Jersey - Channel Island

29 maí 2009 05:57 #1 by eymi
Replied by eymi on topic Re:Jersey - Channel Island
Er mjög ánágður með eitt hérna úti... klúbburinn er eingöngu með Valley báta B), reyndar bara Aquacent báta sem eru allir minni í sniðum, mun styttri, en minn Aquanaut.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 maí 2009 14:44 #2 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Jersey - Channel Island
Þetta getur verið varasamt straumsins vegna þarna í kringum Jersey. Það týndist par á kayak fyrir tveimur árum sem fór í eina rómantíska kvöldferð. Þoka og straumur ekki góð blanda.
Söknuðum þín í Rnesi.
kk,
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 maí 2009 06:40 #3 by eymi
Jersey - Channel Island was created by eymi
Er nú að vinna í Jersey, milt og gott veður :)
Tók á mig rögg í dag og gerðist meðlimur í kayakklúbbnum hér sem sérstakur \"Overseas Member\" og fór svo í félagsróður í beinu framhaldi af því B)
Margt svipaði til félagsróðranna okkar heima, 13 bátar á sjó og menn mis góðir. Róið var um 10 km, en aðstæður í sjónum hér eru nokkuð ólíkar, þung undiralda og mikilir straumar og rastir tengdar þeim. Ekkert mjög krefjandi í dag, en samt öðruvísi og góð æfing.
Einn félaginn fór á hvolf þegar við vorum að fara á milli kletta (ekki ósvipað Fjósaklettum), en þar var mikill straumur í gegn og ef maður sætti ekki lagi gat maður lent í nokkru róti. Viðkomandi var dreginn út og reddað með félagabjörgun. (þetta var ekki ég :lol: ).
Sjórinn hér er um 13 gráður og lofthiti 15 - 20 og menn því ekkert í þurrbúningum, bara þunnum toppum og stuttbuxum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum