7.-9. ágúst: Króksfjörður - Reykhólar- Akureyjar

05 ágú 2009 04:24 #16 by Sævar H.
Þetta fer að verða spennandi. Veðrið verður að mínu
mati bara gott ferðaveður- til sjóferða. Smá
skúraleiðingar -gætu- orðið seinnihluta föstudagsins.

Við sjófólkið erum vel í stakk búin þó á okkur skelli
nokkrir dropar.

Gaman væri að fá að sjá nöfn þeirra sem þegar hafa
tilkynnt þátttöku.

Róðrarsvæðið er skemmtilegt. Mikið eyjasvæði og nokkrir
straumar . Umkringt fjöllum á þrjá vegu en opið vestur
til hafsins -en þó í skjóli frá haföldunni.

kveðja

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 ágú 2009 02:01 #17 by Reynir Tómas
Sæl öll, það gæti líka orðið úr að taka kerruna frá kayakklúbbnum Sviða með, svo það ætti ekki að verða vandamál að taka alla báta og annan farangur. Hafa má samband við mig í s. 824 5444 og fylgjast með á korkinum. Veðurútlitið er ágætt, 2-4 m/sek í vind, þ.e.a.s. nærri logn og etv. svolítil rigning á föstudagskvöld en annars þurrt og jafnvel sól á milli = gott ferðaveður ;) . Ég minni eins og Maggi á vatnið, en sennilega má byrgja sig upp á miðri leið við þörungavinnsluna í Karlsey. VHS talstöð klúbbsins verður með.
Háflóð á föstudag verður um kl. 20.30. Það þarf undirbúning á staðnum, m.a. að fara með 1-2 bíla í Ytri-Fagradal og 1-2 að bænum Ásum við Salthólmavík; í það þarf að reikna 1 klst. Ábúendur vita af okkur.
Við reiknum því með að allir verði komnir á staðinn um kl. 18 (= ekki fara seinna en kl. 14-14.30 af höfuðborgarsvæðinu), svo þarf að hlaða bátana og reikna með að leggja af stað um kl. 19.30 eða rétt upp úr því. Menn geta komið úr Reykhólum (Karlsey) á laugardeginum, en við reiknum með að verða þar um kl. 13-15 og auðvitað má róa og mæta hópnum.
Ég minni sem fararstjóri á útbúnaðarlistann og öryggisreglurnar sem Sveinn Axel setti inn hér að ofan, lítið yfir það. Ég hef beðið Magnús Sigurjónsson (Magga) að vera róðrarstjóra, við höldum hópinn vel og munum skipa menn hvern dag til að fara fyrstir og vera síðastir.
Ferðin ætti að geta orðið mjög góð og nú eru a.m.k. 20 skráðir og sennilega nálgumst við 25 þegar að róðri kemur, ef ekki fleiri. Það þarf ekki samflot frá Rvk., nema ef menn vilja þá má hittast við Select við Vesturlandsveg t.d. kl. 14.
Við upphaf ferðar athugum við hverjir vilja á sunnudag fara í Salthólmavík og hverjir vilja fara styttra og stoppa alveg í pásunni sem verður við Ytri-Fagradal. Salthólmavík verður væntanlega náð þegar er að fjara út eða byrja að fjara inn, allt eftir því hve snemma við förum af stað úr Akureyjum, en það mun erfiðast að koma þar að í víkina við háfjöruna. Best er að fara inn þegar flæðir. Hlökkum til góðrar ferðar.:)

Post edited by: Reynir Tómas, at: 2009/08/04 19:02

Post edited by: Reynir Tómas, at: 2009/08/04 21:17<br><br>Post edited by: Reynir Tómas, at: 2009/08/04 21:20

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 ágú 2009 00:41 #18 by maggi
ég verð með kerru , þeim sem vantar far fyrir báta er bent á að hafa samband á msig@simnert.is eða S8973386
Maggi


ég vil minna fólk á að það þarf að taka allt vatn með sér í þessa ferð.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 ágú 2009 22:51 #19 by eymi
Góðan daginn allir,

er í vandræðum með að koma bátnum vestur, konan ætlar að taka af mér kayak-bílinn og fara norður á Fiskidaga :unsure: með tjaldvagninn. Er einhver sem getur reddað mér?
Verður kannski einhver með kayakkerruna í afturdragi?

kv,
Eymi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 júl 2009 05:33 #20 by gsk
Sælir félagar,

Ég er ákveðinn í að mæta.

Sjáumst hressir.

kv.,
Gísli Karlsson

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 júl 2009 05:33 #21 by gsk
Sælir félagar,

Ég er ákveðinn í að mæta.

Sjáumst hressir.

kv.,
Gísli Karlsson

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 júl 2009 17:25 #22 by Larus
ég mæti allavega,
gætum jafnvel orðið tveir.
kv
lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 júl 2009 05:41 #23 by Reynir Tómas
Við erum orðin ágætis 14-15 manna hópur nú þegar :) í þessa ferð og gott að vita um enn fleiri sem ætla að koma.......

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 júl 2009 05:36 #24 by maggi
Ég verð með ekki spurning.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 júl 2009 19:44 #25 by Sævar H.
Ég skrái mig hér með í róðrarferðina. Einkum er ég
spenntur fyrir að róa frá Þegjandanausti og yfir að
Stöng- til að geta virt fyrir mér Barmahlíðina í
Reykhólasveit- af sjó. En það var einmitt
Barmahlíðin sem skáldið Jón Thoroddsen hafði í
huganum þegar hann orti kvæðið :

\&quot; Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástar-augu
ungur réð ég festa,
blómmóðir besta.\&quot;

Jón Thoroddsen var fæddur á Reykhólum.

Nú er bara að æfa sig fyrir ferðina- þó maður sé
nokkuð við aldur- en Gísli kayakræðari hefur feykt
öllum aldursmörkum kayakræðara í æðraveldi...<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/07/24 12:45

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 júl 2009 19:35 #26 by eymi
Ég kem einnig... nokkuð örugglega B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 júl 2009 18:32 #27 by SAS
Setti inn mynd af áætlaðri róðraleið sem er að finna á picasaweb.google.com/lh/photo/umd0FiiXbD...&feat=directlink


Minni á búnaðarlistann sem er ágætt að styðjast við, við undirbúninginn, en hann er að finna á slóðinni
www.kayakklubburinn.com/isl/index.php?op...id=155&Itemid=88


Mikilvægt er að allir þáttakendur kynni sér öryggisstefnu Kayakklúbbsins sem er að finna á slóðinni
www.kayakklubburinn.com/isl/index.php?op...d=179&Itemid=102

Við Hildur ætlum að mæta.

kveðja
Sveinn Axel<br><br>Post edited by: SAS, at: 2009/07/24 11:38

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 júl 2009 05:37 #28 by Gummi
Ég kem nokkuð örugglega B)

Kv. Gummi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 júl 2009 05:31 #29 by Reynir Tómas
Þann 7.-9. ágúst n.k., eða helgina eftir verlunarmannahelgina, er að vanda komið að ágústferðinni vinsælu og allir landeigendur hafa að vanda tekið okkur vel.:) Að þessu sinni er farið á nýjar slóðir og keyrt (3 og hálf klst. úr Rvk.) á föstudegi 7. ágúst eftir hádegi norður í Gilsfjörð að Króksfjarðarnesi og um 2 km norður fyrir þann stað að Geiradalsá, þar sem beygt er niður eyrar að sjónum sunnan ár. Reiknað með að menn verði komnir á staðinn ekki seinna en um kl. 18. Ferja þarf 2-3 bíla að Fagradal á Skarðsströnd eða í Salthólmavík í Saurbænum, ef veðurútlit er gott og stemmning fyrir aðeins lengri róðri á sunnudeginum. Farið á háflæði um eða upp úr kl. 19 í 6 km skemmtilegan kvöldróður yfir að Borgum og Pjattarsteini á mótum hinna fallegu Króks- og Berufjarða og fundinn tjaldstaður í litlum vogum við svonefnda Naustatanga.
Næsta dag laugardaginn 8. ágúst verður róið með útflæðinu suður að Reykhólaströnd meðfram hinni friðuðu varpeyju Hrísey og að þörungavinnslunni í Karlsey. Þarna er mikið af skerjum og hólmum. Þar má líka hitta hópinn fyrir þá sem vilja bætast við á laugardeginunum. Þetta eru um 11 km ferð. Eftir góða áningu verður farið suður yfir Hrúteyjarröstina um 8 km leið í Akureyjar. Þar var stórbú á 19. öld þegar séra Friðrik Eggerz bjó þar. Hann var fyrirmyndin að séra Sigvalda í sögunni víðkunnu \&quot;Manni og konu\&quot;. Hann reisti þar mikið hús með turni og einu fyrsta steypibaði á Íslandi og dokkuna (höfn) Steingerði sem enn stendur. Við tjöldum þar, skoðum eyjarnar (alls 30 eyjar og hólmar með Bæjareyjuna í miðju), höfum varðeld og kvöldvökustund. Það þarf allan nauðsynlegan útbúnað og viðurgerning, 2-3 brennikubba, grill og viðeigandi mat og drykk.
Næsta dag, sunnudaginn 9. ágúst, er farið rólega af stað til að lenda ekki í of miklum mótstraumi inn á Fagradalsströnd (um 8 km) og þeir sem vilja ná svo liggjandanum eða flóðinu í 11 km viðbótarróður fara inn í Salthólmavík í Saurbæ, gamlan ferjustað. Sennilega er gott að ljúka deginum í Sælingsdalslaug.

Þetta er ferð fyrir sæmilega vana ræðara, meðalerfið og gæta þarf að vindum og straumi. Góðan útbúnað þarf.

Umsjón hefur ferðanefnd og látið vita um þátttöku til Reynis Tómasar í s. 824 5444 eða 553 1238 og á reynir.steinunn@internet.is eða auðvitað hér á korkinum. Nú þegar er vitað um 7-8 ræðara sem koma.

Post edited by: Reynir Tómas, at: 2009/07/23 22:34<br><br>Post edited by: Reynir Tómas, at: 2009/07/23 22:35

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum