Félagsróður 23.jan

24 jan 2010 01:37 #1 by Gummi
Replied by Gummi on topic Re:Félagsróður 23.jan
Ég var með ykkur í anda en lét mér nægja að vera heima og dreyma róður þar sem ég er að jafna mig eftir flensu sem ég náði mér í stuttu fyrir síðustu helgi.
Það er gott að vita að það er alltaf farið út að róa nánast hvernig sem viðrar B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 jan 2010 22:56 #2 by Ingi
Félagsróður 23.jan was created by Ingi
Þrútið var lopt og þúngur var sjór þegar Þórólfur,Sigurjón, Hörður,Páll, Sveinn Axel og undirritaður héldu í róður í morgun. SA 15 ms og hviður sem fóru aðeins yfir 20 ms. Þegar komið var í veltuvík þurfti Þórólfur að laga eitthvað og fór aðeins í land þar,en sneri svo við í fylgd Sigurjóns. Hinir héldu norður og vesturfyrir nesið og Viðey. Lens fyrst og hliðarskælingur á milli Gness og Viðeyjar. Þegar komið var að þeim stað sem brotið myndast norðan Viðeyjar kom þessi hæga og þúnga úthafsalda og mætti austan vindbárunni, hún náði samt ekki að brotna en tilkomumikil að sjá úr kayak. Kaflinn frá vesturenda Viðeyjar og í sólskálann var erfiðastur þar sem rokið náði sér allvel á strik. Kaffistoppið var kærkomið og svo var tekið strojið heim til að ná leiknum við dani. Það var allsekki útséð hvort við næðum í tæka tíð á tímabili en allt hafðist þetta nú að lokum. SA áttin var á hlið í sundinu á milli Viðeyjar og Gufness og mátti eddsa vel upp í vind og öldu til að komast beint. Fínn róður sem tók allverulega á. :)
Ingi
www.facebook.com/l/0f6f3;users.wolfcrews.com/toys/vikings/

Post edited by: Ingi, at: 2010/01/24 20:11

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum