Reykjaneshittingur mai 2009

26 maí 2009 06:43 #1 by gsk
Replied by gsk on topic Re:Reykjaneshittingur mai 2009
Já, ekki er hægt að segja annað en að þessi svokallaði \"hittingur\" hittir í mark.

Í alla staði vel heppnuð ferð.

Þakka Ísfirðingunum og Gunna og Siggu í Reykjanes fyrir undirbúninginn og móttökurnar.

Vonandi sjáums við fljótt aftur.

Flottar myndir sem komnar eru á vefinn.

bestu kveðjur,
Gísli Karls.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 maí 2009 05:12 #2 by SAS
Replied by SAS on topic Re:Reykjaneshittingur mai 2009
Bætti inn nokkrum myndum sem ég tók, Gisli Karls, Gisli Hf og Pétur.

Slóðin er:
picasaweb.google.com/sjokayak/20090522ReykjanesHittingur#


kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 maí 2009 05:04 #3 by SAS
Replied by SAS on topic Re:Reykjaneshittingur mai 2009
Reykjanes hittingurinn tókst í alla staði frábærlega. Mikið róið í fjölbreyttum aðstæðum með frábærum félögum.

Búinn að setja inn vefinn smá brot af video sem Þröstur Þórisson tók í röstinni á föstudagskvöld. Bæti við nokkrum myndum síðar.
Slóðin er picasaweb.google.com/sjokayak/20090522ReykjanesHittingur#

kv
Sveinn Axel<br><br>Post edited by: SAS, at: 2009/05/25 22:10

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 maí 2009 04:48 #4 by Larus
þá er hann búinn vorhittingurinn, minn fyrsti og vonandi ekki sá síðasti, ég vissi nú ekki alveg hverju búast mætti við enda aldrei hitt þessa vestfirðinga né séð, en þvíliktir eðal-snillingar allir saman með tölu. Alveg greinilegt að þessir menn og konur algjörlega elska þetta sport og þeir geta bara ekki leynt því.
Takk fyrir frábæra daga vestan- og sunnanmenn. kv.lg<br><br>Post edited by: Larus, at: 2009/05/24 21:50

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 maí 2009 04:05 #5 by Gíslihf
Ég tek undir með Inga, þetta voru fínir dagar. Ég mætti um miðjan fyrsta róðrardaginn og réri fram á hópinn nálægt Borgey. Þar hitti ég Halldór Sveinbjörnsson í fyrsta sinn, einhvern veginn hef ég sloppið við það hingað til - en ekki núna! Hann var að sinna sínu fólki aftast í hópnum og þegar ég ætlaði að taka strikið fram hjá þeim, sagði hann \&quot;getur þú lánað mér dráttarlínu?\&quot; Eftir að ég hafði spurt \&quot;hver er maðurinn og kynnt mig\&quot; segir hann, \&quot;það er skelfilegt að sjá hvernig þú beitir hægri úlnliðnum!\&quot;

Framhaldið varð eftir þessu, með góðri tilsögn og það á eftir að sýna sig að það hefur skilað árangri. Aðstæðurnar til að iðka kayaklistina og náttúran allt um kring eru einstæð - og félagsskapurinn var bæði notalegur og skemmtilegur.

Takk fyrir mig.
Gísli H. Friðgeirsson.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 maí 2009 00:29 #6 by Ingi
Reykjaneshittingurinn klikkaði ekki nú frekar en áður og nokkrar myndir eru komnar á vefinn:

picasaweb.google.com/IngiSig/Reykjanes09#

Veðrið lék við okkur en samt var röstin á sínum stað og voru menn eins og á ólmum hestum að leika sér í öldurótinu sem var í meira lagi að sögn kunnugra.
Rónir voru 4o km á tæpum 8 klst samtals þannig að enginn þurfti að kvarta vegna leiðinda.

Takk fyrir mig Westfirðingar. Þetta var frábært og vonandi hittumst við að ári á sama stað amk.

kk,
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum