Félagsróðr 14. nóvember

19 nóv 2009 22:37 #1 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:Félagsróðr 14. nóvember
Maður spyr ekki að því þegar Gísli og Sævar fara af stað. Þessi lota minnir á gullöldina í sumar svei mér þá. Ekki laust við að maður saknaði að heyra eitt algengasta orðasamband hringferðarinnar, þ.e. hvar Gísli \"lætur fyrirberast í nótt.\"

Af þessu tilefni, ein uppástunga:

Næturróa útí Engey eða Akurey og láta þar fyrirberast eina nótt. Kominn tími til.
Sjálfsagt er best að gera þetta á föstud. kvöldi og koma inn í félagsróður að morgni, líkt og fyrrum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 nóv 2009 20:47 #2 by Sævar H.
Það er ekkert nýtt að ég tilgreini kayakmenn og konur.

En að lúðunni- ef kayakmenn og konur reka hausinn í
eina slíka við veltuástand.
Einkum er möguleiki á því undan auðugum fuglabjörgum
um varptímann-t.d við Hornbjarg.
Lúðunni þykja nýfallin bjargfuglsegg hið mesta
sælgæti.
Þá liggja þær með sjávarstraumnum um fallaskiptin og
eru grunnt.
Lúðan er sá fiskur við Íslandsstrendur sem á sér
flest nöfn í sögunni eða um 70 ,að því Lúðvík
Kristjánsson segir í Ísl. sjávarháttum.
T.d nafnið heilagfiski er frá katþólskum sið- þá var
lúðan í hávegum á föstunni.

Þegar ungir menn drógu sína fyrstu lúðu var það talið
að velgengni til kvenna væri skammt undan.

Heitin voru flest á smálúðunni (eins og myndin er af)

Sjómenn höfðu orð á því í spaugi, að litlum
\"rennilokum\" og \"leikulokum\" -ætti að renna fyrir
skaut kvenna-þá er heim væri komið..
Ég skellti minni lúðu bara uppá eldhúsborðið
og lét það nægja..

Mörg örnefni eru við Íslandsstrendur sem kennd eru við lúðu.
Á boða undan Breiðdalsvík er t.d Sprökuhnaggur .
Flyðrusker eru víða
Uppaf lendingunni á Siglunesi á Barðaströnd er
Flyðrubali... svo dæmi séu tekin.

En hvað um það lúðan er talin einn besti matur sem völ er á...

Góða skemmtun

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 nóv 2009 01:09 #3 by Gíslihf
Þetta er falleg lúða Sævar. Ég vissi ekki að þú nytir svo mikillar kvenhylli sprökufiskimaðurinn.

Ég hlýt að vara þær við og benda á að kveðja þín er aldrei þessu vant til kayakmanna og -kvenna.

Bestu kveðjur,
GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 nóv 2009 22:00 #4 by Sævar H.
Já, Gísli það verður að hafa gaman að tilverunni svona einstaka sinnum.
Vona að þetta hafi verið saklaust og til upplyftingar nú í skammdeginu.
En eins og þú getur um þá eldist fólk og áherslurnar breytast stundum.
Kayakinn hefur orðið að víkja nokkuð hjá mér vegna annars konar sjómennsku - þar sem arðsemin er meiri.
Nú er \"aðalstarfið\" að vera fiskimaður eins og gerðist hér áður og fyrr.
Það gengur mjög vel.
Því til staðfestingar fylgir hér mynd af góðri lúðu sem ég fékk á 32 m dýpi nokkrar sjóm. VSV af Hafnarfirði þann 2. nóvember 2009.:P




Kveður til kayakmanna og kvenna

Sævar H.<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/11/16 14:02
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 nóv 2009 07:26 #5 by Sævar H.
<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/11/15 07:44

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 nóv 2009 06:02 #6 by Gíslihf
Já, ég get bætt við athugasemd Svenna.
Sævar er svolítið stríðinn og hefur á efa áttað sig á því að þarna er gamall \&quot;síðufótur\&quot; á leiðinni þannig að ef Hörður reynir að svara og þræta fyrir þessa veltu þá kemur hún aftur fyrir neðan - og svo finnst Sævari gaman að rifja upp gamlar minningar eins og okkur, sem erum komnir í eldir kantinn :)

Ég held ég mundi eftir þessari veltu hjá Herði, það var bullandi lens einmtt í vindi sem kom frá Kjalarnesinu og hann hafði dregist aftur úr og eins gott að hann velti sér upp sjálfur, því að við hefðum ekki nennt að snúa við :)

Annars erum við sumir orðnir svo sérvitrir að okkur finnst ekkert gaman að rórði ef engar eru velturnar. Það er eins og gamla konan sagði - \&quot;það er ekki gaman að guðspjöllunum ef enginn er í þeim bardaginn\&quot;.

Kveðja,
GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 nóv 2009 05:50 #7 by SAS
Replied by SAS on topic Re:Félagsróðr 14. nóvember
Eitthvað er síðan okkar að stríða Herði, textinn fyrir neðan brotalínuna í póstinum hans er hluti af eldri pósti. Við komum ekki í Lundey í dag, rérum norðan Viðeyjar og vestur fyrir Engey og svo suður fyrir Engey og Viðey í bakaleiðinni.

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 nóv 2009 05:16 #8 by Sævar H.
Gott yfirlit um helgarróðurinn hjá þér Hörður.
Ég er að velta því fyrir mér með þessar tíðu fyrirvaralausu veltur í félagsróðrunum.
Þetta er alveg nýtt fyrir mér.
Ég man ferð mína nr. 2 á mínum kayak.
Alls óreyndur maðurinn og þekkti kayakinn ekkert til siglingar.
Ég ætlaði í smá hring frá Geldingsnesinu en hitti annan kayakræðara í fjöruborðinu.
Sá spurði um samróður- jú ég var til í það.
Kanntu félagabjörgun var spurt.
Jú ég taldi það.
Síðan var lagt í róðurinn.
Út með Geldingnesinu að austan-Þerneyjarsund og norðan Þerneyjar og að Lundey sunnanmegin.
Þá var kominn norðvestan strengur með mjög krappri öldu og í bland við vestan undiröldu.
Þorir þú að róa þvert fyrir Viðey í þessu sjólagi- spurði róðrarfélaginn.
Jú ég var til í það.
Og á þessari þverun fór nú heldurbetur að reyna á að fara ekki á hvolf.
Þá fundum við það róðrarfélagarnir að með því að leggjast bara í ölduna og setja árina á öldutoppinn- þá héngum við á réttum kili.
Fyrir Viðeyna og undan vindi og undiröldunni lærðum við að með því að spila með árina til ádrags og úrdrags - gátum við haldið okkur á ballans.
Ferðinni lauk síðan við eiðið - en helvíti vorum við lúnir.

Enda báðir tveir hreinir græningjar í kayakróðri.<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/11/14 21:29

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 nóv 2009 21:48 #9 by Hordurk
Fínn róður í dag farið frá Geldingarnesi norður fyrr Viðey og síðan áfram norður fyrir Engey.Siglingaleiðin þveruð á góðum hraða og síðan kaffistopp á vesturhlið Engeyjar. Það mættu 14 ræðarar, veðrið og sjólag var gott, aðeins hliðaralda á leiðinni tilbaka, á milli Engeyjar og Viðeyjar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum