Hvernig á að gera við carbon ár?

19 okt 2009 23:46 #1 by Ingi
Pétur í Hvammsvík átti hólka sem hægt er að setja innaní skaftið. Ég fékk hjá honum svona hólk og stál spennu til að læsa saman þegar ég sagaði mína ár í sundur og stytti hana um 50 cm eða þar um bil.

Annars verðum við að passa okkur soldið núna þegar fer að frjósa að hafa aldrei koltrefjaárar þar sem frýs. Það skemmir þær ef sjór eða vatn kems á milli laga. Endarnir eru viðkvæmir og gott að loka þeim með epoxý málningu segja mér fróðir menn.
Kv.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 okt 2009 14:50 #2 by Andri
Ég gerði við carbon árina mína eftir að hafa brotið hana í tvennt. Ég byrjaði á því að pússa allt lausa efnið í brotinu í burtu, síðan bjó ég til smá rörbút úr trefjaplasti sem ég gat rennt inn í haldfangið á árinni og límdi það inní með trefjaplastefninu (resin). Síðan límdi ég trefjamottu yfir brotið og vafði henni utan um haldfangið og bræddi svo herpihólk yfir.<br><br>Post edited by: Andri, at: 2009/10/19 07:50

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 okt 2009 01:08 #3 by Gunni
Laugardagsróðurinn og leikur á milli skerja kostaði mig ár. Hún brotaði tvennt helv... við ekkert átak.
Er einhver með skoðun á því hvernig best er að gera við carbon ár ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum