Úrslit helgarinnar

07 sep 2009 20:56 #1 by olafure
Replied by olafure on topic Re:Úrslit helgarinnar
Sannarlega skemmtilegt marathon við góðar aðstæður, engin sjóveiki eða annað að trufla mann. Það er rétt að þetta er ekki besti tími sem róið hefur verið á samkvæmt upplýsingum á keppnissíðunni. Tvisvar hefur verið róið hraðar en í þau skipti var byrjað í Hvammsvík og róið undan vindi út Hvalfjörðinn. Þannig að þetta er besti tíminn Geldinganes-Hvammsvík hingað til. Ég var að skoða úrslit í Stockhólms marathoninu sem var haldið vikuna áður. Það er 30km og miðað við meðalhraðann á okkur Hilmari þá hefði það dugað í 6 sæti þar. Þessi samaburður er að vísu ekki alveg réttlátur því aðstæður eru aldrei þær sömu en ég er sáttur við tímann og þakka þeim sem sáum um keppnina kærlega fyrir allt saman. Súpan og félagsskapurinn hefði ekki getað verið betri, takk.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 sep 2009 19:51 #2 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Úrslit helgarinnar
Það vinna allir sem koma í Hvammsvíkurmaraþonið. Sumir vilja vera fyrstir í mark og eru það venjulega, en hinir hafa gaman af þvi að vera með í frábærum hópi og þá eru allir meðtaldir: mótshaldarar, tímaverðir og aðrir hjálparkokkar.
Takk fyrir frábæran dag.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 sep 2009 18:44 #3 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Úrslit helgarinnar
Hvammsvíkurmaraþonið fór fram í betri náttúruskilyrðum til veðurs og sjávar en elstu maraþonmenn muna. Smá austangola var fyrir Geldinganesið en síðan logn og blíða- þar til menn fóru að nálgast Hvammsvíkursvæðið. Þá blés 6-8m/sek mótvindur. Eðlilegir sjávarfallastraumar spiluðu sitt hlutverk á móti- fyrstu tvo leggina.

Það var erfitt að mæla milli tveggja fyrstu í markið. Þó var stefnið á öðrum bátnum nokkrum sentimetrum framar - þó skuturinn væri aftar- vegna lengdarmunar bátanna- en framendinn ræður.

Miklar umræður urðu um hvort nýtt brautarmet væri orðið til. Mótshaldarar höfðu ekki gögn á hraðbergi. Þá var síminn tekinn upp og hringt í þann sem fróðastur eru um keppnismálin. Og Steini X, sem staddur var Í Dubai, sendi allar upplýsingar á innan við mín. brautarmet hafði ekki verið slegið - það munaði 14 mínútum.

Þátttakendur hefðu mátt vera fleiri-einkum í sveitaliðum. Róðrarleiðin er skemmtileg og full ástæða er til að leggja aukna áherslu á liðakeppni.

Liðsmenn frá björgunarsveitinni á Kjalarnesi önnuðust öryggisgæslu af miklum myndarskap.

Tímavarsla og dómgæsla mótsins var sérlega vönduð...eins og sést þegar eitt sekúntubot skilur á milli 1. og 2. sætis... Og kjötsúpa formannsins - við mótslok- klikkaði ekki...

Takk fyrir skemmtilegan dag.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 sep 2009 16:58 #4 by Rúnar
Úrslit helgarinnar was created by Rúnar
Hér eru úrslit helgarinnar og lokastaða efstu manna í Íslandsmeistarkeppninni. Heildarúrslit birtast á síðunni innan skamms.

Fimm tóku þátt í Haustródeóinu, þar af ein kona - Heiða Jónssdóttir - og sigraði hún glæsilega í sínum flokki. Kristján Sveinsson bar sigur úr býtum í karlaflokki. Þar með tryggði hann sér 3. sætið í Íslandsmeistarakeppninni en skildi Stefán Karl Sævarsson, sem fram að ródeóinu var í 3. sæti, eftir með sárt ennið. Ragnar Karl Gústafsson varð í 2. sæti og gulltryggði sér þar með Íslandsmeistaratitilinn í straumkayakkeppninni.

Úrslit í Haustródeói

Kvennafl.
1. sæti Heiða Jónsdóttir

Karlafl.
1. sæti Kristján Sveinsson
2. sæti Ragnar Karl Gústafsson
3. sæti Haraldur Njálsson
4. sæti Stefán Karl Sævarsson

Þátttakendur í Hvammvíkurmaraþoni voru 10. Ágætar aðstæður voru til keppni en þó háði mótvindur í Hvalfirði keppendum nokkuð. Ólafur B. Einarsson og Hilmar Erlingsson voru fyrstir og jafnir í mark en Örlygur Steinn Sigurjónsson varð í þriðja sæti. Sæljónin skráðu sig til keppni í sveitakeppni, ein sveita, og hafði sigur.

1 Ólafur B. Einarsson 04:05:10
2 Hilmar Erlingsson 04:05:11
3 Örlygur Steinn Sigurjónsson 04:40:12
4 Páll Reynisson 04:45:05
5 Guðmundur Breiðdal 04:48:05
6 Ágúst Ingi Sigurðsson 04:56:43
7 Hörður Kristinsson 05:10:30

Sæljónin 05:01:50
8.-10 Rúnar Pálmason
8.-10 Þorbergur Kjartansson
8.-10 Einar Garðarsson

Íslandsmeistarakeppnin

Karlaflokkur - straumur

1. Ragnar Karl Gústafsson 260
2. Haraldur Njálsson 205
3. Kristján Sveinsson 145

Kvennaflokkur - straumur

1. Heiða Jónsdóttir 280
2. Anna Lára Steingrímsdóttir 100


Karlaflokkur - sjór
1. Ólafur B. Einarsson 300
2. Hilmar Erlingsson 240
3. Haraldur Njálsson 180

Kvennaflokkur - sjór

1. Heiða Jónsdóttir 180
2.-3. Helga Einarsdóttir 100
2.-3. Shawna M. Franklin 100

Þótt að mótshald hafi gengið að óskum um helgina hefði verið gaman að sjá fleiri keppendur. Ég held að sveitakeppnin í Hvammsvíkurmaraþoninu gæti stuðlað að fjölgun - a.m.k. kepptu tveir um helgina í sveitakeppninni sem hefðu ellegar ekki tekið þátt. Með því að auglýsa keppnir enn betur mætti sjálfsagt fjölga keppendum eitthvað en að sama skapi er rétt að minna á að keppnirnar eru á dagskrá klúbbsins og þessar tvær sem haldnar voru um helgina eru ávallt á dagskrá fyrstu helgi í september.

Keppnisnefnd vill endilega fá fleiri þátttakendur. Allar hugmyndir og ábendingar eru vel þegnar. Ein aðferðin er líklega sú að ítreka að þátttaka er fyrst og fremst skemmtun og ekki bara kapp um sæti. Það geta m.a. þeir sem tóku þátt í sveitakeppninni í Hvammvíkurmaraþoninu staðfest!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum