félagsróður 17. okt

02 nóv 2009 03:40 #1 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:félagsróður 31. okt
Þegar okkur varð ljóst að einginn kæmi af hinum ábyrgu aðilum félagsróðarar fórum við með stutta sjóferðabæn og sjá. Tvöfaldur og afskaplega skýr regnbogi birtist vesturaf eiðinu eins og svar frá almættinu. Við teljum okkur því héðaní frá hafa sérstakt leyfi frá Honum.
Megi Mátturinn vera með okkur héreftir sem hingað til.
Kkv.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 nóv 2009 00:25 #2 by Siggisig
Replied by Siggisig on topic Re:félagsróður 31. okt
Þrír voru mættir í róður í dag, Ingi, Höskuldur og Sigurjón. Hinir ábyrgu kappar voru allir víðsfjarri þannig að við tókum stjórnina í okkar hendur. Þegar við vorum að sjósetja vestan megin þá blasti við okkur óvenju fallegur regnbogi, heill og skarpur. Hann virtist tilla sér í fjöruna sitthvoru megin við sundið og bjóða okkur að róa í gegn. Við rérum undir regnbogann og héldum útfyrir Geldinganes og Þerney sem leið lá yfir Kollafjörð í Nasistahreiðrið. Þegar við komum vestur fyrir Geldinganes komumst við í 2 m undiröldu úr vestrinu. Þetta var ljúf alda sem lyfti okkur skemmtilega upp og niður en krumpaðist öðru hverju þegar sunnanáttin blés þvert á hana. Við fengum óvænta ævingu við lendingu undir Nasistahreiðri. Stríðin alda setti Inga þversum en í stað þess að velta honum þeytti hún honum langt upp í land. Aldan kom svo út aftur, sótti mig og setti mig pent við hliðina á Inga. Eftir kaffisopann fengum við svo temmilega æfingu í brimsjósetningum en allt fór vel og höfðum við bara gaman að. Nokkrar veltur voru svo teknar í Veltuvík á heimleið. Fínasti róður.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 okt 2009 03:33 #3 by maggi
Replied by maggi on topic Re:Félagsróð 24. okt
flottur róður í rjóma blíðu , her eru myndir af nýju æfingunum sem menn eru farnir að stunda þegar engin er aldan.
picasaweb.google.com/maggisig06/Felo24Ok...1sRgCLKf9um1hezlpwE#

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 okt 2009 21:04 #4 by Orsi
Replied by Orsi on topic Félagsróð 24. okt
Ritari kunngjörir að fimmtán bátar voru á sjó í dag, fyrsta vetrardag. Gormánuður er genginn í garð. Staðreynd sem ekki verður umflúin. Lét hann þó ekki ófriðlega í morgun.

Heldur þvert á móti.

Blíða var á sundunum. Elstu menn mundu ekki annað eins. Hvað þá þeir yngstu.

Róið var umhverfis Viðey. Róðrarstjóri var Hörður. Tekið var vænt hlé á Eiðinu. Einhverjar leikfimisæfingar voru iðkaðar og fylgdu þeim eigi mannskaðar. Nóg um það. Þessir réru:

Hörður
Eymi
Lárus
Jóna
Erna
Þóra
Össur
Gísli K.
Sveinn Ax
Hildur
Sigurður
Ingi
Þórólfur
Maggi S
Orsi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 okt 2009 02:14 #5 by SAS
Replied by SAS on topic Re:félagsróður 17. okt
Páll fékk sinn skerf að þessari stóru öldu, reyndi að ná myndum af henni og Palla sem má sjá á
picasaweb.google.com/sjokayak/20091017Felagsrodur#

Hún var elskuleg, að sleppa þvi að brotna yfir okkur, en mikið var hún hávaxin.

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 okt 2009 00:55 #6 by Ingi
félagsróður 17. okt was created by Ingi
Sjaldan séð aðra eins fjöru. Gengum hálfaleiðina útfyrir Viðey og síðan farið vestur fyrir í ágætisveðri. Það kólnaði þó á meðan á róðri stóð og hitinn kominn í 4° þegar við Þorsteinn komum í land. Við urðum viðskila við hópinn þar sem menn gleymdu sér í bruni á milli kletta sem sjást næstum aldrei nema á blásandi fjöru. Okkur varð semsagt kalt á að bíða eftir sjóhetjunum og fórum í kaffi enda ekki í heilgöllum og ullarbrókum eins og flestir hinna.

Þegar farið var fyrir vestur endann á Viðey var hæglætisveður en ein og ein amma var að ygla sig og svo kom ein langamma sem Sveinn Axel fékk í fangið en ég sá nú reyndar ekki viðureignina þar sem við vorum sitthvorum megin við hana. allavega 4m sú ellen.

Þeir sem mættu nú voru Margrét og Einar, Þóra, Hörður, Þorsteinn, Páll, Maggi,Sveinn Axel, Gunnar Ingi, Lárus og Ingi.

Post edited by: Ingi, at: 2009/10/19 16:47<br><br>Post edited by: Ingi, at: 2009/10/19 17:47
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum