þriðjudagsróður -08.02

11 feb 2010 17:40 #1 by Larus
Replied by Larus on topic Re:þriðjudagsróður -08.02
Já svona uppátæki vekja mann aðeins til umhugsunar um öryggismálin, það að vera að leika sér að þræða fjöruna ætti að kalla á að vera með hjálminn á hausnum en ekki hafa hann i daghólfinu, jafnvel þegar sjórinn virkar sléttur og meinlaus.
Annað er með viðgerðarsettið, ég var með það í hólfinu þar er duch-tape ofl sem hefði getað bjargað þessari skemmd, en ég skal viðurkenna að oft er ég ekki með viðgerðarsett. Rifann sem myndaðist er 20 cm löng L-lögðuð og er akkurat á þilinu milli dag- og aftur hólfs þannig að sjór lak inn i bæði hólfin, svosem ekki mikið magn en nokkrir lítrar voru þar þó.
Ég kannaði hvort tryggingafélagið tæki þátt i svona viðgerð en það er ekki nema báturinn sé tryggður sérstaklega.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 feb 2010 01:02 #2 by maggi
Replied by maggi on topic Re:þriðjudagsróður -08.02
Þá er málið að safna saman áraflotum og þurpokum í hópnum og fylla lestina með því uppblásnu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 feb 2010 22:05 #3 by eymi
Replied by eymi on topic Re:þriðjudagsróður -08.02
Þvílík heppni að þetta var ekki eitthvað af stóru hólfunum... hvernig hefðu menn brugðist við því ef báturinn hefði orðið ónothæfur þarna vegna leka?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 feb 2010 03:51 #4 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:þriðjudagsróður -08.02
Það stefndi í tíðindalítinn rólegheita róður þegar við Þórsteinn, Páll og Lárus héldum áleiðis um sundin uppúr kl 16 í dag. Leiðin lá austur um og meðfram Geldinganesinu í norður og sundið á milli Þerneyjar þrætt og svo tekin stefnan á Lundey. Veðrið var fínt, smá gola eða lítið meira en það af austri og milt og gott veður. Fengum lens vesturfyrir Lundey. Þegar við vorum komnir með stefnuna í suður að Viðeyjarhorninu heyrðist alltí einu hár dynkur. Lárus hafði fundið einu ölduna þennan daginn og það sem meira er hún skellti honum upp á sæbarinn klett sem kemur allajafna ekki uppúr sjó. Allt virtist í góðu lagi og hélt hópurinn suður fyrir Viðey og svo heim án þess að stoppa. Þegar heim var komið fóru menn að skola bát og búnað. Þá sást allstór skemmd á bát Lárusar og daghólfið var fullt af sjó. Hann hafði ekki orðið var við að báturinn læki fyrr en að hann opnaði daghólfið. Kannski segir þetta manni að hjálmur verður að vera á kolli en ekki í lest þegar maður er rær við klettótta strönd. Hún gerði allavega ekki boð á undan sér þessi sem skellti Lárusi upp á grjót og við hinir ekki langt undan. Annars var þetta ljúfur róður í fínu veðri. 16 km ritaðir í registerið.

Ingi<br><br>Post edited by: Ingi, at: 2010/02/09 19:53

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 feb 2010 22:45 #5 by Gíslihf
Ég verð í Keflavík á eftir að segja unglingum frá Kayakróðri.
Sjáumst síðar.
GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 feb 2010 21:43 #6 by Þorsteinn
Ég get tekið þig, ÞJ. 8928282

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 feb 2010 18:04 #7 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:þriðjudagsróður -08.02
Endilega, getur einhver komið við hjá mér?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 feb 2010 17:38 #8 by Páll R
Jú gerum það!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 feb 2010 16:20 #9 by Larus
Er ekki bara málið að taka róður frá G-nesi
kl 16.00 i dag ???
kv - lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum