Kokatat Þurgallar

24 mar 2009 00:12 #1 by maggi
Replied by maggi on topic Re:Kokatat Þurgallar
Það er síðasti séns að panta galla , tekið við pöntunum til hádegis á miðvikudag 25 mars.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 mar 2009 02:12 #2 by maggi
Replied by maggi on topic Re:Kokatat Þurgallar
það þarf að ganga frá pöntunum fyrir miðvikudaginn 24 mars þá fer pöntunin út.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 mar 2009 05:17 #3 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re:Kokatat Þurgallar
Þetta er gott framtak - ég fór í morgun og greiddi staðfestingargjald. Það getur enginn verið með slíka vöru liggjandi í verslun eða á lager og verðið er hagstætt miðað við að hér er um að ræða bestu kayak-ferðagallana.

Takk fyrir þetta Maggi og Sporbúðin.

GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 mar 2009 20:03 #4 by maggi
Replied by maggi on topic Re:Kokatat Þurgallar
upp

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 mar 2009 06:20 #5 by maggi
Kokatat Þurgallar was created by maggi
Sportbúðinn ætlar að sérpanta Expedition Gore-tex galla fyrir okkur.

Við erum sem sagt að vinna að pöntun frá Kokatat sem væntanleg er fljótlega. Vegna þróunar gengismála höfum við ákveðið að liggja ekki með Kokatat Expedition Gore-tex gallann á lager a.m.k. á meðan krónan er eins veik gagnvart USD og nú.

Við höfum því ákveðið að bjóða félögum í Kayakklúbbnum upp á þá þjónustu að sérpanta Expedition Gore-tex galla fyrir þá með næstu sendingu. Reikna má með að fullt búðarverð á þessum galla liggi nálægt 200.000 krónum en gallinn kostaði tæp 120.000 síðasta sumar þegar USD var „ódýr“.

Sérpöntunarverð á Kokatat Expedition gallanum verður 140.000 krónur fyrir félaga í Kayakklúbbnum en 150.000 krónur fyrir aðra.

Sérpöntunarverð tekur mið af skráningu USD 115 og tekur breytingum upp eða niður með gengissveiflum.

Staðfestingargjald þarf að greiðast við pöntun kr. 20.000 og greiðist í Sportbúðinni. Pantanir eru bindandi.

Sveinbjörn og Thomas í Sportbúðinni taka við pöntunum.<br><br>Post edited by: maggi, at: 2009/03/17 23:22

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum