Félagsróður 13.03.10

16 mar 2010 04:08 #1 by Sævar H.
Já , merkilegt með þessa umsögn um að sandfjaran fallega hafi minnkað mikið á sl. 30 árum
Og hver er skýringin ?

Er samspil milli þess og gríðarlegrar efnistöku af hafsbotni þarna á Kollafirði ?
Að það sé ekkert um niðurbrot skelja lengur sem síðan
skolast uppí þessa fjöru vegna strauma ?

Sanddæluskipið er að alla daga ársins þarna í
nágrenninu...og hefur aukið sjávardýpið um nokkra metra á síðustu 30 árum eða svo.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 mar 2010 02:42 #2 by Gummi
Replied by Gummi on topic Re:Félagsróður 13.03.10
Fín mynd hjá þér Sævar og sýnir mér það sem mig grunaði að sandurinn í fjöruni fer minnkandi. Ég kom nefnilega þarna fyrst fyrir 30 árum á seglskútu og var þá töluvert meiri sandur þarna en nú er.

Að öðru: í fínu aðstöðuni okkar er viðvarandi vandamál, en það er að það vantar loftræstingu á gámana sem við notum sem búningsaðstöðu. Það þarf að setja lofttúður á gámana til að losna við þetta vandamál. Allt vatnið sem kom inn með okkur um helgina verður nefnilega að mestu leyti í gámunum næstu helgi þegar við mætum í næsta róður.

Er ekki einhver í klúbbnum sem er tilbúin að lagfæra þetta leiða vandamál ?

Kv. Gummi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 mar 2010 18:05 #3 by Sævar H.
Þetta hefur verið góður félagsróður í fínu veðri.
Og hópurinn hefur áð í Þerney.

Þessi fallega hvíta sandfjara ,þar sem lent var, heitir
frá fornu fari Hvítisandur.
Á fyrstu öldum byggðar í landinu var Þerney stór og
mikilvægur verslunarstaður og tengdist Skálholtsstól.
Þessi verslunarstaður fluttist síðan til Maríuhafnar
við Laxárvog í Hvalfirði. Ekki er ósennilegt að
Hvítisandur hafi verið aðallendingastaður
verslunarmanna.
Sjá má ýmsar rústir á tanganum ofan Hvítasands.
Búið var í Þerney frameftir 20.öldinni.

Frá Hvítasandi í Þerney

<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2010/03/14 11:07
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 mar 2010 17:13 #4 by maggi
Replied by maggi on topic Re:Félagsróður 13.03.10
Flottur róður í góðu veðri , hér eru nokkrar myndir
picasaweb.google.com/maggisig06/13Mars?a...v1sRgCPaw8vKvo6TgRw#

Post edited by: maggi, at: 2010/03/14 10:14

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 mar 2010 04:21 #5 by Gíslihf
Farið var vestur með Geldinganesi, út og norður fyrir Þerney og í sandfjöruna á móti Gunnunesi. Flestir reru þaðan beint í heimafjöru, en nokkrir fóru að Víðinesi, yfir Leiruvoginn og heim.

Veður var stillt og sléttur sjór. Ræðarar voru 14.
Svo mikil var fjaran að fjöldi Fjósakletta var ekki mikið meiri en þrír að sjá úr hæfilegri fjarlægð.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum