Strendur Íslands.

19 jan 2009 20:22 #1 by Garðar WC
Er ekki tilvalið að senda alla þingmennina þessa leið og vona að þeir verði sem allra lengst. B)

kv Garðar HM

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 jan 2009 18:00 #2 by Gíslihf
Skemmtileg staðreynd er að ein dagleið skv. þeirri áætlun sem ég setti fram hér áður er einmitt ein þingmannaleið skv. gömlum mælieiningum.

Sjá um þetta slóðina:
www.visindavefur.is/svar.asp?id=2940

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 jan 2009 04:10 #3 by Sævar H.
Einn frægasti ferðasöguhöfundur heims, Jule Verne , skrifaði magnaðar ferðasögur, sem áttu sér stað um allan heiminn . Hann fór m.a niður um Snæfellsjökul og kom einhvers staðar allt annarstaðar á jarðkringlunni upp. Hann var snjall í þessu hann,Júlli. Þessar ferðasögur hafa verið kvikmyndaðar - leiknar á leiksviðum í frægustu leikhúsum heims. Og ennþá eru þær fádæma vinsælar. Júlli fór samt aldrei að heiman. Hann skrifaði allar þessar sögur heima í stofu hjá spúsu sinni. Það má ferðast með ýmsum hætti og lenda í miklum svaðilförum en vera samt aldrei í lífsháska. Ég er klár á því að hægt er að skrifa frábærlega spennandi ferðasögu \&quot; Á kayak umhverfis Ísland á 63 viðkomustöðum\&quot; og verða frægur... Gísli- handan við hornið bíður...<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/01/18 20:30

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 jan 2009 02:51 #4 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re:Strendur Íslands x 63.
Ef ég man rétt var það Jónas Hallgrímsson sem kvað:
Ég er kominn upp á það
allra þakka verðast,
að sitja kyrr á sama stað
og samt að ver‘að ferðast.

Þetta hef ég gert undanfarið við skjáinn og flett á milli Íslandskorta Landmælinga, GPS-Garmin og Goggle Earth. Þetta er feykilega skemmtilegt og oft vantar mann nákvæmari kort og myndir. Þetta dugar mér hugsanlega ef gögnin verða betri og það verður óþarfi að láta sig dreyma um að róa umhverfis landið en nægir að gera það að hætti Jónasar!

Ég læt samt fylgja eftirfarandi lista um gististaði við ströndina, sem gaman er að setja inn á GPS kortið á tölvuskjánum: 1 Akranes, 2 Straumfjörður, 3 Hítarneskot, 4 Traðir, 5 Hellnar, 6 Hellissandur, 7 Grundarfjörður, 8 Stykkishólmur, 9 Flatey, 10 Siglunes, 11 Keflavík, 12 Hænuvík, 13 Selárdalur, 14 Þingeyri, 15 Flateyri, 16 Bolungavík, 17 Súðavík,18 Grunnvík, 19 Miðvíkurós, 20 Kjaransvík, 21 Bolungavík, 22 Eyvindarfjörður, 23 Kaldbaksvík, 24 Broddadalur, 25 Hindisvík, 26 Skagaströnd, 27 Kaldranavík, 28 Grettislaug, 29 Fljótavík, 30 Ólafsfjörður, 31 Keflavík, 32 Flateyjardalur, 33 Húsavík, 34 Lón, 35 Kópasker, 36 Sigurðarstaðavík, 37 Raufarhöfn, 38 Þórshöfn, 39 Skoruvík, 40 Finnafjörður, 41 Ljósalandsvík, 42 Bjarnarey, 43 Borgarfjörður, 44 Dalatangi, 45 Sandvík, 46 Kambanes, 47 Djúpivogur, 48 Hvalnes, 49 Höfn, 50 Hrollaugseyjar, 51 Ingólfshöfði, 52 Skaftafellsfjara, 53 Eldvatnsós, 54 Alviðruhamraviti, 55 Vík, 56 Eyjafjallasandur, 57 Vestmannaeyjar, 58 Rangársandur, 59 Þorlákshöfn, 60 Grindavík, 61 Hvalsnes, 62 Keilisnes, 63 Veltuvík.

Hér eru fjórar myndir af gististað nr. 19, sem ég tók þegar ég var að rölta frá Hesteyri og um Aðalvík: picasaweb.google.com/gislihf/MiVKurS?authkey=pY537JpjswI#

Þessir staðir eru 63 (eins og fjöldi þingmanna), staðir með opinberu tjaldstæði eða gistinu eru notaðir þar sem það getur hentað og róðrarleiðir eru hugsaðar þannig að aldrei sé farið mjög langt frá ströndu. Gallinn við opinber tjaldstæði er samt að þau eru oft góðan spotta frá fjörunni og erfitt að labba langt með um 80 kg! Dagleiðir eru mislangar eftir aðstæðum en öllu þessu má auðveldlega hnika til eftir veðri og þreki eða bara eftir smekk og áhuga og þetta er bara tiltekin uppsetning á „dagleiðum“ þannig að einn hópur gæti t.d. farið eina dagleið á tveim dögum ef veður er slæmt eða 5 dagleiðir á 3 dögum ef menn eru í góðu formi og veður gott.

Með þessari uppsetningu verður vegalengdin 2362 km alls, hver dagleið liðlega 37,5 km eða 20 sjómílur að meðaltali, lengsta dagleið 56 km en sú stysta 21 km.

Ef einhver vill fá Garmin-staðaskrána hjá mér til að skoða og færa gististaði má senda mér mail á gislihf@hive.is og ég sendi hana til baka.

Kveðja, GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 jan 2009 06:12 #5 by Gíslihf
Strendur Íslands. was created by Gíslihf
Þegar ég skrifa titilinn „Strendur Íslands“ sé ég í huga mér kayakinn renna milli skerja eða stíga dansinn á öldunni ofan við þang og hrognkelsi og innan um fuglinn sem er önnum kafinn, nýkominn norður í birtu vorsins. Hér hafa orðið skipsskaðar, hér hafa forfeður okkar dregið björg í bú og hér á ég heima jafnvel þótt peningafíklarnir hafi reynt að selja eða veðsetja þetta allt frá okkur og ömmu sína með.

Við skulum vera þakklát fyrir forréttindi okkar kayakræðara við strendur Íslands en allir eiga skv. íslenskum lögum frjálst aðgengi að sjó, ám og vötnum. Þeir sem nú eru að hefja ferð sína umhverfis Falklandseyjar þurfa að hringja í 70-80 landeigendur í eyjunum til þess að mega koma í land – landið er í einkaeigu!
Sjáið svo einnig fréttaklausu frá Kanada í hausteintaki WaveLength Magazine bls. 9 en eintakið má hala niður á slóðinni www.wavelengthmagazine.com/index.html
Þeir segjast vera svo heppnir að ríkið á meiri hluta jarðeigna við strandlengjuna, en við aðra eigendur þarf að semja sérstaklega. British Columbia er fylkið, sem liggur með allri Kyrrahafsströnd Kanda. Í greininni segir:
„Imagine a network of landing and camping havens along the coastline of British Columbia within paddling distance of each other. That's the goal of the new B.C. Marine Trails Network Task Force, a group with its eyes on 12,500 nautical miles of shore and the lofty dream of creating the world's longest water trail.
Síðar segir:
Each club has taken on responsibility for a section of coastline, with tasks involving identifying primary routes, some secondary routes and developing a campsite inventory.

Já ég tek undir þetta, „Imagine“ og við getum bætt við, straumum, sandfjörum o.fl.! Það er einmitt eitthvað svona sem við gætum einnig gert. Pistlar á Korkinum mega varla vera lengri því læt ég hér staðar numið.

Kveðja, GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum