Grindavík - seinna.

11 des 2009 22:21 #1 by Gíslihf
Nú er búið að blása hressilega SA af hafi á Suðurnesjum og trúlega eru magnaðar öldur og brot við Grindavík - svo lægir í kvöld og verður blíða í fyrramálið fram að hádegi skv. veðurstofunni - en aldan heldur áfram legur.
Þetta eru því væntanlega kjöraðstæður fyrir brimreið og -lendingar.

Þetta er samt ekki hentugur tími nú í myrkrinu og rétt fyrir jól, en vonandi verða svipuð tækifæri eftir áramótin þegar fer að birta á ný.

Á Sigling.is má sjá að ölduduflið við Grindavík sýnir kl. 1500 5,5 m ölduhæð, tímann milli öldutoppa 9,2 s og öldulengd 131 m þannig að þetta eru virðulegar úthafsöldur og duflið er örugglega ekki uppi á grynningum, þannig að brotin geta orðið margfalt hærri.

Kveðja, GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum