Jóladagur í Fagurey -fyrir löngu

25 des 2009 23:53 #1 by Sævar H.
Frá Akureyjum


Og nú eru komin jól og daga fer að lengja á ný.

Við sem fórum í sjóróðrarferðina um eyjarnar norðan
Skarðsstrandar í ágústmánuði í sumar , minnumst
sögunnar sem hann Reynir Tómas , fararstjóri sagði
okkur á kvöldvökunni í Akureyjum.

Sagan gerist á aðventunni um miðja nítjándu öldina
,þegar tveir menn eiga erindi frá Akureyjum yfir í
Fargradal á Skarðsströnd.
Mikið frost hafði verið langtímum og sundið milli
Akureyja og lands ísilagt.
Og mennirnir tveir leggja því í ferðina fótgangandi
eftir ísnum.
Þegar þeir eru hálfnaðir til lands brestur ísinn
sundur og ísflekinn sem þeir eru á rekur að landi í
Fagurey. Þeir komast þar í land kaldir ,matarlausir
og skjóllitlir.
Í 6 sólarhringa hafast þeir við þarna í Fagurey og
eru orðnir vondaufir um björgun. Þá er það ,á
jóladag ,sem húsfreyja í Fagradal er að horfa með
sjónauka yfir til eyjanna ,að hún kemur auga á
einhverja hreyfingu þarna úti í Fagurey.
Þar átti engin lifandi vera að dvelja á þessum
árstíma.
Og báti er hrundið á flot , þar sem sjófært var orðið
eftir að ísinn losnaði sundur, og róið út í Fagurey.
Það mátti ekki tæpara standa að mennirnir tveir
héldu lífi – svo aðfram komnir voru þeir eftir þessa
löngu hrakninga .
En heim í Akureyjar komust þeir að kvöldi jóladags.
Heima í Akureyjum hafði enginn grun um annað en að
þeir væru í góðu yfirlæti í Fagradal allan þennan
tíma.
Heimurinn í Breiðafjarðaeyjum var sannalega
einangraður –einkum um hávetur.

Gleðileg jól.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum