Re:myndskeið

08 mar 2010 01:36 #1 by SPerla
Replied by SPerla on topic Re:myndskeið
Skemmtilegt myndskeið.....og engar smá öldur :ohmy: hefði hvorki viljað fá snjóinn yfir mig eða öldurnar á mig. En þetta sýnir líka hvað það getur verið stutt á milli \"hláturs og gráturs\" og hvað þægilegur róður getur farið upp í andstæðu sína ef ekki er brugðist skjótt við aðstæðum. Tala nú ekki um nauðsyn þess að gera ávallt ráð fyrir því óvænta í boði náttúrunnar. :huh:

Mörgæsirnar eru alveg æðislegar og settu þær skemmtilegan svip á þetta :lol:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 mar 2010 01:20 #2 by Sævar H.
Re:myndskeið was created by Sævar H.
Ég hefði haft áhyggjur af þessum öldum ef ísjakahrönglið hefði verið í þeim þar sem kayakmenn lentu í þeim.
Hægt er að komast í svona smá sýnishorn af svipuðum aðstæðum á Hvítárvatni - ef heppnin er með.

Meðfylgjandi er mynd frá ferð sem við Reynir Tómas rérum þar eitt síðsumarið og fast upp að Norðurskriðjökli.
En þar skeðu engir stóratburðir eins og þeir fengu að reyna þarna í Alaska .

Flott myndband góðverk að setja það á Korkinn fyrir okkur-takk fyrir Örlygur.

Reynir Tómas rær með jökulstálinu
<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2010/03/07 17:24
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum