Fjöldi Fjósakletta

13 mar 2010 20:34 #1 by Steini
Replied by Steini on topic Re:Fjöldi Fjósakletta
Rétt er það; fyrir ekki svo löngu var þarna einn klettur með gati, þannig var þetta þegar við rérum þarna fyrst rétt fyrir aldamót. Bjössi á mynd af nokkrum ágætum ræðurum með \"gatið\" í bakgrunni.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 mar 2010 06:08 #2 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Fjöldi Fjósakletta
Landbreytingar eru þarna eins og víða.
Frá Viðey horft var fyrrum talað um Gatklettinn í Fjósaklettum.
Nú sér ekkert af þessum gatklett eða gati í einhvern klettinn...<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2010/03/12 22:08

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 mar 2010 05:54 #3 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re:Fjöldi Fjósakletta
Mér finnst mú að ég væri 20 mín að róa þetta.

Varðandi Fjósaklettana, þá má gera úr því tvær spurningar:
Hver virðist fjöldinn vera við háflóð ?
Hver er fjöldinn vera við mestufjöru ?

Ég er ekki viss um hvað kortagerðarmenn miða við.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 mar 2010 05:19 #4 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Fjöldi Fjósakletta
ég hallast á að Sævar hafi rétt fyrir sér. Það er drangurinn sem við bíðum við í austanáttinni sem er soldið hár, beint suðuraf honum er einn klettur og til að komast heim þarf að fara á milli tveggja sem liggja heldur austar sem nemur ca 6 ti 8 m alls ekki meir. En þetta er samt fín 15 stiga spurning hjá þér Gísli.

Ein 10 stiga hér. Ef róið er frá Geldinganesi frá þeim tíma sem maður sér Lundey, hve lengi er maður að komast alla leið að henni miðað við eðlilegan hraða? og ekki kíkja á kortið?


10mín,15mín eða 20mín?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 mar 2010 05:05 #5 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Fjöldi Fjósakletta
Ætli það sé ekki hægt að telja þá fjóra.
Einn er mjög nálægt NA tanga Gufuness .

Við sem metum sjávarríkið til aðrsemi þess fremur en sportróðra vitum að fyrrum var mikil hrognkeslasveiði (grásleppa og rauðmagi) umhverfis Fjósaklettana.
Hún var grimmt stunduð af Gufunesbændum á vorin. Nú er hún Snorrabúð stekkur að því leyti. Þarna veltast núna um kayakræðarar . Svona breytast tímarnir og lífsstritið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 mar 2010 04:27 #6 by Gíslihf
Ég fór aðeins að liðka mig áðan við Fjósakletta.

Fróðlegt væri að vita hvort þeir, sem hafa róið þarna í mörg ár, vita hve margir þeir eru.

Svarmöguleikar eru t.d.: 2, 3, 4, 6.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum