Samráð vð LHG

29 nóv 2009 03:59 #1 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Samráð vð LHG
Eftir róður þinn umhverfis Ísland og með þeim samskiptum sem þú hafðir við þessa stofnun- hefði mér fundist að málum hefði betur verið hagað með andstæðum hætti.
Landhelgisgæslan hefði átt að leita eftir allri þinni þekkingu og reynslu eftir þessa mögnuðu róðrarferð.

Að baki er alveg ómetanleg reynsla sem þú hefur að miðla til þessara mikilvægu aðila.

Það liggur einfaldlega ljóst fyrir að tilkynningarskylda þín til þeirra var í raun einstök. Mér er vel kunngut um það...
En vonandi nýtist reynslan til framvindu öryggismála á sjó...<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/11/28 20:00

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 nóv 2009 01:01 #2 by Gíslihf
Samráð vð LHG was created by Gíslihf
Þeir Maggi, Örsi og Palli formaður komu með mér til viðræðna við stjórnendur Vaktstöðvar siglinga hjá Landhelgisgæslunni í gær, föstudag.

Var okkur vel tekið og sýnd aðstaðan þar sem starfsmenn eru á vakt allan sólarhringinn og fylgjast með umferð sjófara.
Við vorum að ræða um skilyrði til fjarskipta með strönd landsins, í síma og með VHF stöð á kallrásum sem Vaktstöðin notar. Víða eru skuggar með björgum og fjöllum, sérstaklega á Hornströndum. Einnig var rætt um með hvaða hætti væri best að haga samskiptum, til að láta vita staðsetningu og hvort allt væri í lagi.

Við fengum svo heimild til að gera nánari tillögur um þessi samskipti, sem eru mikilvæg til að tryggja öryggi í kayakferðum.

Kveðja,
Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum