Róður umhverfis landið í sumar

25 maí 2009 05:55 #1 by Gíslihf
Takk fyrir þetta Ari, það verður tilhlökkunarefni að róa með ykkur. Ég var að koma vestan úr Reykjaneshittingi og það voru góðir æfingadagar - en verð hins vegar fjarri hátíð ykkar á Agli Rauða um helgina.
Bestu óskir um vel heppnaðan Egil Rauða.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 maí 2009 17:05 #2 by Ari Ben
Frábært framtak Gísli, fylgjumst með þér og örugglega einhverjir hér að austan sem myndu róa með þér hluta leiðarinnar. Örugglega kemst maður eitthvað frá í það.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 maí 2009 04:22 #3 by Gíslihf
Takk félagar, Sævar, Palli, Ólafur og Andri.

Það verður frábært að fá þig með í byrjun Palli , það leit út fyrir að ég legði einn af stað og það virkar ekki vel á mína kæru eiginkonu. Fyrsta dagleiðin verður upp á Skaga, eða e.t.v. eitthvað lengra, eftir veðri.

Ef Páll R. verður með í för yfir Borgarfjörðinn þá held ég að það takist nú í þriðju tilraun, þótt eitthvað pusi yfir dekkið! Annars er það þannig í svo langri ferð, að ef ekki gefur á sjó, þá er bara beðið betra veðurs.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 maí 2009 01:37 #4 by Andri
Þetta verður spennandi, ég stefni á að róa með þér einhvern spöl þegar þú ferð að nálgast Reykjanesið. Svo tek ég kannski einhverja smáspretti inn á milli en það skýrist á næstunni hversu mikinn tíma ég hef í sumar. Ég dauðöfunda þig af þessu og það verður gaman að fylgjast með.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 maí 2009 00:52 #5 by olafure
Sannarlega krefjandi verkefni hjá þér Gísli en jafnframt öfundsvert, eitthvað sem marga ræðara dreymir um að gera einhverntíman á ævinni. Hlakka til að fylgjast með þér.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 maí 2009 23:43 #6 by palli
Þetta líst mér vel á ! Fínt að fá mann af þínu kaliberi til að reyna við þetta krefjandi verkefni fyrstu Íslendinga (að því er ég best veit). Stefni á að koma og fá að róa með þér áleiðis fyrstu dagleiðina að minnsta kosti og svo vonandi aftur seinna á hringleiðinni. Verður spennandi að fylgjast með þér ...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 maí 2009 22:04 #7 by Sævar H.
Þetta er heillandi verkefni hjá þér Gísli H.F og krefjandi mjög. Óska þér góðrar ferðar. Það verður gaman að fylgjast með þessu hjá þér.

ps. Voruð þið félagarnir búnir að sigra þverun Borgarfjarðar, syðri ? Þær geta verið snúnar þessar stuttu leiðir.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 maí 2009 20:22 #8 by Gíslihf
Góðir félagar í sjókayak-sportinu!

Ég ætla að gera tilraun til að róa umhverfis landið í sumar og hefja róðurinn frá Geldinganesi (Rvk.) mánud. 1. júní n.k. kl. 9 að morgni.

Þetta verður hvorki tilraun til \"sóló\" róðurs né keppni við dagatalið. Ég vonast til að fá félaga úr hópi vanra kayakræðara með mér, sérstaklega á erfiðum leiðum og auglýsi hér með eftir þeim sem vilja skoða málið. Þeir sem ekki ná í mig geta haft samráð við Magga Sigurjóns (897 3386). Það er mikil stemning fyrir því að ferðast um eigið land í sumar!

Kona mín Lilja (6960536/5876259) mun fylgjast með hvar ég verð hverju sinni og Maggi Sigurjóns (897 3386) einnig, en hann ásamt mínum góðu félögum í Kayakklúbbnum verða mér til halds og trausts til að fylgjast með veðri og meta aðstæður m.t.t. strauma, sjávarfalla og annars.

Páll Reynisson stefnir að því að róa með mér fyrir Snæfellsnes í fyrstu viku í júní og Maggi Sigurjóns er að skoða það að fara með mér yfir Breiðafjörðinn, en þá er hugmyndin að fara úr Flatey að morgni síðari dagsins og að hann nái Baldri til baka í Stykkishólm að kvöldi.

Halldór Sveinbjörnsson á Ísafirði hefur boðist til að vera sérlegur ráðgjafi fyrir Vestfirði, en mig vantar enn einhverja til að róða með mér frá Rauðasandi fyrir Látrabjarg a.m.k. og yfir Djúpið frá Bolungavík og inn í Aðalvíkina.
Helst vildi ég geta farið þvert yfir Húnflóann frá t.d. Gjögri, en það eru um 40 km - spurning er hvort það er unnt í góðu veðri með traustum félaga - eða e.t.v. með fylgd trillu.
Ef það stefnir í að ég komist svo langt þá mun ég að sjálfsögðu leita til Austfirðinganna og svo þegar kemur að Suðurströndinni, þá er spurning hvort færir félagar í brimlendingum vildu skoða hluta þeirrar leiðar með mér.

Ekki er víst að mér takist að ná þessu markmiði, en ég mun gera mitt besta - og aðrir eiga eftir að bæta um betur síðar. Mér er ljóst að ég get spillt fyrir orðspori íslenskra kayakræðara ef ég tek rangar ákvarðanir og að litið verður á mig sem fulltrúa þeirra sem kenndu mér á kayak og sem ég hef verið að æfa með. Ég leita því eftir stuðningi ykkar í þessu heillandi og krefjandi verkefni.

Kær kveðja,
Gísli H. Friðgeirsson.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum