Félagsróður 10. okt

13 okt 2009 17:39 #1 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Félagsróður 10. okt
Já þessi grái er Hasle Explorer. Algjör sjóborg og því betri eftir því sem aðstæður versna. Sævar þú ættir að þekkja kosti hans.;)
Kv.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 okt 2009 05:24 #2 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Félagsróður 10. okt
Þetta eru flottar myndir og myndefnið verðugt.
Það er þessi grái bátur sem heillar dálítið- fer greinilega vel í sjó...

En takk fyrir þetta.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 okt 2009 17:41 #3 by Rúnar
Replied by Rúnar on topic Re:Félagsróður 10. okt
Ef öldurnar hefðu breyst í vín hefði maður orðið snarölvaður í róðrinum, svo mikið af sjó fauk upp í mann. Ætli það sé ekki hægt að kaupa e.k. sjógrímur á netinu? Ég veit a.m.k. til þess að til eru snjógrímur til að verjast skafrenningi.

Nokkrar myndir úr róðrinu má sjá hér.

picasaweb.google.com/runar.palmason/FelagsroUr10Oktober2009#

Glöggir kayakmenn munu sjá að Garðar reri á Buchaneer sem eru fremur sjaldséðir nú til dags en þeir voru afar vinsælir hér á landi seint á síðustu öld. Bátinn á Garðar í félagi við Sigurjón föður sinn og mér skildist að þeir ættu jeppann líka saman. Höfðingi er hann Sigurjón.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 okt 2009 21:56 #4 by Ingi
Félagsróður 10. okt was created by Ingi
Rúnar, Garðar, Sigurjón, Sveinn Axel, Páll,Lárus,Eymi og Ingi reru í frísklegum og haustlegum vindi í morgun. Fyrst var farið í Leirvog á móti golunni og síðan lensað undan og síðan farið útfyrir Þerney, Lundey og Viðey. Tvær hnýsur furðuðu sig á þessum skrítnu köllum, en Lalli heyrði ekki hvað þær sögðu en þær voru örugglega að ræða um okkur þarna við Lundeynna þar sem vindurinn fóru eitthvað yfir 8 gömul vindstig á eftir okkur.

Semsagt hressandi og endurnærandi róður í hvítstroknum sjó á Sundunum.

Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum