Suður með sjó 6. júní

09 maí 2009 20:43 #16 by Andri
Vatnsleysuströndin er mjög skemmtileg róðrarleið í nágrenni Reykjavíkur. Þar er mikið dýralíf og skeljasandsstrendur sem gaman er að skoða. Því ætlum við að róa frá Kúagerði að Vogum á Vatnsleysuströnd um það bil 15 km leið. Ef veðrið verður sæmilegt ætti þetta að verða auðveldur róður sem bæði byrjendur og lengra komnir gætu haft gaman að. Hægt er að beygja útaf Reykjanesbrautinni við minnisvarðan í Kúagerði og við ætlum að hittast þar laugardaginn 6. júní kl. 9:30. Ég reikna með að róðurinn taki 4-5 klst. Í þessari ferð sem og öðrum ferðum á vegum klúbbsins verður farið eftir öryggisstefnu Kayakklúbbsins. Mikilvægt er að allir sem hafa hug á að koma með kynni sér öryggisstefnuna en hana má sjá hér: www.kayakklubburinn.com/isl/index.php?op...d=179&Itemid=102 .
Áhugasamir geta skráð sig hér á korkinum eða haft samband við mig.

Kv,
Andri Þór Arinbjörnsson
699 5449
andrita05@ru.is

Post edited by: Andri, at: 2009/05/31 14:38

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum