Viðhaldsaðstaða - húsnæði

26 ágú 2009 06:27 #1 by palli
Ég er frekar hræddur um að þessi aðstaða yrði lítið notuð eins næs og þetta væri nú. Alla vega er hætt við að notkunin myndi ekki réttlæta leigu á húsnæði, kyndingu, rafmagn, aðgangstýringu og það sem við á að éta í svona húsnæðisbissness. Ef einhver dettur hins vegar niður á hentugt húsnæði á lágu verði, þá má alltaf skoða málið.
Ég væri mikið til í að taka þátt í að standa að viðgerðarnámskeiði og auglýsi hér með eftir einhverjum sem treystir sér í að halda eitt slíkt sómasamlega. Þá mætti redda vel kyntu húsnæði til að halda það í hlýtur að vera. Einn kosturinn við að halda námskeið þar sem nokkrir koma saman frekar en að vera að paufast einn í þessu er að þá nýtist þetta dót, eins og trefjamottur, resin, gelcoat o.s.frv betur en ella - annars eru bara endalausir afgangar af þessu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 ágú 2009 16:38 #2 by eymi
Sé bara fyrir mér húsnæði með góðri lýsingu og hita. Þar þyrfit síðan aðeins að vera smá borðpláss, heimasmíðaðir búkkar til að leggja bátinn á.. menn hefðu síðan með sér annað sem þyrfti, s.s. verkfæri og eitthvað fleira. Síðan mundi ábyggilega safnast inn alls kyns hlutir eins og kaffivél, stólar og fleira sem menn geta séð af úr geymslunni hjá sér.
Til að jafna aðganginn gæti síðan verið einföld tafla upp á vegg þar sem hægt væri að skrá sig á tíma, bara sýna tilltissemi í þeim efnum :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 ágú 2009 15:18 #3 by olafure
Þeir hjá Brokey hafa lyft grettistaki í sumar í aðstöðunni í Nauthólsvík þar sem margar hendur hafa gert aðstöðuna snyrtilega og fína. Búningsaðstaðan og sturturnar eru vel kynntar þannig að það er alltaf hlýtt og notalegt eftir róður sama hvað hitastigið er úti. Geymsluplássið er hins vegar ekki hlýtt en orðið snyrtilegt því búið er að henda út fullt af dóti og þrífa. Í hliðarrými við geymsluplássið er smá viðgerðaraðstaða það sem Brokeyjarmenn hafa verið að sýsla ýmislegt. Ég var að spá í að fá aðgang að aðstöðunni þegar ég smíðaði Paxinn en hvarf frá því vegna þess að rýmið er ókynnt. Hitastigið er lykil atriði þegar unnið er með efnin í trefjabátana. Ég hef verið að spyrjast fyrir um herbraggana í Nauthólsvík og þar er braggi við austurenda þyrpingarinnar sem enginn veit hvað er í. Það er spurning um að athuga hvort klúbburinn geti fengið hana til sinna umráða og m.a. til viðgerða?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 ágú 2009 06:05 #4 by Reynir Tómas
Þetta er góð tillaga hjá þér Eymundur, en ég hef áður viðrað það hvort klúbburinn gæti ekki sett á fót praktísk námskeið eða kennslu í viðhaldi á vetrum, t.d. í viðgerðum þar sem dittað væri að bátum undir leiðsögn þeirra sem kunna til verka og eiga tækin til viðgerða og/eða væru tilbúnir til að láta tækjanotkunina vera innifalda í námskeiðsgjaldi. Auðvitað væri gott að geta gert þetta í húsnæði eins og því sem Brokey hefur, en yrði ekki takmarkað hversu lengi menn gætu verið þar eða á fjölda þeirra sem gætu komið með báta sýna hverju sinni?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 ágú 2009 23:16 #5 by Gummi
Við höfum aðgang að ágætri aðstöðu hjá Brokey niðri í Nauthólsvík. Þar er stór salur geymslu aðstaða fyrir báta sturta og fleira.
Ég er meira að segja með lykil að aðstöðuni sem ég er alveg til í að lána þeim félögum í klúbbnum sem langar til að komast þarna inn frítt ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 ágú 2009 22:25 #6 by eymi
Var að láta mér detta í hug hvort ekki væri sniðug humynd að klúbburinn leigði einhvers staðar húnæði þar sem hægt væri að koma með bátinn sinn og yfirfara og laga eftir þörfum.
Það gæti líka skapast í kringum þetta skemmtileg stemming, félagsskapur og samvinna í þessum efnum.
Þá er ég bara að tala um stóran bílskúr eða mjög lítið iðnaðarhúsnæði.

Alveg væri ég til í að borga einhverjum þúsundköllum meira á ári til að koma svona á ;)

Hvað segja menn og konur um þetta?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum