Smá video frá síðustu helgi

30 jún 2009 20:30 #1 by jsa
Það er spurning hvort að þetta sé galli eða ekki galli, ef þetta væri ekki allt head cam þá tæki það okkur ár og öld að róa niður árnar. MegaPascal má nefninlega ekki missa af neinu og reynir að filma allt. Hann dregur konunnua sína með sér í hverja ferð og er hún hlaðin myndavélum og aukabúnaði. Stundum sér hann ekkert nema stop og start takkana á head caminu sínu og missir af öllum fallegu stöðunum sem við róum á.

Ég fer ekki Sjoa þetta árið, þó að það ríki ekki kreppa hjá mér er bara takmarkað hvað maður kemst langt þegar að maður heldur uppi familíunni (mér og Maríu) á 2600 CHF á mánuði... en lítill Vikki var að spurja um Soca í haust... pæling eða? Vantar alltaf vana guida

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 jún 2009 20:13 #2 by Jói Kojak
Skemmtilegur afmælisróður hjá ykkur strákunum B)

Helsti gallinn við vídjóin hans MegaPascal er að þau eru nær eingöngu head cam - og svo er tónlistin oft afleit. Mátt skila þessu til hans :P

Kemurðu til Sjoa?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 jún 2009 21:51 #3 by jsa
Það er ekki oft sem ég kemst í gott hvítt vatn hérna í Sviss, en ég tók fínt run á afmælisdaginn hans Kojak. Hérna er smá video til að stytta vinnu daginn
vimeo.com/album/89846

Annars er þetta video ekkert mega skemmtilegt, ég tók smá sýningu í kringum 6 mínúturnar þegar ég ákvað að synda í stærstu holunni í ánni, jafnvel héraðinu. \"Vinir\" mínir á bakkanum voru auðvitað ekki með neitt safety sett upp og ekki einu sinni að filma almennilega. Það vill svo til að ég kipti björgunarmanninum út í ánna þegar að ég tók í línuna hans.


En mögnuð á mjög falleg, 28 stiga hiti, sól, tært vatn og berbrjósta menn og konur á bakkanum. Það var hörð keppni um það hver átti stærstu tútturnar á bakkanum, en ég held að þær hafi verið á karlmanni þennan daginn :) Ég réri ekki stór slædið í endanum á myndinni, ég sá ekki fyrir mér hvernig það gæti endað vel. En það var lítið mál þegar að strákarnir gerðu það... samt sé ég ekki enn fyrir mér hvernig það gæti endað vel.

Nýja prófíl myndin mín er einmitt tekin strax eftir hressa sundið mitt :)<br><br>Post edited by: jsa, at: 2009/06/29 14:59

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum