Æfing 30. mars '10

31 mar 2010 07:19 #1 by eymi
Replied by eymi on topic Re:Æfing 30. mars '10
Já.. þurfti að vera fyrr á ferðinni, dauðlangaði með ykkur :)
Fór með elsta soninn til að láta hann prófa kayak í fyrsta skiptið, drengurinn stóð sig með prýði og virtist hafa ágætis jafnvægi ;)
Ég nýtti tækifærið og tók nokkrar veltur og re-entry og svona... fín æfing.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 mar 2010 04:31 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re:Æfing 30. mars '10
Skemmtilegur róður.

Við vorum þrír, Sveinn, Páll R. og undirritaður. Sterkir vindstrengir töfðu för okkar og einna mestur vindhraði í Þerneyjarsundi, þannig að við létum það duga og fórum út með Þerney í hliðar vindhviðum og öldu sem veitti skegglausum góða þjálfun.

Leiðin frá vesturodda Þerneyjar suður fyrir Geldinganes var hið besta brun af og til.

Það sást til Eyma við æfingar þegar við vorum að leggja í hann.

Húnninn á útidyrum kaffigáms er brotinn.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 mar 2010 21:55 #3 by SAS
Replied by SAS on topic Re:Æfing 30. mars '10
Það er rétt Gísli, báturinn fór með í morgun. Stefni á mætingu, en vinnan gæti þvælst aðeins fyrir.

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 mar 2010 21:28 #4 by Gíslihf
Æfing 30. mars '10 was created by Gíslihf
Ég sá ekki betur en að Svenni væri með kayak á toppnum og ég stefni á að mæta og fara á sjó kl. 17.
þar sem skeggið mitt verður ekki með í tóðrinum líst mér betur á að fara upp í Kollafjörð og til baka miðað við vindátt, en að fara Viðeyjarhring í stöðugum hliðarvindi 8-10 m/s - en félagarnir vilja venjulega hafa þetta eins erfitt og hægt er þannig að ég veit ekki hvort þeir hluts á mig :)

Kveðja, GHF

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum