Tungufljót

26 maí 2009 15:02 #1 by Jói Kojak
Replied by Jói Kojak on topic Re:Tungufljót
Já endilega ad hafa flot í bátunum. Ef flotpokar eru uppseldir á klakanum thá er hægt ad nota bílslöngur.

Hvorki pokarnir eda slöngurnar kosta mikid en geta sparad ótrúlega mikla vinnu (og tíma) vid ad drösla mannlausum bátum á land B)

Svo er líka snidugt ad hafa flot framan í bátnum, fyrir framan fótpanelinn. Allavega á stærri bátunum. Munar um allt.<br><br>Post edited by: Jói Kojak, at: 2009/05/26 08:03

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 maí 2009 19:40 #2 by Halli.
Replied by Halli. on topic Re:Tungufljót
Flottur Gummi! Má kannski bæta við búnaðinn í bátinn einhverjum flotpokum afturí til þess að auka líkurnar á því að ræðarinn og báturinn verði samferða heim!:silly:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 maí 2009 01:22 #3 by Jói Kojak
Replied by Jói Kojak on topic Re:Tungufljót
Helvíti er ég ánægður með þig, Gummi. Ef ég væri ekki í Flatlandi þá kæmi ég með. Aftur og aftur B)

Hvet sem flesta til að nýta sér tækifærið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 maí 2009 17:56 #4 by Gummi
Tungufljót was created by Gummi
Þegar við fórum í Hvítá síðustu helgi þá kom þar einn drengur að tali við mig og lýsti yfir áhuga sínum á að fara í fyrstu ferðina sína í Tungufljótið og hvort við þessir eldri og reyndari værum ekki til í að koma með og leiðbeina þeim.
Það er alveg sjálfsagt mál og ekkert við það að athuga. En þar sem ég hef ekki róið Tungufljót í einhvern tíma þyrfti ég eiginlega að komast í Ytri Rangá til að hita mig upp fyrst.
Þannig að þeir sem hafa áhuga á að rúlla í Ytri Rangá einhvað kvöldið í vikuni (25.-29.maí) með mér mættu alveg láta vita af sér svo hægt sé að ákveða tíma. Ég er upptekin á þriðjudag en ég held að önnur kvöld séu góð.
Svo í framhaldinu færum við saman í Tungufljót mjög fljótlega. B)

Þannig að þeir sem hafa áhuga á að róa Tungufljót með mér og eru að fara í fyrsta skipti verða eiginlega að koma með mér í Ytri Rangá fyrst svo ég sjái að þeir séu hæfir í að halda lengra, ég fer eiginlega ekki fram á mikið meira. :blink:

En lágmarksbúnaður í hverjum bát er eftirfarandi: Þokkalegur ræðari, Kastlína og kunnátta til að beita henni, ein eða tvær karabínur, einhvað til að bíta og brenna, gott skap og þolinmæði. ;)

Þeir sem eru að spá í að fara sína fyrstu ferð í Ytri Rangá eru líka velkomnir með en þeir verða að hafa farið amk nokkrar ferðir niður Hvítá frá Brattholti áður og vera með naglfasta og pottþétta veltu. :silly:

Síðasta æfing vetrarnins og sumarsins verður á morgun (24.maí) í laugardalslaugini klukkan 17:00 eftir það fer laugin í viðhald í allt sumar og við höfum ekki fengið annan stað til að æfa á meðan. ;)

Byrjendum í sportinu í sportinu vil ég bara benda á að ég er að æfa tvo hressa syni mína og mun á næstuni fara aðra ferð frá Brúarhlöðum með þá og síðan koll af kolli fram eftir sumri og enda vonandi í haust á að róa niður Ytri-Rangá með þeim.
Ég mun reyna að tilkynna þær ferðir hér á korknum svo þið verðið bara að fylgjast með ef þið hafið hug á að slást í hópinn. :P

Kv. Gummi<br><br>Post edited by: Gummi, at: 2009/05/23 11:00

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum