Félagsróður 3.okt

03 okt 2009 22:12 #1 by Ingi
Félagsróður 3.okt was created by Ingi
Það var töluverður fjöldi sem mætti í blíðunni í morgun til róðrar frá Geldinganesinu eða 23 manns.
Þegar við mættum uppúr 9 var lögreglan á staðnum og einhverjir björgunaraðilar að voma þarna nyrst á eiðinu og maraði þar bíll í hálfu kafi í fjörunni. Einhver hefur verið svo óheppin að festa bílinn sinn í gærkvöldi og hefur mátt sjá flæða yfir hann í nótt. Við könnuðum þetta mál ekki nánar en einn blaðamaður í hópnum lét Mbl. vita svo að við ættum að geta lesið um málið á síðum Moggans.

Þegar við vorum umþað bil aðleggja afstað uppgötvaði Sveinn Axel að hann hafði gleymt gallanum heima og skaust suður í Hafnafjörð og kom aftur en það tóku ekki margir eftir því þar sem hann kom í land á sama tíma og hinir þegar stoppað var í kaffistoppinu á hefðbundnum stað í kúmenbrekku. Hópurinn var heldur ekkert að flýta sér og dóluðu áfram í spegilsléttum sjó og sólskin. Allir alltof vel klæddir fyrir sólskinið og hægviðrið. Eftir kaffið var haldið útfyrir Viðey og stefnan sett á Lundey. Smá vindsperringur eftir að komið var austurfyrir eyjuna en það var allt beint á eftir okkur þegar beygt var í áttina fyrir vesta Geldinganesið. Við Guðmundur Breiðdal fórum í smá fjársjóðsleit en hún bar engan árangur í þetta skiptið. Héldum við þá heim á leið í þungum þönkum eftir leitina og spennuna sem fylgir því að leita að fjársjóðnum dýra. Er etta bara djók spurðum við vonsviknir og spældir. En hvað um það mikið var nú gaman samt. þeir sem reru voru Margrét, Klara, Þóra, Hildur, Þorsteinn, Páll, Þórólfur,Hafþór,össur, Haukur, Beggi, Andri, Ari Gauti, Jón, Einar, Sveinn Axel, Eymi, Lárus, Sigurjón, Þorbergur,Rúnar róðrarstjóri, Guðmundur Breiðdal og undirritaður. 14 km voru farnir í þetta skiptið.

Ingi
myndir af trakkinu er hér:

picasaweb.google.com/IngiSig/FelagsroUr3Okt2009?feat=directlink


Post edited by: Ingi, at: 2009/10/03 19:10

Post edited by: Ingi, at: 2009/10/05 18:57<br><br>Post edited by: Ingi, at: 2009/10/05 18:59
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum