Surf ski

21 apr 2010 16:34 #1 by olafure
Replied by olafure on topic Re:Surf ski
Ég prófaði tvo alvöru keppnisbáta og fyrsta tilfinningin er hvernig í helvítinu getur þetta fólk róið þessu í öldu? Miðað við vengjulegan sjókayak þá er fyrsti stöðugleiki enginn en það er seinni stöðugleikinn sem skiptir máli og mikil æfing og reynsla. Það eru alls konar trix sem fólk kann í þessu sem hægt er að nota og það er mikil áskorun að læra á svona tæki. Fólk er líka að keppa á mismunandi stigum og það var fróðlegt að heyra fyrirlestur með einum reyndasta kayakræðara svía Tommy Karls þar sem hann sagði m.a. frá reynslu sinni af því að keppa í fyrra hinni erfiðu Molokai keppni á Hawai. Hann ætlaði aldrei að komast af stað en náði 66 sæti eftir mikinn barning. Paul Rosinguist hélt einnig fyrirlestur þar sem hann fjallaði um það hvernig nýta á ölduna í róðri á surfski en flestir halda að þetta sé einfaldlega léttur downwind róður. Ingi, þú verður fyrstur til að fá að prófa tæki ef ég kaupi og vonandi fara Íslendingar einhverntíman í alþjóðlega keppni á kayak. Kayak hentar Íslendingum vel, þetta er jaðaríþrótt þó ekki eins mikil og handbolti.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 apr 2010 16:22 #2 by Hilmar E
Replied by Hilmar E on topic Re:Surf ski
það gekk misvel bátarnir eru allt frá 56cm og niður í 42cm og 8 kíló, en samt fór ég nú bara einusinni í sjóinn. Botnlagið er hefur líka mikið að segja og er gaman að hafa tækifæri á að prófa marga báta og finna muninn

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 apr 2010 06:30 #3 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Surf ski
Hvernig gekk að róa þessu? Væri ekki fínt að eiga nokkra svo að menn gætu æft sig fyrir OL 2012 London?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 apr 2010 05:35 #4 by Hilmar E
Surf ski was created by Hilmar E
Sæl öll

Þann 9 apríl síðastliðinn fórum við Óli til Svíþjóðar að kynna okkur keppnisbáta sem kallast surfski,sem eru opnir kayakar án svuntu. Þessir bátar eru notaðir víða um heim og voru upprunalega notaðir til að bjarga fólki við erfiðar aðstæður á ströndum með miklu brimi, þeir eru eins og nafnið gefur til kynna hentugir í surf og ná allt að 30km hraða við bestu surf aðstæður. Þeir þykja einstaklega öruggir þar sem auðvelt er að komast um borð aftur ef maður fellur útbyrðis.
Á síðunin hjá Óla má sjá myndir og fleira sem tengist ferðinni kayak.blog.is/blog/kayak/

Bestu kveðjur
Hilmar

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum