Útiljós

24 sep 2009 04:25 #1 by Þorbergur
Replied by Þorbergur on topic Re:Útiljós
Það er trúlega hægt að auka við tímann sem ljósið logar í hvert skipti sem það kveikir á sér, en birtuskinjarinn tefur eflaust fyrir endurkveikingu eftir að ljósið hefur logað

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 sep 2009 08:12 #2 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:Útiljós
Það reyndi á nýja útiljósið með hreyfi- og birtuskynjaranum eftir æfingaróður í kvöld. Átta manns tóku Engeyjarhring á súrrandi gasi. Og stigu á land í þreifandi myrkri.

Algerlega nýtt líf að athafna sig á pallinum með nýja ljósið. Það þarf etv. að stilla skynjarann ögn. Viðurkennast verður að það þurfti töluverðar hreyfingar til að espa hann. Og það var leikur í skynjaranum því hann kveikti og slökkti ljósið alveg kinnroðalaust þótt menn legðu sig alla fram við að fetta sig og bretta fyrir framan hann.

Stundum voru tveir og jafnvel þrír í einu að hoppa og hía til að fá næsta skammt.

Þetta er skynjari sem segir sex.



Svo mannlegur eitthvað.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 sep 2009 07:21 #3 by palli
Replied by palli on topic Re:Útiljós
Snilld.
Bestu þakkir fyrir framtaksemina.
Best væri að koma upplýsingum á Gumma gjaldkera svo við getum millifært á þig, gbb@itn.is. Væri líka ágætt að fá nótuna við tækifæri.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 sep 2009 05:11 #4 by Þorbergur
Útiljós was created by Þorbergur
Ég er búinn að kaupa ljóskastara með hreyfinema, og ætla mér að setja hann upp á eftir laugardagsróðrinum.
Kv. ÞK

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum