Straumkayaknámskeið í sumar, skoðanakönnun.

03 mar 2010 05:51 #1 by Anna Panna
Hæ Jón

Frábært að einhver sé að a.m.k. að íhuga kennslu/stuðning fyrir straumvatnsræðara af lægri stigum.

Ég verð víst að hryggja þig með því að ég á því miður ekki klára einhverja félaga af svipuðu róðrar stigi.

Hér á árum áður voru allir svo miklu betri en ég að enginn nennti að hafa mann með. Núna eru þeir bara í barneignum og brauðgerð. Og löngu hættir að róa..

En það hljóta að vera einhverjir þarna úti sem vilja nota tækifærið og verða teknískari. Fá æfingu og bara vera í góðum félagsskap.

Vonum það besta..

Góðar Kveðjur

Anna Svavarsdóttir

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 mar 2010 01:54 #2 by jsa
Sæl Anna
Mega töff að einhver sýni áhuga. Væri meira töff ef þú ættir 2-3 vini á svipuðu kayakróli og þú, eða ef að 2-3 aðrir hafa líka áhuga.
Ég stefni á að vera á landinu í síðustu 2-3 vikurnar í júní og kannski fyrstu vikuna í júlí.
Við ákveðum ekkert um áframhaldið fyrr en amk 2 í viðbót sýna áhuga. Þegar þau eru komin þá kýlum við á þetta.
bk
Jón Skírnir

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 mar 2010 02:17 #3 by Anna Panna
Hæ Jón
Ég er alveg til í straumvatns námskeið í sumar. :lol:
Segðu bara hvar og hvenær og ég mæti...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 feb 2010 20:01 #4 by jsa
Ástæðan fyrir því að ég setti þennan póst á korkinn í Janúar var einmitt til þess að það væri nægur tími til að finna út hverskonar námskeið hentaði, hverjir hefðu áhuga og hvað fólk vildi læra.

Ég reikna með að vera á landinu í Júní í 3 vikur. Þannig að námskeiðið yrði haldið einhverntíman í Júní, ég get verið nokkuð sveigjanlegur á tíma.

Ég var að vonast til þess að það væri smá straumvatns hópur á landinu sem vildi læra meira. Ég hugsa framtakið helst til að auka ástundun í straumvatnsróðri. Ég verð að viðurkenna að ég er soldið feiminn við að reyna að kenna reyndustu sjókayakmönnum landsins á straumkayak. En þannig námskeið yrði örugglega fróðlegt á báða bóga og spurning hver borgar hverjum fyrir kennsluna :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 feb 2010 18:54 #5 by Steini
Það er tæplega persónan Jón Skírnir sem fælir menn frá enda hafa allir hér á klakanum gleymt hver það er. Nú er maður ekki lengur með puttann á púlsinum, en einhvernvegin finnst mér mikil deyfð vera yfir straumvatninu. Það væri helst að sundlaugarnefndarmenn viti hvað er í gangi; eru að mæta nýliðar í sundlaugina með straumróður í huga?? Ef svo er endilega benda á þetta frábæra framtak hjá Jóni.

Svo mætti setja upp námskeið fyrir sjó- kalla og konur, ekki spurning, straumurinn skerpir róðrartæknina.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 feb 2010 06:17 #6 by Gíslihf
Ég verð að segja að þetta er áhugavert og ég efast ekki um að þú verðu góður þjálfari.

Það eru samt ýmsar spurningar í huganum, svo sem hvenær nánar, öll frí þurfa fyrirvara, hentar þetta vönum sjómanni eða er það of tæknilegt? Svo á ég aðeins sjóbúnað og ætla að vera sjókayakmaður áfram.

Í mínum huga er lágmarksfærni í straumi mikilvæg fyrir vissar aðstæður á sjó á sama hátt og þjálfun í brimreið og lendingum.

Hugsanlega eru fleiri að velta vöngum.

Kveðja,
GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 feb 2010 22:47 #7 by jsa
Núll áhugi. Ég verð að viðurkenna að það kemur mér aðeins á óvart. Spurningin í mínum huga er:
Hefur enginn áhuga á að taka námskeið hjá mér eða hefur enginn áhuga á að taka straumkayaknámskeið yfir höfuð?

Ég vona bara að það sé ég sem sé að fæla fólk frá :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 jan 2010 21:05 #8 by jsa
Ég vil kanna hvort að það sé áhugi á því að haldið verði straumkayaknámskeið í sumar. Ég er að velta fyrir mér að vera á landinu í júní og datt í hug hvort það væri áhugi fyrir því að ég héldi námskeið.

Ég sé fyrir mér 3-4 daga námskeið. Þar sem yrði tjaldað við góða kayak á, áin fer eftir getu nemenda. Farið yrði yfir helstu atriði s.s. róðrartækni, lesa straumvat, björgun sundmanna, öryggi og hugmyndafræði. Námskeiðið mundi henta fólki á hæfileika bilinu geta velt sér með c.a. 50% árangri í Hvítánni upp að þeim sem róa class 3-4 en vilja kannski færa sig upp í 4-4+ (það eru t.d. þeir sem róa Tungufljótið nokkrum sinnum á ári og 1-2x í Austari en leggja ekki í Garðsánna og Eystri Rangá).

Til að af námskeiðinu yrði þryrfti t.d. 3 manna hóp og helst allir á svipuðu leveli. Ég veit ekki hvert verðið væri, en miðað við 3 þáttakendur í 4 daga þá má gera ráð fyrir eitthvað á bilinu 30 þús á mann.

Ég mundi vilja hafa tilfinningu fyrir áhuganum sem fyrst svo ég geti byrjað að undirbúa námsefni. Þetta yrði metnaðarfullt og intensívt námskeið þ.a. það tekur slatta af vinnu að undirbúa þetta og gera vel.

kv
Jón S.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum