æfingarróður 23. mars

25 mar 2010 23:42 #1 by Sævar H.
Gísli H.F. var nokkuð lúinn , að eigin sögn, eftir
átakaróðurinn mikla. Og tengir það við aldurinn.
Eitthvað samhengi þar sjálfsagt.

En þetta minnir mig á sögu sem ég las í Sea Kayaker
fyrir nokkrum árum sem hressti mig heldur betur við.
Þar var viðtal við 84 ára konu á Hawaii sem hafði
áratugum saman stundað kayaksportið þarna í Suðurhöfum.
Og orðin 84 ára stundaði hún enn kayakróðara og réri
nokkra km. nánast daglega .
Hún var með klára framtíðarsýn á að hún ætti langa
framtíð enn við kayakróður.
Ekki fylgdi sögunni að hún héldi uppi þrekinu með
einkatímum í húlahúladansi-þarna suður í Honolulu eftir
róðra- en ekki ósennilegt.
Spræk var hún.
Þannig að menn um og yfir sjötugt hér á Íslandi eru
tæpast á miðjum aldri í sportinu

Kona á kaykróðri utan Honolulu á Hawaii
<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2010/03/25 16:46
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 mar 2010 02:35 #2 by Gíslihf
Takk fyrir stuðninginn Örsi, en þetta var nú bara létt grín. Hins vegar er það grinlaust að eftir vissan aldur, við getum sagt 45 en er mismunandi hjá hverjum og einum, kostar það vinnu og sjálfsaga að halda sér í þokkalegu formi.

Við sem höfum fundið okkur þetta áhugamál sem er í senn skemmtilegt sport og útivist erum það heppnir að sú \&quot;vinna\&quot; verður hrein skemmtun.

Ég gleydi svo að nefna, að þessi spotti sem að öllu jöfnu tekur um 2 tíma, varði í nær 3 tíma í róðri okkar Svenna, Páls og Lárusar, þrátt fyrir brunið undan öldu og vindi.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 mar 2010 01:59 #3 by Orsi
Mikið æft þessa dagana, rétt er það.

Öllu má samt ofgera og ég held að enginn vilji æfa svo mikið að hann yngist um of. Kannski ágætt að fara ekki neðar en 20 ára í þessu yngingarferli.

Morgunblaðið: \&quot;Neitað um afgreiðslu\&quot; - Brot á mannréttindum, segir fórnarlambið. -Tókum enga áhættu, segir forstjóri ÁTVR. --Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is

Í guðs bænum ekki æfa ykkur niður fyrir tvítugt.

Þó ekki væri nema barnanna vegna.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 mar 2010 01:40 #4 by Sævar H.
Þetta hefur verið mikill hörkuróður hjá þeim félögum. Í
þessum allt að 23 m/sek vindstreng lengst af
stjórnborðsmegin á skutinn .
Það hefur verið kröftugur sjór útaf Viðeynni.
Það reynir á þrek og þol við þannig aðstæður í langan
tíma.
Sjálfur fór ég í skipulagðan æfingaróður inn á
Leiruvoginn í dag í fínu veðri. Góð æfing það.
Við landtöku að loknum róðri var Hörður K. að leggja í
æfingaróður .
Menn æfa mikið þessa dagana..sem er fínt mál.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 mar 2010 22:10 #5 by Ingi
Gísli er nú betra formi en margir á þrítugsaldri og þú Örsi er nú bara eins og 15 ára ekki degi eldri að sjá. allt er það hollu og góðu mataræði og svo sjókayaknum að þakka hvað menn líta vel út :kiss:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 mar 2010 19:31 #6 by Orsi
..einkatíma fyrir eldri borgara í ræktinni..?

Þú hefur líkama fimmtugs manns. Þér verður ekki hleypt inn.

Gangi þér vel að sannfæra dyravörðinn.:P :P :woohoo:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 mar 2010 07:10 #7 by Gíslihf
Ég er lúinn eftir þennan róður - en það er bara ágætt. Við fórum rangsælis um Geldinganes og Viðey í NA-átt, vindmælir á Geldinganesi sýnir stöðugan vind 13 m/s og hviður 15-21 m/s í lokin.
Lensið undan vindi var nokkuð fjörugt og stundum stakkst stefnið hjá mér ofan í öldudalinn þegar hraðinn var mikill og skeggið söng þegar skuturinn var á lofti.
Þessir kappar Lárus og Svenni eru firna öflugir og Páll öflugur, þannig að ég þarf líklega að fara í einkatíma í ræktinni fyrir eldri borgara til að hafa við þeim.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 mar 2010 20:43 #8 by Páll R
Replied by Páll R on topic Re:æfingarróður 23. mars
Mæti líka!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 mar 2010 19:57 #9 by SAS
Replied by SAS on topic Re:æfingarróður 23. mars
Mæti

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 mar 2010 06:40 #10 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:æfingarróður 23. mars
Kemst ekki :(<br><br>Post edited by: Ingi, at: 2010/03/23 11:10

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 mar 2010 04:31 #11 by Gíslihf
Ég ætla að koma.

Mér sýnist á veðurspánni að þetta verði tómt puð - en er það ekki tilgangurinn? Svo má alltaf taka léttar æfingar í lokin, taka sjó í nefið og fleira.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 mar 2010 01:46 #12 by Larus
æfingarróður á morgun
með björgunar æfingum eða einhverjum öðrum góðum athöfnum :--) kl 17.00 - mæting aðeins fyrir.


lg<br><br>Post edited by: Larus, at: 2010/03/22 18:47

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum