Sjóva - Forvarnahús

14 nóv 2009 23:10 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re:Sjóva - Forvarnahús
Takk fyrir þessa ábendingu Jón Skírnir - þetta er augljóst þegar búið er að benda á það og ég hef enga reynslu af róðri á straumkayak.
Dráttarlínan, sem margir hafa um mittið á sjókayak til að geta aðstoðað félaga og nota má sem líflínu eins og hér hefur verið skrifað um, getur einnig verið til vandræða. Í drætti getur hún flækst í bátnum á ýmsa vegu og fari maður í sjóinn getur hún vafist um fæturna og hindrað sund og björgun.
Þegar verið er að draga getur sá sem dregur oltið og línan hindrað að hann nái sér upp aftur. Við höfum æft það að vera að draga félaga, velta niður, losa dráttarlínuna í kafi með öryggislosun og velta okkur síðan upp.

Sit-on-top kayakar fljóta hátt í sjónum, eru flatir og reka því frá manni jafnskjótt og minnsta gola blæs. Þar er líflína nauðsynleg, miklu fremur en á venjulegum kayak sem rekur hægt þegar hann er á hvolfi.

Loks vil ég bæta við um reynslu mína af því að nota dráttarlínu sem \"líflínu\", einn í lendingum við Suðurströndina. Áður en ég fór gegnum brimraðirnar upp á ströndina, húkkaði ég línunni í bátinn. Þegar ég krækti í línu sem ég hafði lagt frá mannopi fram í stefni gekk mér vel að draga bátinn til mín eftir að mér hafði \"skolað á land\" - á móti útsogi öldunnar, því að þá sneri stefnið upp í strauminn. Þegar ég hins vegar húkkaði í hliðarlínu bátsins lagðist hann þversum í útsoginu og fullhlaðinn lá hann nokkuð djúpt í straumnum, kippti mér til baka þar sem ég var nýstaðinn upp og dró mig á fullri ferð nokkurn spöl niður í sjó aftur.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 nóv 2009 22:11 #2 by jsa
Replied by jsa on topic Re:Sjóva - Forvarnahús
Eg er alltaf herna, var bara kominn med nog af thvi ad sja komment eftir mig hrannast upp a vefnum :)

I straumvatni er alveg bannad ad festa sig vid batinn. Ef madur syndir tha vill madur ekki ad baturinn dragimann undir stein eda ofan i eitthvad oged. Thad sem thu kallar liflinu a sjo vaeri aflifunarlina i straum :)

Mer lyst mjog vel a gerd kynningarmyndar... ef fjarmagn faest. Vid paeldum i thessu thegar vid gerdum baeklinginn og akvadum tha a byrja a baeklingnum. Thad eru komin nokkur ar sidan og alveg timabaert ad yta aftur vid kynnigar og oryggismalum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 nóv 2009 21:27 #3 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Sjóva - Forvarnahús
Ég ætla að stinga upp á því að Klúbburinn setji saman kynningarmyndband þar sem okkar áherslur um öryggi og umgengni um bæði báta og umhverfi verði hafðar að leiðarljósi. Nú erum við farin að róa allt árið og alltaf fleiri og fleiri sem bætast við harðkjarnahópinn. Er það bara ekki lógíst næsta skref í þessum málum?
Kveðja,
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 nóv 2009 22:04 #4 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re:Sjóva - Forvarnahús
Er þessi klúbbur að lognast út af - eða er þetta bara vetrarhýði ? Það hefur enginn tjáð sig um þetta efni, né annað í hálfa viku. Það mætti a.m.k. minna á félagsróður næsta laugardagsmorgun.

Hluti af ástæðunni er líklega að það eru til litlir hópar þar sem þeir virkustu eða þá vinahópar hafa beint samband sín á milli og það kemur ekki fram á þessari vefsíðu.

Annars ætlaði ég bara að láta vita að ég sendi póst til Sjóvár með tveim athugasemdum, um \"líflínu\" og um klæðaburð á sjó.

Kveðja,
GHF.<br><br>Post edited by: Gíslihf, at: 2009/11/12 14:04

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 nóv 2009 20:55 #5 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re:Sjóva - Forvarnahús
Þessi texti er hugsanlega þýddur úr einhverjum stöðluðum texta erlendis frá - og við gætum verið of fljótfær að leiðrétta eitthvað út frá sér aðstæðum sjó- eða straumkayaka, sem átt gæti við kanó á stöðuvatni t.d. Mér verður spurn t.d. af hverju þetta er hættulegt:
\&quot;Aldrei festa sig eða barn með líflínu við bátinn.\&quot;
Þetta er nákvæmlega það sem ég gerði með dráttarlínunni til þess að verða ekki viðskila við bátinn þegar aðstæður gerðust viðsjárverðar og ég var einn. Það versta sem ég vildi forðast var að verða viðskila við bátinn - þá væri dauðinn vís!
Er þarna hugsanlega verið að óttast að flækja sig í línuna og ekki gert ráð fyrir hníf í vestinu ? Eða er þarna eitthvað straum-viðhorf sem ég þekki ekki ?

Kveðja,
GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 nóv 2009 01:28 #6 by jsa
Replied by jsa on topic Re:Sjóva - Forvarnahús
Það væri gott framtak ef að einhver málsmetandi maður sendi forvarnarhúsinu nýjan texta. Þetta er það sem ég hugsaði þegar ég las þetta:

\&quot;Að róa kanó og kajak er erfiðara en það sýnist. Það þarf sterka líkamsbyggingu, þol og þjálfun í að stjórna bátnum og halda jafnvægi.\&quot;

Gott og vel það getur verið erfiaðar að róa kayak en það sýnist. En þessi setning gefur þau skilaboð að miðaldra hjón geta gleymt því að fá sér bát og búnað og fara að róa í góðum hópi.

\&quot;Allir á kanó og kajak lenda í að hvolfa bátnum og er því mikilvægt að klæðast björgunarvesti.\&quot;

Þetta er eins og að segja að allir sem keyri bíl lendi í árekstri og því ættum við að hafa öryggisbelti. Ef að miðaldra hjónin, í dæminu hér að ofan, lesa þetta þá er nokkuð víst að þau munu hætta við að prufa kayak.

\&quot;Bátar hvolfa jafn oft á sléttu og ósléttu vatni,..\&quot;

Einmitt... menn hrasa líka jafn oft á sléttu landslagi og ósléttu landslagi. Núna eru miðaldra hjónin búin að ákveða að smella sér bara í golf og taka börnin með sér.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 nóv 2009 19:16 #7 by SAS
Sjóva - Forvarnahús was created by SAS
Rakst á eftirfarandi síðu:

www.forvarnahusid.is/category.aspx?catID=302

Ekki er hægt að taka undir allt sem þarna er sett fram. Menn bíða ekki lengi í köldum sjó eftir hjálp eða synda langt með kayak.

Þarna er einnig linkur á góða samantekt um útbúnað fyrir kayakferðir eftir Örlyg.

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum