vinir í Grænlandi

13 sep 2009 01:16 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Vinir í Grænlandi
Takk fyrir þessa líflegu frásögn.

Eftir að hafa skoðað nokkrar myndir frá Örlygi á Fésbókinni óttaðist ég satt að segja að íslenska liðið hlyti að vera illa laskað eftir leikina - enda eftir því sem ég best vissi lítt þjálfaðir í þessari íþrótt og nær óvopnaðir en Grænlendingarnir þungvopnaðir og stórir og sterkir. Jafnframt kveið ég því að okkar geta yrði skoðuð sem móðgun af hálfu Grænlendinga.

Félagar okkar eru margreyndir í að lifa af og láta sér fátt fyrir brjósti brenna - en þegar ég sá að gestaliðið var með leikmann sem vel gæti verið fyrirsæta þá taldi ég að þar hefði fundist veikur blettur á liði okkar sem hefði ekki átt sér minnstu von. Í þessu ljósi er árangur Kayakklúbbsins ótrúlegur!

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 sep 2009 01:22 #2 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:vinir í Grænlandi
Ekki var Gísla sögu Friðgeirssonar fyrr lokið með eftirminnilegum lokaorðum garpsins á uppskeruhátíð klúbbsins en Grænlendingasaga hófst á kraftmiklum prólógus. Eftir að hafa farið hvítavatnsróður með Carlos í broddi fylkingar fyrr um daginn, hermir Íslendingabók hin síðari að síðan hafi fyrsti landsleikur þjóðanna í kayakpólói hafist. Flautað var til leiks klukkan 1700 í laugardalslaug. Þeir mættu þungvopnaðir með brynjur og grímur og hjálma en Íslendingarnir bara í sundskýlunum sínum og með bjartsýnina að vopni. Hún hún dugði furðuvel, því þessi óskapnaður sem átti að heita íslensk pólólið, varð hinu vel þjálfaða liði Grænlendinga nokkuð stirður biti í hálsi. Leiknir voru þrír leikir og sá fyrsti endaði með 7-1 sigri Grænlendinga. Hinsvegar endaði sá næsti með sætum sigri Íslands 4-3 og brutust út gífurleg fagnaðarlæti á áhorfendabekkjunum. Lokaleikurinn endaði síðan með sanngjörnum sigri Grænlands 4-2. Þeir þökkuðu síðan fyrir sig og gáfu Íslendingunum vinargjöf og buðu síðan íslenska liðinu út að borða á Hereford steikhús. Þetta var því hin skemmtilegasta heimsókn og til mikils sóma fyrir báðar þjóðir.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 sep 2009 01:18 #3 by klami
Replied by klami on topic Re:vinir í Grænlandi
Getur einhver sagt mér hvenær Rodeoið á að byrja í Tungufljótinu.
Hvenær vilja menn fara úr bænum?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 sep 2009 06:24 #4 by palli
Replied by palli on topic Re:vinir í Grænlandi
Heyrði í þeim og þau eru núna að hugsa um að halda sig við upphaflega áætlun og fara öll saman í raft niður Hvítá. Voru víst búin að plana það nokkru áður.

Þau hafa samt mikinn áhuga á að heilsa upp á okkur á laugardagskvöldinu í Kafarahúsinu á lokahátíðinni og kneifa nokkra til að hita upp fyrir landsleikinn á sunnudeginum ...
:laugh:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 sep 2009 02:50 #5 by Halli.
Replied by Halli. on topic Re:vinir í Grænlandi
Við straumendur ætlum að sjá hvort grænlendingarnir séu ekki til í að taka þátt í haustródeóinu í tungufljótinu á laugardaginn og ég mæti svo að sjálfsögðu í kayakpóló á sunnudaginn!;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 sep 2009 04:27 #6 by Hordurk
Replied by Hordurk on topic Re:vinir í Grænlandi
Ég verð í lauginni og er til í póló

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 sep 2009 18:55 #7 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:vinir í Grænlandi
Ég mæti:silly: (ef maður verður ekki búinn að klára sig alveg á maraþoninu á laugardaginn). :blink:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 sep 2009 18:33 #8 by palli
Replied by palli on topic Re:vinir í Grænlandi
Nú er að líða að þessu. Maggi er búinn að redda lauginni frá 16-19 á sunnudaginn þannig að það ætti ekkert að vera til fyrirstöðu. Kayakarnir sem skátarnir eiga eru á staðnum þannig að það er nóg af bátum til staðar.
Nú er bara spurning hvaða kempur bjóða sig fram í liðið. Ég er búinn að heyra í Halla Njáls og hann er klár ásamt Örsa, Stefáni Karli og Maggi kokkur er búinn að gefa séns á sér líka. Ég heyrði líka í Garðari junior og hann ætlaði að tékka á sínum mönnum ...
Því fleiri því betra og svo er bara að skipta inná (ekki það reyndar að ég kunni reglurnar í kayakpolo)B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 ágú 2009 04:57 #9 by klami
Replied by klami on topic Re:vinir í Grænlandi
Það er rodeo á dagskrá á laugadaginn. Ég er búinn að taka frá helgina í róður.

Kv. Ragnar Karl

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 ágú 2009 03:17 #10 by Magnum kokk
Replied by Magnum kokk on topic Re:vinir í Grænlandi
Ég myndi glaður mæta ef að ég þyfti ekki að vinna þessa helgi, á samt að eiga frí á sunnudeginum ef á þarf að halda...

Maggi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 ágú 2009 02:09 #11 by Gummi
Replied by Gummi on topic Re:vinir í Grænlandi
Mér finst nú vera nett léleg frammistaða hjá straumvatnshópnum, ég virðist vera sá eini sem ætlar að mæta í Hvítá eða hvað ?

Koma svo

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 ágú 2009 00:59 #12 by Gummi
Replied by Gummi on topic Re:vinir í Grænlandi
Ég er tilbúin að aðstoða við straumróðurinn en það væri gaman að fá að vita hvort þeir hafa yfir höfuð einhverja reynslu af straumróðri eða róðri í strórum öldum.
Annars ef þeir eru með veltuna alveg á hreinu er ekki málið að skella sér í Hvítá allra landsmanna með þá.

Ég ætla rétt að vona að allir hinir straumkarlarnir og kerlurnar láti sig ekki vanta.

Rokk og ról B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 ágú 2009 18:42 #13 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:vinir í Grænlandi
Grænlenska pólóliðið er á síðustu metrunum í undirbúningi og eru á leiðinni til landsins. Og vilja spila við okkur í lauginni sunnudaginn 6. sept.. eins og fram hefur komið.

Ég hef verið í sambandi við þá og hef þá ósk að þetta takist með sóma - hvað sem líður frammistöðu Íslenska liðsins í þessu blessaða pólói. Hvað um það, hér með lýsi ég eftir klúbbfélögum til að koma í laugina og taka sæti í liðinu. Það væri gaman að geta gert þetta að sómasamlegum eftirmiðdegi fyrir báðar þjóðir. Þetta er auðvitað allt á frændsamlegu nótunum. Þeir koma með flestan búnað mínus báta. Og hafa síðan áhuga á að fara út í snæðing og kollu með Íslendingunum eftir leikinn.



Endilega látið vita af ykkur hér, straumfólk og sjóliðar. Þetta er að bresta á.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 feb 2009 04:39 #14 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:vinir í Grænlandi
Frábært.
Mjög gott að styrkja samband við þessa nágranna sem ég hef mikið álit á og vonandi verður hægt að byggja á þessum tengslum til framtíðar. Það eru t.d. haldnar alþjóðlegar keppnir á Grænlandi sem Íslendingar hafa ekki gefið mikinn gaum. Kannski verður breyting á því eftir þessa heimsókn?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 feb 2009 20:21 #15 by Orsi
vinir í Grænlandi was created by Orsi
Sæl öll. Hingar eru á leið um 15 manna hópur frá Grænlandi sem hefur hug á að spila póló við klúbbinn í lauginni. Þeir stíla inn á helgina 4.7. sept. Þeir eru greinilega í vönduðum undirbúningi, afla styrkja, og spyrjast fyrir um eitt og annað.

Hann Peter, sem er í forsvari fyrir hópinn, tjáir mér nú að hópurinn hafi hug á að komast í straumvatn. Þeir leigja sér minibusa en vantar væntanlega báta og að fylgd íslenskra félaga. Í hópnum eru allnokkrir nýliðar. Ef það er áhugi og tími meðal reyndra straumræðara að taka þetta upp á arma sína, þá um að gera.

Hvað varðar pólóið, þá er ljóst að þar er hörkuskemmtun í uppsiglingu. Þeir eru víst helvíti góðir og vonandi verður þetta vináttulandsleikur.. íslenskir klúbbfélagar eru hvattir til að hafa þetta bak við eyrað í sumar og búa til pólólið þegar þar að kemur. Mig langar að vera með. Ekki í marki samt.

Það væri virkilega gaman að geta tekið vel á móti þessum nýju kajakvinum frá sjálfu Grænlandinu. Þeir eru með Facebook grúppu Kajakpolo Greenland og vilja endilega fá íslenska félaga til að bætast í hópinn.
Þarna er útrétt hönd sem engin spurning er að taka hlýlega í.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum