félagsróður 20.02

28 feb 2010 03:10 #1 by Andri
Replied by Andri on topic Re:Félagsróður 27.02
Það munaði minnstu að félagsróðurinn félli niður í dag en við ákváðum að taka stuttan hring þrátt fyrir vont veður. Ég dauðöfundaði Svein Axel af \"snjógleraugunum\" því að það var töluverð hríð á móti okkur og erfitt að horfa fram fyrir sig úfaf sjógusum og éli sem fuku í augun. Ég tók nokkrar myndir á milli verstu vindhviðanna, þær má sjá hér

picasaweb.google.com/Kayakmyndir/FelagsroUr27022010#

Kv, Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 feb 2010 21:04 #2 by SAS
Replied by SAS on topic Félagsróður 27.02
Við Andri tókum stuttan en snarpan félagsróður, að Viðeyjarbryggjunni og til baka aftur.

Þetta var almennilegur vetrarróður, vindur, töluverð snjókoma, og fínasta hopp. \"Snjógleraugu\" kom sér vel þegar við rérum á móti hríðinni, en urðu til þess að ég endaði á sundi. Við Fjósakletta sleppti ég árinni, tók af mér gleraugun til að hreinsa þau. Ein gáran ýtti bátnum í Fjósaklettinn, þar sat skuturinn fastur og ég endaði að skoða botninn.

Nokkrar myndir er að finna á
picasaweb.google.com/sjokayak/20100227Felagsrodur#

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 feb 2010 01:51 #3 by Andri
Replied by Andri on topic Re:félagsróður 20.02
Aftasta myndin í albúminu sýnir haug af flísum sem einhver hafði fært okkur, alltaf jafn óþolandi þegar fólk er að henda rusli við aðstöðuna.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 feb 2010 00:47 #4 by Andri
Replied by Andri on topic Re:félagsróður 20.02
Takk fyrir mig. Ég tók nokkrar myndir og setti þær inn hérna. picasaweb.google.com/Kayakmyndir/FelagsroUr200210#

Kv, Andri<br><br>Post edited by: Andri, at: 2010/02/20 16:48

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 feb 2010 00:41 #5 by Larus
félagsróður 20.02 was created by Larus
Ellefu ræðarar mættu i morgun og réru Viðeyjarhring með stoppi i sólstofunni góðu. Þægilegt lens var á vesturferðinni norður fyrir eyna en aðeins mótvindur á leiðinni heim.Menn tóku sinar hefðbundnu æfingar á leiðinni ss veltur, sköll, stuðningsæfingar og bakk eins og hver hafði lyst og getu til. Þegar heim var komið beið okkar ilmandi bakkelsi frá Ara sem komst ekki með okkur i róðurinn þar sem gallinn hafði eitthvað rýrnað síðan síðast. Þessir réru: Maggi, Hörður, Svenni, Þóra, Þórsteinn, Andri, Össur, Þorbergur,Sigurjón, Eymi og Lárus.

takk fyrir túrinn og bakkelsið.
kv-lg.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum