Elliðaárródeó í dag-Reykjavíkurbikar á morgun

30 apr 2010 08:57 #1 by Rúnar
Gott að vita af þér Sævar, það er alltaf gott að fá vana menn í tímatöku. Korkurinn hefur verið hálfdapur undanfarið og því hefur hvatningin ekki farið fram hér heldur í fjölrafpóstum til félagsmanna. Ástæðan er m.a. sú að býsna margir sjókallar eru á BCU á námskeiði en því lýkur í dag.

Ródeóið er í dag og stefnir í hörkukeppni, a.m.k. bárust þær fréttir suður í Sandvík að nokkrir frá Arctic Rafting ætli að cartwheela í holunni og fleira. Fjölmiðlar hafa líka tekið vel í að kynna mótin, að því mér skilst.

Á Vorhátíðinni er ætlunin að leyfa almenningi að setjast í báta - því er mikilvægt að nokkur fjöldi kayakmanna sé til í að aðstoða við slíkt.

Sem sagt: það stefnir í hörkuhelgi hjá Kayakklúbbnuum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 apr 2010 07:10 #2 by Gunni
Fimmtud og föstudagur eru BCU prófdagar. Það er meira að segja heimaverkefni og @#$! skriffinska sem tekur langt frá á nótt. Varla tími til að kíkja á netið og alls ekki skrifa á korkinn :)<br><br>Post edited by: Gunni, at: 2010/04/30 07:11

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 apr 2010 03:06 #3 by Hilmar E
Ég sendi allavega 2 báta suður í dag, og ætla að sjá hvort ég hafi það ekki af að róa hringin.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 apr 2010 02:27 - 01 maí 2010 14:12 #4 by Sævar H.
Hvernig er með öll stórkeppnis liðin á sjókayak ?
Eru kannski engir stórkeppnismenn og konur lengur á floti ?
Öðruvísi mér áður brá.
Eru sjókayakliðar alveg lamaðir eftir BCU prófin ?
Ég ætla allavega að koma í fjöruna við ræs og vera við
lendingu í mark. Hér áður fyrr var korkurinn hinn eini
og sanni upphitunarvettvangur- svona viku fyrir keppnina.
Menn iðuðu af spenningi eins og veðhlaupahestar .
En það er gaman að þessu...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 apr 2010 21:03 #5 by Rúnar
Ródeó, Reykjavíkurbikar og Vorhátíð

Sumardagskrá Kayakklúbbsins hefst með hvelli á föstudaginn í næstu viku þegar keppt verður í Elliðaárródeóinu og daginn eftir verður blásið til Vorhátíðar Kayakklúbbsins um leið og keppt verður um Reykjavíkurbikarinn.

Báðar keppnirnar henta byrjendum vel. Leitun er að jafnöruggum leikstað og Holunni í Elliðaárdal og róðraleiðin umhverfis Geldinganes er yfirleitt þægileg, nema veðrið setji mikið strik í reikninginn. Í Reykjavíkurbikarnum er boðið upp á tvær vegalengdir; 3 km róður og 10 km róður.

Vorhátíð Kayakklúbbsins var haldin í fyrsta skipti í fyrra. Endanleg dagskrá er ekki fullmótuð en verður auglýst síðar. Þó má uppljóstra að til stendur að bjóða almenningi að prófa búnað klúbbsins og e.t.v. eru einhverjir kayakmenn- og konur reiðubúnar til að leyfa bláókunnugu fólki utan úr bæ að setjast í bátana sína. Björgunarsveitin Kjölur á Kjalarnesi sér um öryggisgæslu.

Góð þátttaka var í Elliðaárródeóinu og Reykjavíkurbikarnum í fyrra og vonandi verður það svo aftur. Keppnisnefnd vonast til að sjá sem allra flesta, keppendur sem áhorfendur.

Vakni einhverjar spurningar er hægt að hafa samband við Rúnar Pálmason (runar.palmason@gmail.com) vegna Reykjavíkurbikars og Harald Njálsson (haranja@centrum.is) eða Önnu Láru Steingrímsdóttur (annalara@parlogis.is) vegna Elliðaárródeós.


30. apríl (fös.)
Elliðaárródeó
Mæting klukkan 13 og keppni hefst klukkan 13:30. Keppt við holuna í Elliðaám sem er á bak við Toppstöðina (stóra, brúna húsið) og fyrir neðan Rafstöðvarhúsið í Elliðaárdal. Keppt verður í holufimi og almennum fíflagangi sem hægt er að stunda í holu í straumi. Í ródeóinu er alltaf fín stemning. Byrjendur eru velkomnir enda er auðvelt að gæta að öryggi þeirra á þessum heimavelli Kayakklúbbsins.


1. maí (lau.)
Reykjavíkurbikarinn
Ræst klukkan 10:00. Keppt er í tveimur vegalengdum, 10 km og 3 km. Róið er réttsælis umhverfis Geldinganesið og síðan u.þ.b. 3 km hringur, annað hvort út fyrir hólmann í Blikastaðakrónni eða bauju (fer eftir sjávarhæð) og til baka og er sá leggur um leið styttri brautin í keppninni. Keppnin er hluti af Vorhátíð Kayakklúbbsins en þá stendur m.a. til að kayakmenn leyfi gestum og gangandi að setjast í bátana og prófa. Ýmsar uppákomur eru fyrirhugaðar. Reykjavíkurbikarinn er elsta kayakkeppni landsins. Sumarið byrjar ekki hjá sjókayakmönnum nema þeir kíki á Reykjavíkurbikarinn.<br><br>Post edited by: Rúnar, at: 2010/04/30 08:50

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum