Sundlaugaræfing

30 nóv 2009 20:42 #1 by eymi
Replied by eymi on topic Re:Sundlaugaræfing
Er alveg eyðilagur maður að hafa ekki komist í laugina nú í nokkur skipti í röð. Er ákveðinn í að koma næst.. en hugga mig við það að ég fer aldrei á sjó öruvísi en að taka nokkrar veltur vinstri og hægri.
Áður en vetri lýkur er markmiðið að ná fullu valdi á \"Off balance scully\" og að geta smurt sig uppúr veltu (eins og Gísli hf orðaði það um daginn) í rólegheitum B) .. geymi handveltuna fram á næsta vetur ;)
Það setur smá pressu á mann að opinbera þetta svona!<br><br>Post edited by: eymi, at: 2009/11/30 12:46

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 nóv 2009 05:18 #2 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Sundlaugaræfing
Þetta er alveg ómetanlegt að geta farið í innilaug og æft veltuna í hópi þessara reyndu sjó og straum manna og kvenna. Þó að maður telji sig hafa hana á hreinu þá er lífsnauðsynlegt að halda henni við þar sem að maður verður miklu afslappaðri á sjónum er aðstæður versna aðeins.:silly:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 nóv 2009 04:33 #3 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:Sundlaugaræfing
Það voru um 15 manns á æfingu dagsins. Mestmegnis sjófuglar en straumendur í minnihluta. Svona er þetta stundum. Hvað um það, ýmsir í nýrri kantinum eru að ná góðum tökum á veltunni og vitaskuld skemmtilegt að sjá fólk nýta laugina til að taka framförum. Svo var auðvitað gaman að sjá tilþrif hjá berserkjum á borð við Lárus og Svein. Maggi og Carlos eru líka augnakonfekt og ekki má gleyma Inga með grænlenska prikið. Þóra og Halla eru á fljúgandi siglingu og Hörður hinn hugumstóri alltaf reiðubúinn að aðstoða allt og alla af sinni einstöku ljúfmennsku.

Semsagt góð blanda á þessum ágæta sunnudegi. Það ku vera einhverjar æfingar eftir fram að jólum og um að gera að nýta þær. Síðan fer sólin að hækka eftir aðeins 4 vikur og þá verður allt bókstaflega vitlaust í lauginni. Fleira var það ekki að sinni. Þökk.

Sundlaugarnefnd.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 nóv 2009 15:50 #4 by maggi
Sundlaugaræfing was created by maggi
það er æfing í dag kl 17

Sundlaugarnefnd

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum