Vestfirðir Paradís kayakræðarans

24 jún 2009 17:39 #1 by Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 jún 2009 22:16 #2 by Ingi
Ég var svo heppinn að geta fylgt Gísla H(ringfara)Friðgeirs smá spöl frá Dýrafirði og í Bolungarvík, samtals 60km í tveimur leggjum fyrst 35km og svo 25km svona sirka á sunnudaginn og mánudaginn í síðustu viku.
Það er skemmst frá því að segja að þetta var hin besta skemmtun og frábær félagskapur sem lagði af stað frá Alviðru í áttina til Gísla sem var kominn langleiðina yfir Dýrafjörð. Halldór Sveinbjörnsson var búinn að sjá út með mikilli nákvæmni kvöldið áður hvar best væri að leggja frá landi til að hvorugir þyrftu að róa aukalega og þá sérstaklega ekki Gísli sem var að nálgast 500 km þegar þarna var komið.
Til að vera alveg öruggir með hvort Gísli væri nú örugglega lagður af stað hringdi ég í GSK og Geira sem gátu gefið mér upplýsingar úr spottækinu um að okkur væri óhætt að fara til móts við Gísla í Dýrafirði en svo komst á símsamband og þá var eftirleikurinn auðveldur. Það sást samt ekki í hann fyrr en svona rétt um 1 km fjarlægð. Sjórinn var spegilsléttur og sólskin þegar við mættumst um kl 1300. Haldið var í norður og tekið land á Fjallaskaga og tekið smá nestisstop og spjall. Dóri hafið fengið nokkra öfluga ræðara með frá 'Isafirði en einsog menn vita er ekki hörgull á firnasterkum kayakmönnum eða konum þar. Þau sem komu með til Súgandafjarðar voru Halldór, Þröstur, Örn og Guðrún, Hilmar var ökumaður og tók éppann hans Dóra tilbaka. Við tókum þessu rólega norðureftir og rerum alveg uppí þaranum við sæbarða kletta Barðans og það verður að segjast að þessi leggur er algjör perla í svona blíðu. Við komum í land um 1900 og tóku á móti okkur ýmsir nafntogaðir menn eins og Gunni múr og fleiri.
Lögðum af stað uppúr hádegi daginn eftir og sama bongóblíðan hélst allaleið til Bolungarvíkur. Það er líka falleg leið að róa í svona veðri. Mikið fugla og selalíf og sást líka bregða fyrir hnísum. Halldór beið eftir okkur í Bolungavík og var eins og áður búinn að reikna út nákvæmlega hvenær við yrðum þar. Hann hefur náttúrlega yfirburðaþekkingu á öllu þessu svæði og best að hlusta vel þegar hann ráðleggur kayakræðurum þarna. Eitt er alveg víst að ég á eftir að koma nokkuð oft aftur í þessa paradís til að róa. Takk fyrir mig vestfirðingar.
kveðja, Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum