Aflýst: 3.-5. júlí, Arnarstapi, Hellnar

02 júl 2009 16:32 #1 by eymi
Það er helvíti fúlt að þessu skuli aflýst, því þetta er eitt magnaðasta svæði sem hægt er að fara um á landinu.
En öryggið á oddinn, er alveg sammála því!
Í Ólafsvík verða færeyskir dagar þessa helgi, og þangað ætla ég að fara og hafa bátinn. Ef einhver í sportinu er á leiðinni á svæðið með bát væri gaman að vita af því.. gætum róið saman B)

Það er alltaf hægt að ná í mig í síma 820-9310.<br><br>Post edited by: eymi, at: 2009/07/02 09:35

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 júl 2009 00:19 #2 by Gummi
Svo það sé á hreinu Reynir þá ætla ég að koma með þér í þína árlegu ferð og er strax farið að hlakka til.
Ég er að fara á \&quot;mini\&quot;ættarmót um helgina en annars hefði ég skellt mér á Snæfellsnesið og hefði farið einn ef svo hefði borið undir, enda með tálkn og allar græjur :P

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 júl 2009 19:06 #3 by Reynir Tómas
Eins og oftast þá hafa allir nokkuð til síns máls. Því miður háttar svo til að af fjórum mönnum í nefndinni sem eru mest á sjó, var einn tiltækur þessa helgi. Þetta var af óviðráðanlegum ástæðum og að vera einn úr nefndinni fannst okkur ekki nóg á slóð sem etv. er ekki auðveld. Etv. hefði verið hægt að finna menn til vara en tími varð of naumur til þess. Það þýðir þó ekki að áhugasamir ræðarar geti ekki tekið sig saman í hóp, hittst og róið, líka við Arnarstapa, og gaman ef af því yrði, látið heyra í ykkur hér!
Auðvitað er öllum það frjálst að hvetja til samflots og ferða og einhver/einhverjir geta þá tekið að sér farar- og róðrarstjórn, ef fjöldi ræðara kallar á það. Munurinn er bara sá að ef við gerum þetta í nafni klúbbsins, þá verðum við að hafa ákveðin lágmarksstaðal í skipulaginu, því formlegu klúbbstarfi fylgir ábyrgð. Það lærðist m.a. í Skáleyjaferðinni góðu s.l. sumar.

En ferðir klúbbsins eru ekki að leggjast af, t.d. er undirritaður langt kominn með undirbúning að ágústferðinni vinsælu......<br><br>Post edited by: Reynir Tómas, at: 2009/07/01 12:08

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 júl 2009 18:44 #4 by Andri
Sú staða sem við óttumst að komi upp er að einhver fari sér á voða í skipulagðri ferð klúbbsins, það er ástæðan fyrir því að núna er komin örygisstefna. Það er mikið af nýliðum í sportinu sem sækja sumarferðirnar og þeir átta sig ekki alltaf á þeim aðstæðum sem hægt er að lenda í úti á sjó. Það eru ekki nema tveir dagar síðan að kayakmanni var bjargað úr sjónum við Vestmanneyjar, hann var svo heppinn að 300 metrum frá honum voru einhverjir að leika sér á gúmmíbát og sáu hann. Hann var hálftíma í sjónum og gat alls ekki bjargað sér sjálfur.

Þegar við erum að skipuleggja og auglýsa kayakferðir þurfum við að sýna ábyrgð og sjá til þess að svona atvik komi ekki upp og þó svo að einni ferð sé aflýst af öryggisástæðum er ekki þar með sagt að ferðir klúbbsins séu að leggjast af.

Kv, Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 júl 2009 16:41 #5 by Sævar H.
Ferðir sem félagar í Kayakklúbbnum sameinast um að fara - eru á ábyrgð hvers og eins sem tekur þátt í þeim. Alveg óháð því hvort einhverjir,samkvæmt öryggisreglum klúbbsins, telji sig verða að vera með til að passa upp á þátttakendur. Öryggi er nauðsynlegt- en nú er komin upp staða sem ég óttaðist að myndi koma upp. Ferðir eru að falla niður þar sem ekki næst í a.m.k tvo til að passa upp á hópinn- auk fararstjóra.
Það er mjög miður ef hina mögnuðu kayakferðir Kayakklúbbsins fara að heyra sögunni til...<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/07/01 09:49

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 júl 2009 16:19 #6 by Reynir Tómas
Vegna anna ferðanefndarmanna verður því miður að aflýsa fyrirhugaðri ferð á Arnarstapa, Hellnar o.fl., um komandi helgi, sjá Dagskrána. Lágmarks mannskap reyndara ræðara þarf til að uppfylla þá öryggisstaðla sem klúbburinn vill viðhafa fyrir hópferðir og það næst ekki nú.
Þess má geta að Gísli Friðgeirsson, sem reri um allt svæðið í ágætu veðri nú í júní á leið sinni kringum landið, taldi það geta verið erfitt til róðrar vegna strauma og vinda, bæði svæðið frá Búðum að Arnarstapa og ekki síst frá Hellnum að Malarrifi, en svæðið mili Arnarstapa og Hellna er þó auðveldast og gott að koma að landi á báðum stöðum (skemmtilegur róður nokkuð vönum ræðurum í góðu veðri). Svæðin norðan til á Snæfellsnesi eru mun betri til róðurs. Ef einhverjir verða á ferðinni á svæðinu, óskum við þeim góðrar ferðar, en hvetjum jafnframt til varkárni. Ferðanefndin.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum