Heimssýning

26 apr 2010 23:27 #1 by Orsi
Heimssýning was created by Orsi
www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/04/26...efjast/?ref=morenews

Gaman er að geta þess að í stuttmyndinni sem fjallað er um í fréttinni verða myndskeið af kayakróðrum sem tekin voru í október sl. í Hvalfirði. Það þótti vera sómi af því að sýna kayaka í íslenskri náttúru og bera á borð fyrir gesti þessarar fjölsóttu sýningar.

Myndatakan tók hálfan dag og fór þannig fram að Hörður K. var settur á flot með marmilljóna myndavél á tveggja manna klúbbbátnum. Hann var síðan dreginn af gúmbjörgunarbát með leikstjóra og myndatökumönnum. Síðan komu kayakræðarar, tveir talsins, undirr. og Gummi Breiðdal, og réru fram og aftur í haustblíðunni á meðan myndskeiðin voru tekin.

Það er gaman að auka hróður kayaksins með þessum hætti og að sjálfsögðu er áhugavert að þessir aðilar skuli vera meðvitaðir um tilvist kayakíþróttarinnar og leita til klúbbsins með samstarf af þessu tagi.

Ég hef aldrei séð útkomuna en þeir hjá kvikmyndafyrirtækinu, geta látið okkur í té myndskeiðin síðar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum