Félagsróður 14. mars

28 mar 2009 23:06 #1 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Félagsróður 28. mars
www.facebook.com/photo.php?pid=30280516&...470833382&ref=mf

Komið við í Maggavík til að fá sér kaffi. Spænurok við pólverjanes,þar sem grjótgarðurinn er. Þar urðum við að læðast undir girnið úr veiðistöngunum.

Hressandi róður :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 mar 2009 22:26 #2 by SAS
Replied by SAS on topic Félagsróður 28. mars
8 naglar mættu í vetrarveðrið í Geldinganesi, -4 gráður og mikil vindkæling, mælar veðurstofunnar sýna vindstrengi allt að 25m/s, meðalvind 14-16 m/s. Þeir sem mættu voru Gísli, Maggi, Palli, Ingi, Gunnar Ingi, Lárus, Guðm.Breiðdal og undirritaður. Rérum í austur á móti vindi frá gámunum inn Leirvoginn, þaðan fengum við meiriháttar surf að vesturenda Geldinganes. Að lokum tók svo aftur við puð á móti vindi að gámunum. Það er mikil orka sem fer í að róa í svona roki.

Myndir á facebook og á picasaweb.google.com/sjokayak/20090328FelagsroUr#

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 mar 2009 02:42 #3 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Félagsróður 21. mars
og trakkið (bleika línan)


picasaweb.google.com/lh/photo/xtEEOKwunU...FMNA?feat=directlink

Post edited by: Ingi, at: 2009/03/21 19:48<br><br>Post edited by: Ingi, at: 2009/03/21 19:49

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 mar 2009 00:40 #4 by SAS
Replied by SAS on topic Re:Félagsróður 21. mars
.. og fleiri myndir á slóðinni
picasaweb.google.com/sjokayak/20090321FelagsroUr#

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 mar 2009 00:32 #5 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Félagsróður 21. mars
Það voru 15 manns á sjó í góðu veðri. Haglél setti óvenjulegan svip á sjóinn. Í víkinni sunnan við eiðið á Viðey voru selir sem oftar og skemmtilegar litljar öldur sem risu upp á grynningum. Það fór Hörður þversum með einni bylgjunn og lenti ofan á bát Ragnars (ef ég man rétt) - skemmtileg benda. Málið er það að sá sem snýr beint móti öldunni haggast lítið en sá sem berst með bylgju og er kominn þvert í öldufaldinn getur lítið gert annað en að halla sér í ölduna.
Sjá hér nokkarar myndir:
picasaweb.google.com/gislihf/FelagsroUr2...1sRgCLL03-aom6X34AE#

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 mar 2009 00:20 #6 by Larus
Replied by Larus on topic Re:Félagsróður 14. mars
fínasti róður hjá okkur Svenna i morgun, veltuæfingarnar enduðu með félagabjörgun ég klúðraði veltu á móti öldunni, re-entry klikkaði í tvígang og til að kóróna bullið þá opnaðist rennilásinn á gallanum þannig að ég var allur haugblautur. Þá var ansi fínt að hafa Svenna klárann til að hirða mig upp takk fyrir mig. lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 mar 2009 23:51 #7 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re:Félagsróður 14. mars
Ég hitti þá ágætu félaga í morgun þegar þeir voru að fara á sjó í vindasömu en þó batnandi veðri eftir slæma nótt. Það er gott að hægt sé að reikna með félagsróðrum þótt veður sé ekki með besta móti. Enginn er skuldbundinn að mæta og misjafnlega stendur á hjá hverjum og einum.
Ég velti því hins vegar stundum fyrir mér hvort fleiri kæmu í róður ef minnt væri á félagsróðra sérstaklega af og til. Það má gera á Korkinum fyrirfram og einnig með fjöldapósti frá formanni, sem mundi duga til að ýta nokkrum lítt virkum ræðurum á flot og efla þar með klúbbinn og sportið.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 mar 2009 21:38 #8 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Félagsróður 14. mars
Svalir.;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 mar 2009 20:30 #9 by SAS
Félagsróður 14. mars was created by SAS
Við Lárus mættum einir í morgun í róður. Rérum á móti 14 m/s að Fjósaklettum, undan öldu og roki að vestur enda Geldinganes og svo hringinn. Tókum nokkrar veltur í skjóli sem og í öldunni.

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum