Félagsróður 12 . desember

16 des 2009 17:01 #1 by Ingi
Fyrir ca ári síðan vorum við Páll fyrir norðan Viðeyjar og það var frekar hvöss NV átt. Hópurinn var aðeins framar og við vorum ekki alveg komnir að röstinni þá verður mér litið í áttina að Lundey og svona sirka miðja vegu kannski heldur norðar en miðja leið til Lundeyar var strókur sem náði örugglega 10 metra í loftið. Ég nefndi það við Pál og við ræddum þetta aðeins í kaffistoppinu. Mjög einkennilegt að sjá þetta.
Bara til að hafa þetta skráð ef einhver annar verður var við svona.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 des 2009 02:56 #2 by Sævar H.
\"Mér ógna þau vindský\"

\"Ég sigli ei skýin, ég sigli sjá!\"

Þarna er að sjálfsögðu ort á tímum seglskipa (báta)
og sá eldri og reyndari hafði reynslu af vindskýum og
hvaða ursla þau gátu boðað við siglinguna.

En \"ungi\" galgopinn sem allt \"vissi\" sagðist sigla
sjái en ekki ský... Hann hefur væntalega lært
eitthvað meir síðar... En gaman að þessu Gísli .

En það leynist oft í sjó sem augað ekki nemur .
Ég var á fiskveiðum í dag NV af Lónakoti á Hraunum
sunnan Hafnarfjarðar og var samkvæmt sjókorti mínu á
GPS tækinu og dýptarmæli á 37 metra dýpi- til
botns. Þá kemur svört þúst á mælinn og er á 9 metra
dýpi. Þessi þúst yfirtekur allt mælisviðið og virkar
sem botn. Ég færi bátinn til um tíu metra til hliðar
og þá fæ ég hluta af þústinni á 9 m og síðan botninn
á 37 metrum. Þetta var þá stórhveli sem var kominn í
heimsókn og stoppaði þarna undir bátnum... En nokkuð
hefur verið um hnúfubaka að undanförnu hér inni á
Faxaflóa... Stærðar skepnur.
Það er ekki alltaf allt sem sýnist... Gott fyrir sæfarendur að vita að margt býr í hafinu...<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/12/14 19:44

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 des 2009 20:57 #3 by Gíslihf
Þökkum Sævari góða fræðslu. Þegar Sævar varar okkur við veðri eða sjólagi hef ég ekki getað gert að því að í hugann kemur gamall vitur eða a.m.k. reyndur maður í kvæði Matthíasar um Eggert Ólafsson:

Gamall þulur hjá græði sat,
geigur var svip hans í,
hann mælti við Eggert Ólafsson:
\&quot;Mér ógna þau vindaský\&quot;.

Eigi að síður hef ég stundum svarað í sama dúr og Eggert:
\&quot;Ég sigli ei skýin, ég sigli sjá!\&quot; - o.s.frv.

Við erum með ágætt örnefnakort á vefsíðu klúbbsins, en gott væri að geta verið með úrklippu af sjókorti af þessari grunnslóð sem við róum mest frá Geldinganesi - ekki síst vegna merkinga á dýpi.

Hugsanlega er það ekki heimilt án samþykkis rétthafa?

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 des 2009 05:33 #4 by Sævar H.
Með Geldinganesið vestanvert: Þarna útaf Helguhólnum geta myndast straumhnútar.
Það liggur breiður áll inn milli Viðeyjar og Lundeyjar 22-25 m. djúpur.
Og á aðfalli þegar sjórinn streymir inn þennan ál þá lendir hann á grynningabrekku -
fyrst uppá 10 m. dýpi svona um 200 m frá Geldinganesinu og skellur síðan á aflíðandi grynningum allt í fjöru á Geldinganesinu
Þarna fremst og vestast.

Við þessa brekkufyrirstöðu breytist straumstefna úr láréttu í brekkuhallann og sjórinn bólgnar upp í öldu. Það er í þessari ólgu skammt frá landinu sem er hætt við straumhnútum ef vindur er andstæður.

Þarna hef ég oft verið langdvölum við fiskveiðar - einmitt við \&quot;brekkuræturnar\&quot; við endann á 20 m dýpinu.

En þar kann fiskurinn best við sig- þar til ég veiði hann... Þá víxlast ánægjan - mér í vil...

Bara svona til upplýsingar...<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/12/13 21:57

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 des 2009 21:49 #5 by Orsi
Ekki fyrr komin ritstífla hjá Inga en það brestur á með ritræpu hjá öðrum.

Um að gera að sem flestir iðki hið síðarnefnda hér á vefnum. Það lífgar upp á hann og alltaf gaman að lesa þetta. Og Ingi hrekkur í gang fyrr en varir. Góður penni þar á ferð sem ekki má stíflast lengi.

Þegar maður skrópar í félagsróðri þarf maður alltaf glóðvolga róðrarskýrslu hvað sem tautar og raular.

Líka stórfínt að menn skiptist á með skýrslugerðina ef svo ber undir.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 des 2009 21:30 #6 by Gummi
Ég lét mér detta það í hug en er ein slík þarna við norð-austur hornið á Geldinganesinu ?
Þetta var stuttu eftir að við beygðum fyrir hornið. Ég man eftir svona straum-gúlp inni á Fossvogi eftir að þeir lokuðu heitalæknum í Nauthólsvík vog leiddu vatnið úr honum út í miðjan voginn en ég hef aldrei séð þennan gúlp þarna þó ég hafi róið þarna í hinum ýmsu veðrum.

Kv. Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 des 2009 19:32 #7 by Gíslihf
Skemmtilegt að lesa pistla ykkar. Já ritstífla kemur víst fyrir bestu rithöfunda. Ingi þarf hugsanlega að hvíla rithöndina í nokkra daga en það er ekkert gaman að Korkinum ef enginn tjáir sig þar.

Ég var fyrir löngu búinn að sjá við þessum kenjum í \&quot;ritstjóranum\&quot; á Korkinum. Þegar ég skrifaði pistla þótti mér betra að hafa textann smátíma á skjánum til að fara yfir hann og laga orðalag áður en ég sendi. Þá virtist vera komið \&quot;timeout\&quot; og allt týndist! Þess vegna fór ég að skrifa í Word og afrita síðan inn á Korkinn, eða bara velja \&quot;CTRL-A og Ctrl-C\&quot; á undan \&quot;Submit\&quot; og þá var til afrit í minni og \&quot;Ctrl-V\&quot; nægir til að fá allt á skjáinn á ný.

Gummi J. - margt býr í sjónum! Var þetta hugsanlega ofan við stútinn frá skolpleiðslu ?

Kveðja, GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 des 2009 17:52 #8 by Gummi
Það væri kanski spor í rétta átt að fá borgina til að setja upp ruslatunnu og skilti þar sem hudaeigendur eru beðnir um að hirða upp eftir bestu vinina. Þar er einnig líklegt að fólk sem stundar \&quot;náin kynni\&quot; í bílunum gæti losað sig við afraksturinn.

Annars var þetta fínn róður hjá okkur sem fórum styttri hringinn. Enda hafði ég ekki sjósett bátinn minn síðan um miðjan september að mig minnir. Við endan á Geldinganesinu kom upp mikill straumhnútur við hliðina á mér og olli það mér miklum heilabrotum það sem eftir var af ferðini. Þetta leit út eins og það væri risa uppspretta þarna. Þetta stóð full lengi til að geta verið eftir hval svo líkast til hefur þetta verið straumhnútur af völdum útfallsins. En því miður tók engin annar eftir þessu svo ég sit einn uppi með spámennskuna. ;)

Ég vona að Ingi losni fljótlega við ritstífluna því við höfum öll gaman af skrifum hans og persónulega þá hef ég aldrei spáð í því hver skrifar mest og oftast hérna. Enda hefði ég þá aldrei lesið pistlana hans Sævars svona oft í sumar B)

Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 des 2009 06:11 #9 by Sævar H.
Hún er eitthvað erfið þessi innskráningarheimild á síðuna
Mér er yfirleitt vísað út eftir stuttan tíma,þegar ég var að uppfæra hringferð hans Gísla, var þetta meiriháttar vandi- en ég var þrautseigur- og eins og Gísli- hafði ég sigur á þessu tölvukerfi...en hann á hringnum um Ísland<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/12/12 23:09

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 des 2009 05:32 #10 by SAS
Replied by SAS on topic Re:Félagsróður 12 . desember
Það er vírus með oss. Ég var búinn að hamra langan stíl fyrr í dag og reyndar aftur núna fyrir fáeinum mínútum, en einhverra hluta vegna hverfur hann alltaf.

Hef í raun litlu við að bæta við róðrarlýsinguna.

En þegar við komum í land og fórum að ganga frá, lenti ég í stór átökum við hundaskít. Þar sem ég er sjálfur hundaeigandi, þá veit ég að er ekkert við hundana að sakast, heldur eru það helv. hundadeigendurnir.

Ég taldi 11 dellur frá ferfætlingunumí kringum aðstöðuna okkar. Þetta er ekkert annað en strið, óþolandi og ólíðandi framkoma hundaeiganda i okkar garð.

Þetta kyrrsetulið sem fer ekki út úr bílunum sínum, heldur hendir hundinum út, sem eltir bílinn skelfingu lostinn, hræddur um að vera skilinn eftir.

Hvernig eigum við að bregðast við? Skrá niður bílnúmer og birta á vefnum?
kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 des 2009 03:19 #11 by Sævar H.
Takk fyrir góðan pistil , Páll. Ef mynd á að fylgja með pistli, þá má hún ekki hafa meira rými en &lt; 100 kb ( nærri lagi) ef hún er stærri- þá hafnar síðan móttöku og allt fer í vaskinn. Áður en mynd er ákveðin þá verður að hámarka(lágmarka) stærð hennar. Þetta vandamál entist mér allan hringróðurinn hjá Gísla H. F. - var oft að klikka á þessu.
Kveðja-- sjáumst með hækkandi sól...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 des 2009 01:46 #12 by Páll R
Er við Ingi vorum tveir eftir í höfuðstöðvunum eftir róður, tjáði hann mér að hann væri með netta ritstíflu. Eins fannst honum hann vera orðinn nokkuð áberandi á korknum. Fékk hann mig því til þess að greina frá ævintýrum okkar þennan laugardagsmorgun.

Tíu harðsnúnir ræðarar mættu á Geldinganeseiðið í myrkrinu í morgun. Veður var ágætt, austlægar áttir og hlýtt í veðri.
Meðan á undirbúningi stóð var kynnt \&quot;jólagjöf kayakeinfarans\&quot;, lítill stálsleði sem bundinn er undir bátinn aftarlega. Má þá draga bátinn yfir möl og grjót án þess að tjón hljótist af. Maggi sýndi síðan notkun þessa handhæga búnaðar er út var komið. Þetta \&quot;patent\&quot; getur vafalaust létt einfaranum átökin þegar koma þarf hlöðnum báti að og frá sjávarmáli.
Héldum af stað austan megin eiðisins og ætluðu nokkrir að láta sér nægja Geldinganeshring og segir ekki meira af þeim hér. Aðrir tóku stefnuna á Lundey og þaðan í Viðey. Væg austlæg átt og smáalda létti róðurinn í Lundey og vestur fyrir Viðey. Kaffihlé var tekið undir skyggni sólskálans. Eftir spjall og næringu var róið hraustlega og án hlés á móti strekkingnum í höfuðstöðvarnar. Hefðbundið sull, veltur og fleiri kúnstir voru gerðar undir lok róðursins.

Mættir voru Ingi, Sv. Axel, Hörður, Lárus ogg Páll R., sem tóku Lundey og Viðey.
Maggi, Gísli K., Þórsteinn, Sigurjón og Gummi réru Geldinganeshringinn.

P.S. Þetta er ekki nærri eins greinargott og fyrri tilraunin sem tapaðist þegar vefsíðan hafnaði mér. Við það verður að búa.

PPS. Engar myndir voru teknar í þessum annars ágæta félagsróðri. Læt því fylgja eina af fyrirsætu minni frá því síðasta mánudag.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 des 2009 01:17 #13 by Páll R
Ég var búinn að skrifa þessa líka fínu lýsingu á mogrunstund okkar, en korkurinn vildi ekki samþykkja mig. Nú er andinn ekki lengur yfir mér og skrifin týnd. Reyni aftur, ef þetta heppnast.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum