Straumkayaknámskeið

23 mar 2010 16:58 #1 by jsa
Straumkayaknámskeið was created by jsa
Kæru félagar
Ég hef ákveðið að kýla á að halda 3 daga straumkayaknámskeið í sumar, ef að næg þáttaka fæst. Næg þáttaka eru 3 nemendur og ég er bjartsýnn á að það náist. Ég verð á landinu frá 22 júní til 14 júlí og get haldið námskeið hvenar sem er á þeim tíma. Ég legg samt til helgina 24-27 júní (fös-sun).

Ef ég hef skilið Palla formann rétt þá mun klúbburinn geta útvegað báta og búnað fyrir þá sem þurfa.

Námskeiðið mun henta öllum sem vilja læra á straumkayak. Þetta er samt ekki ætlað þeim sem aldrei hafa sest í kayak áður, þ.a. þeir sem hafa áhuga ættu að vera duglegir við að mæta í sundlaugina og smella sér með í þær straumkayak og jafnvel sjókayakferðir sem klúbburinn bíður upp á. Þetta verður ekki veltu námskeið, heldur verða kennd helstu áratök, öryggi í ám, hvaða leið maður fer niður flúðir og fleira í þeim dúr.

Áhugasamir ættu að svara þessum þræði eða senda mér tölvupóst á jsa(hjá)ieee.org. Endilega sendið fyrirspurnir og uppástungur. Ég er orðinn spenntur og byrjaður að undirbúa á fullu, finna námsefni og gera klárt. Gott straumkayaknámskeið er víst ekki bara kokkað upp á staðnum.

Bestu kveðjur
Jón Skírnir

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum