Torfæran út í Geldinganes

04 sep 2009 16:11 #1 by palli
Þeir hafa yfirleitt brugðist mjög fljótt og vel við þarna í hverfisstöðinni í Grafarvogi þegar t.d. einhver snillingurinn hefur losað sig við eldhúsinnréttingu eða garðaúrgáng við gámana. Yfirleitt er búið að fjarlægja slíkt samdægurs - það er alla vega mín reynsla.
Um að gera að vera óhræddur að taka upp tólið og hringja í þá ef menn finna eitthvað athugavert við frágang þarna um slóðir.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 sep 2009 07:12 #2 by Sævar H.
Vegmál-samgöngubætur

Núna í dag þann 3.sept.2009 fór fram viðgerð á veginum frá meginlandinu og fram fyrir aðstöðugámana á Eiðinu.

Torfæran heyrir því sögunni til. :P

Forystumenn hjá borgarþjónustunni í Grafarvogi eiga þakkir skildar fyrir að bregðast fljótt við.

Nú er bara að fjölmenna á laugardaginn og hvetja maraþonliðið til dáða - það er ræst á slaginu kl 10.<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/09/04 00:24

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 sep 2009 21:07 #3 by palli
Það eru engar tryggingar innifaldar í geymslugjaldinu. Ég kannaði það mál á sínum tíma og var sagt að til að slíkt kæmi til greina þyrfti klúbburinn að viðhalda hjá tryggingafélaginu skrá yfir alla báta, tegund og áætlað verðmæti. Sá sem ég talaði við sagði einnig að iðgjald yrði ekki neitt að ráði lægra í svona pakkatryggingu miðað við að hver og einn tryggði sinn bát.

Ljótt að heyra með húninn. Það þarf að viðgerast sem fyrst. Er sjálfur upptekinn á næstunni - er einhver sem býður sig fram í djobbið ? Klúbburinn borgar að sjálfsögðu útlagðan kostnað.

Fram að því verður umgengi um sturtugám að duga ...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 sep 2009 20:59 #4 by Gíslihf
Palli getur um skemmdarverk á hurðinni. Ég átti erindi með nýviðgeðan Explorerinn minn áðan og datt í hug að líta inn, en komst ekki því að húnninn er brotinn og ekki tókst mér að opna heldur með því að nota töng á \&quot;húnaöxulinn\&quot;. Var ég klaufi eða er trixið trúnaðarmál ?
Önnur spurning sem kemur upp í hugann nú þegar nýir bátar eru orðinr of dýrir og minnugur áfalla Sæfara félaga: Eru tryggingar á bátum alfarið mál einstakra félaga eða eru einhverjar tryggingar sem klúbburinn sér um og kunna að vera innifaldar í geymslugjaldinu ?

Kveðja, GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 sep 2009 17:18 #5 by palli
Það er á dagskránni fyrir veturinn að setja þarna upp ljós með hreyfi- og birtuskynjara. Við höfum reyndar nokkrar áhyggjur af skemmdarvörgum, sérstaklega miðað við hvað þeir nenna að djöflast á hurðinni að aðstöðugámnum - hún var götuð tvisvar í sumar með einhverju veglegu verkfæri.

Ef einhver veit um ljós sem hann heldur að henti í þetta og er á skaplegu verði má hann gjarna tjá sig.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 sep 2009 01:35 #6 by Ingi
Við verðum að vera virkir á næsta kosningaári. Mér sýnist borgarfulltrúar vera ennþá latari þegar þeir eru áskrifendur að launaseðlinum en svo rumska þeir rétt um kosningaleitið og lofa öllu fögru, kannski gerist þá eitthvað. Vona að dempararnir dugi þangað til.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 sep 2009 00:34 #7 by Sævar H.
Er ekki einng hægt að hugsa sér að slæmt aðgengi skapi góð skilyrði fyrir myrkraverk ? Meiri friður ?
En aðalrökin sem beytt var - var samt þessi slysahætta við vaxandi fjöruakstur sem þessi vegleysa hefur hvatt til...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 ágú 2009 23:41 #8 by SAS
Replied by SAS on topic Re:Torfæran út í Geldinganes
Það er vel að aðgengið að aðstöðinni okkar verði lagfært. En það þýðir um leið aukna umferð við og kringum gámana, því vegarslóðinn hefur dregið verulega úr slíku.

Er ekki nauðsynlegt að setja upp ljóskastara á gámana, með birtu- og hreyfiskynjara?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 ágú 2009 23:08 #9 by Sævar H.
Vegurinn út í Geldinganes
Eins og ég fjallaði um hér að framan þá ætlaði ég að hafa samband við ábyrgðaraðila gagnvart veginum að Kayakgámunum.
Ég hafði samband við þjónustumiðstöðina í Grafarvogi. Þar fékk ég jákvæðar undirtektir með vegaviðgerð frá meginlandinu og eitthvað fram fyrir Kayakgámana.

Vonandi verður því lokið fyrir helgina. Fram kom að Reykjavíkurborg er ekki að ölluleyti ábyrg fyrir þessum vegi út í Geldinganesið- en vilji að sinna málum að okkar aðstöðu á Eiðinu...

Nú er að sjá hvort þægilegur akstur verði fyrir alla bíla að rásmarkinu fyrir Maraþonið á laugardaginn...:P<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/08/31 16:09

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 ágú 2009 03:29 #10 by Sævar H.
Fyrir gerð vegarins útí Geldinganesið flaut yfirleitt yfir eiðið milli Geldinganess og lands . Þá var Geldinganesið sem eyja. Og á stórstraumsflóði og vestanöldu gekk sjórinn með krafti inná Leiruvoginn.

Það eru í mestalagi 25-30 ár síðan þetta var svona. Sjálfur man ég vel og þekkti þetta ástand. Vegagerðin breytti öllu beggja vegna við eiðið-þó meira að austanverðu- þar grynnkar ört...

Ég byrjaði kayakmennsku þarna um árið 2000 -svona einn og sér, vegna einstaklegra góðra og skemmtilegra róðrarleiða... Kaykaklúbburinn kom aðeins síðar.. Ég man vel eftir þeim fyrstu og a.m.k þrír þeirra eru enn mjög virkir.. Maggi Sigurjóns , Guðm. Breiðdal og Páll Reynisson ...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 ágú 2009 02:48 #11 by Ingi
Þegar grjótnámið var í Geldinganesinu var vegurinn hækkaður. Það flaut örugglega meira yfir það einhverntíman en nú finnst mér að sandur sé að safnast saman beggja megin við og fjaran að lengjast. Hvað finnst ykkur um það við höfum ekki verið þarna mjög lengi en mér finnst hafa orðið breyting á þessu. Núna til dæmis eru svaka grjót í fjörunni vestan megin og eins og að sandurinn sé að færast ofar og bílar sem aka þar og þjappa honum saman þar.

Það er annars umhugsunarefni að norðuströnd Reykjavíkur er næstum öll orðin að samfelldum grjótgarði og gámavöllum með tilheyrandi stálþiljum. Hvað áhrif hefur svona á dýralífið. Er öllum sama? Við kayakklúbbnum erum sennilega eina fólkið sem sér þetta. Næst á að leggja hraðbraut þarna yfir og hvað verður um fuglalíf og annað dýralíf? Mér finnst að það eigi að opna eiðið og fá smá straumhringrás. Það þarf ekki mikið nokkur rör eða smá brú úr því sem komið er. OG SVO FRIÐA SVÆÐIÐ.
Kv.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 ágú 2009 01:38 #12 by Sævar H.
Já - þetta er orðinn vegur sem er til skammar. Það er ekkert viðhald í gangi. Þó er þetta vegurinn útí Geldinganesið. Nú er það fjaran sem er notuð af tryllitækjunum- sandspyrna og fl. Vegurinn er eiginlega ófær nema fjallabílum. Allavega ég ætla að hafa samband við þá sem hafa með málið að gera...og heyra í þeim hljóðið.

Fór einn 8 km hring eftir hádegi í dag laugardag. Eiðið- Blikastaðakró-um Þerney og á Eiðið. Gott bæði til lofts og sjávar. Engir aðrir voru að róa en einir þrír höfðu verið við veltuæfingar í stillunni.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 ágú 2009 05:34 #13 by Gíslihf
Það eru tvær ástæður fyrir því að margir félagar í klúbbnum okkar í Reykjavík eiga stóra jeppa. Í fyrsta lagi bera þeir báta og búnað með sóma og í öðru lagi komast þeir eftir torfæruslóðinni á eiðinu sem liggur út í aðstöðuna við Geldinganes!

Nú eru aðrir borgarar, t.d. Þeir sem halda til þorsk- og laxveiða neðan við grjótnámið í Geldinganesi, farnir að stunda akstur utan þessa vegar til þess að komast leiðar sinnar og aka þeir þá eftir fjörunni. Þetta kom t.d. fyrir í gær þegar við vorum að paufast í myrkrinu upp úr fjörunni með bátana eftir félagsróður - og var þessi umferð líklega hættulegri en skipaumferðin á sundunum.

Ég átti erindi að sækja kayak þarna í dag og þá voru nokkrir bílar á ferðinni og allir fóru þeir fjöruna.

Það er líklega erfitt að leita til Vegagerðar eða borgarinnar nú með eitthvað sem kostar fé, en e.t.v. gæti einhver úr okkar hópi komið með traktorsgröfu og jafnað út dýpstu holunum með litlum kostnaði ?

Kveðja,
Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum