Laugardagsróður

12 sep 2009 21:59 #1 by Ingi
Laugardagsróður was created by Ingi
Róið í blíðviðri norðurog vestur fyrir Viðey. Lagt af stað á mínútuni 10. Eymi skipaður róðrarstjóri og hann tilnefndi forystusauð og svíper og hélt svo vel utanum hópinn. Hópurinn var frekar leiðitamur svo lítið heyrðist í stjóranum. Maggi var settur í að slefa hægari ræðara og gekk það eins og í sögu. Kaffipása í kúmenbrekku að venju og þar rifjar upp mergjaðar sögur eins og oft áður. Þeir sem reru í þetta skiptið voru 'Olafía, Eva, Þóra og Klara, Hörður, Páll, Þorsteinn kvikmyndagerðarmaður, Eymi, Sigurður á þessum rauðdopótta, Össur, Þorbergur, Lárus, Maggi Sig, Þórólfur ásamt undirrituðum. Samtals 15 hressir ræðarar. Vona að ég hafi ekki gleymt neinum í þetta skiptiö.

Nú fer að líða að hausthitting þeirra í Reykjanesinu og væri nú gaman að hitta sem flesta þar og fara yfir æfintýri sumarsins í góðravina hópi. Þar er einstök stemmning og einginn nennir að tala um neitt annað en sportið.
kv.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum