður þannig að við hinir gátum ekki annað en gert góðan róm að þessari ræðu. Örlygur gat samt ekki á sér setið að segja að það væri fínt að nú gætum látið bátinn bruna þegar þeir óvönu væru komnir í land.
Jónas sem kemur síðar við sögu, stundi því þá upp að hann væri nú óvanur, enda fór það svo að hann seig aftur úr hópnum þegar við vorum komnir norður fyrir Vestureyjuna. Örlygur renndi fram hjá mér og spurði hvað ég væri að gera með hjálminn á dekkinu fyrir aftan mig, og á hausinn fór hjálmurinn, síðan krækti hann toglínu sinni í stefni Jónasar og hóf drátt en við Ásgeir Páll héldum okkur rétt aftan við Jónas til öryggis ef hann skyldi velta og fannst í góðu lagi að eiga von á að spreyta okkur á björgunaræfingu. Þeir félagarnir í bandinu fóru líklega fullnærri landi þegar snúið var með vesturenda Viðeyjar. Þar brotnaði aldan stundum langt fyrir utan okkur og nær landi var allt sjóðandi á kafla. Þegar farið er þar á fjöru má sjá að þarna undir var stórgrýtt urð enda sá þar af og til í grjót neðst í öldunni. Eins og við mátti búast valt sá „óvani“ í hliðaröldunni og við hófum björgun.
Ef ég reyndi að rekja nákvæmlega hvað svo gerðist yrði þetta allt of langt, en það gerðist hratt og seig á ógæfuhliðina, eitt tók við af öðru, lausar og flæktar toglínur, tveir í sjónum, ég var að styðja Jónas við að setja svuntuna á þegar brot vippaði mér á hvolf, árin fannst ekki þegar ég þurfti að taka veltuna og ég lenti á sundi, bátinn fyllti aftur um leið og hann var tæmdur og við áttum fáa metra eftir inn í miðjan suðupottinn og upp í grýtta fjöru. Þetta hafðist samt, við vorum rólegir í atinu, en sérstaklega virtist mér Ásgeir Páll vera pollrólegur. Á sama tíma voru veltur, félagabjörgun og dráttur hjá Magga og þeim sem voru á undan okkur.
Fljótlega eftir þennan róður fékk ég skipbrotsmennina í kaffi til mín og við héldum „sjópróf“ og fljótlega beindist umræðan að öryggisreglum. Örlygur gekk frá textanum og verið getur að stjórnin hafi breytt einhverju áður en hún samþykkti skjalið – og vafalaust á enn eftir að bæta og breyta. Við fórum sem sé að finna upp hjólið á ný, en BCU kerfið og hugsanlega fleiri skólar í fræðunum eru að sjálfsögðu búin að taka inn mest allt sem getur komið fyrir.
Kveðja, GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 des 2008 01:05 #2 by Steini
Replied by Steini on topic Re:öryggisstefnan
Mig minnir að þetta nýliðaprógram tengist laugardagsróðrunum (sjór), svo vill ég nú ekki viðurkenna að ég sé ekki lengur í straumvatnsdeildinni, reyndar vantar þarn freiri tengiliði í straumvatnið, endilega ef menn telja sig hfa getu og vilja þá bjóða sig fram.B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 des 2008 17:51 #3 by jsa
Replied by jsa on topic Re:öryggisstefnan
Ég var að kíkja á þetta og vil leggja fram smá komment.

Í textanum er minnst á nýliða prógram klúbbsins, hvar finnur maður upplýsingar um það?

Undir flibbanum Klúbburinn er undirflokkur sem heitir Til nýliða, má ekki sameina þetta eitthvað Öryggisstefnunni, og jafnvel bæta inn upplýsingum um nýliðaprógrammið í þann undirflokk.

Í undirflokknum Til nýliða eru listaðir tengiliðir nýliða. Ég rek augun í að straumdeildinn á engan tengilið. Úr því þarf að bæta, hér verða reyndir straumræðarar að gefa kost á sér.

Annars er þetta ágætis innlegg í öryggismál klúbbsins. Það fer samt að koma að því að einhver leggist yfir heimasíðuna og búi til \"heildar björgunar pakka\" Kayakklúbbsins. (Heildar björgunar pakki virðist vera jólapakkinn í ár á Íslandi :)) Á heimasíðunni er að finna ýmislegt tengt nýliðum og öryggi. Fyrir utan það sem neft er hér að ofan er svo búnaðarlistinn og öryggisbæklingurinn.
jsa

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 nóv 2008 18:17 #4 by maggi
Replied by maggi on topic Re:öryggisstefnan
sammála Gummi en þetta hefur gleymst að setja á blaðið en þessi regla er samt í fullu gildi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 nóv 2008 18:05 #5 by Gummi
Replied by Gummi on topic Re:öryggisstefnan
Ég er ánægður með öryggisstefnuna að öllu leyti nema einu.
Það er að mér finst vanta inn í hana að allir séu skyldugir til að klæðast björgunarvesti í róðrum á vegum klúbbsins.
Ég segi þetta vegna þess að ég fór eitt sinn í félagsróður þar sem róið var í kringum Viðey, þar birtist einn nýliði í fínum þurrgalla en engu björgunarvesti. Ástæðan fyrir að kappin var ekki í vesti var að honum fanst óþægilegt að klæðast því og þar sem engar reglur voru um þetta og við búum í frjálsu landi þá réri hann bara hringinn vestislaus. Einnig eru til myndir af forn-frægum einstaklingum róandi um á sjókayjökum með björgunarvestin á böglageranum (í dekkteygjunum).
Þegar ég var að draga nýliða með mér í straumvatnið hér fyrr á öldini þá var mönnum meinað að koma með ef þeir væru ekki í vesti.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 nóv 2008 05:10 #6 by Ingi
öryggisstefnan was created by Ingi
Ég vil benda þeim áhugasömu nýliðum sem kunna að vera að spá í að koma í félagsróður að fara yfir öryggisstefnu sem komin er neðst á flipan undir Klúbburinn.
kveðja,
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum